Súrealismi í ríkisfjármálum - Nóbelsverðlaunin í hagfræði?

Hugmyndin hljómar vel. Það þarf ekki nema ögn af platínu til að búa til trilljón dollara, eða 10 trilljón dollara, allt eftir því hvað ákveðið er að setja í mótið.

Hvers vegna ekki að leysa skuldavandamálin í eitt skipti fyrir öll og búa til öflugan varasjóð?

Það að rætt skuli um það í fullri alvöru að leysa skuldaþaksvandræði Bandarískra stjórnvalda með þessum hæti, sýnir ef til vill betur en flest annað hvað abstract og súrrelaísk opinber fjármál eru orðin í "home of the brave".  

Ef til vill má segja að það beri vott um nokkurt hugrekki að hugsa sér að leysa málin með þessum hætti, en um leið sést hvert sú aðferð að láta seðlabanka kaupa skuldir þjóðríkisins sem þeir starfa í, getur leitt.

Um leið er þarft að velta fyrir sér hvers vegna svo mörg ríki heims hafa byggt upp kerfi sem ekki getur þrifist án langvarandi skuldasöfnunar og himinháum skuldum.

Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem að þessi staða er komin upp.

Nú er komið í ljós að Spænska ríkisstjórnin er því sem næst búin að tæma eftirlaunasjóð landsmanna, til að kaupa eigin skuldabréf.  Breski seðlabankinn hefur prentað peninga eins og morgundagurinn sé ólíklegur og Svissneski seðlabankinn hefur einnig prentað franka eins og hann hefur þurft til að mæta gríðarlegu innflæði af euroum, frá hinu aðþrenda Eurosvæði.

Stærsti einstaki þátturinn í "höfuðlausn" eurosins á nýliðnu ári, var loforðið að gera hvað sem er (þ.e. prenta eins mikla peninga og þarf, og kaupa skuldabréf hinna aðkrepptu ríkja) til að bjarga hinum sameiginlega gjaldmiðli.

En það sem "plat(ínu)peningur Obama gerir ef til vill fyrst og fremst, er að sýna fram á hvað lítið þarf til að standa að baki prentun (eða sláttar) "trilljón dollara".  Eða í raun nákvæmlega ekki neitt.

P.S.  Ef af sláttu myntarinnar verður, þykir mér einsýnt að Obama hljóti Nóbelsverðlaunin í hagfræði þetta árið.  Það væri ekki nema rökrétt framhald af friðarverðlaununum sem hann hlaut um árið.  Ýmsir myndu meira að segja að hann hefði þó eitthvað gert til að hljóta hagfræðiverðlaunin.


mbl.is Íhuga að slá billjón dollara mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt út af þessari skefjalausu peningaprentun má ætla að hinni raunverulegu heimskreppu hafi einungis verið frestað og tíminn illa notaður til að bjarga því sem bjargað verður en um leið kanski nýtst einhverjum klókum peningamógúlum til að losa sig við pappír og komast yfir eignir í raunhagkerfinu áður en stormurinn skellur á.    

Hérlendis erum við að falla á tíma með hliðstæðar aðgerðir þ.e. að hleypa lofti úr peningakerfinu m.a. með skiftimyntar leiðinni og því að taka peningaprentunina úr höndum bankanna ásamt því að afnema verðtryggingu áður en gengið fellur tímabundið meðan yfirþrýstingurinn fer úr kerfinu.  Fyrir vikið sitjum við uppi með tvöfallt áfall þegar kreppan skellur á, þ.e. annan umgang af hruni eins og við upplifðum það en að auki verðfall á útfluttningi vegna kreppunnar erlendis.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband