Blaðamenn að ýta eigin skoðunum?

Þessi frétt og tilkynning Más Guðmundssonar er merkileg og vert að taka eftir.

Fréttir geta haft mikil áhrif og villandi fréttir mikil villandi og jafnvel hættuleg áhrif.

Það er því miður mun algengara en margir halda og jafnvel trúa að fréttir litist af skoðunum þess sem fréttina ritar.  Það má jafnvel segja að ekki sé hægt að komast hjá því alfarið.

En þegar fréttamaður að setja skoðanir annara fram með villandi hætti er skörin ekki að færast, heldur komin upp á bekkinn.

Staðreyndin er sú að frétt Bloomberg vakti all nokkra athygli og hafði líklega all nokkur áhrif.

En þumalputtareglan er sú að leiðréttingar eins og Már sendir nú frá sér vekja mun minni athygli og ná yfirleitt ekki að leiðrétta misskilning sem upphaflega fréttin hefur valdið.

Gott dæmi er fyrirsögn sem ég sá nú rétt í þessu á Íslenskum fjölmiðli sem segir:  "Már áréttar ummæli um krónu."

En auðvitað reyna ábyrgir fjölmiðlar að forðast að starfa með þessum hætti.  

Fjölmiðill eins og Bloomberg hlýtur að bregðast við tilkynningum sem þessari með einhverjum hætti.  Til dæmis með því að biðjast afs0kunar. 

 

 

 


mbl.is Már segir frétt Bloomberg villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband