Merkilegur og góður dagur

Ég hef lengi álitið 21. desember merkisdag.  Ekki vegna þess að ég hafi spáð fyrir heimsendi, eða að ég telji að meiri hætta sé slíkum ósköpum á þessum degi en öðrum.

En vetrarsólhvörf er merkisatburður, á hverju ári.

Þessi stutti dagur, og að vita af því að dagsbirtan verði örlítið lengri á hverjum degi, alveg þangað til í júní, er þægileg tilhugsun.

Þennan dag gerum ég og fjölskyldan okkur alltaf dagamun í mat, í ár var góð og safarík rifjasteik á borðinu, með dísætu heimalöguðu rauðkáli, rauðrófum og kartöflum.

Sveinbjörn Beinteinsson kvað fyrir okkur Eddu af einum af mínum uppáhalds geisladisk, sem er annar fastur liður á þessum merkisdegi.  Eldurinn logar í arninum og örlítið rautt glitrar í glasinu.

Spurning hvort að ekki þurfi að blóta "Hákoni" þegar líður á kvöldið.

Vonandi sjáum við sólina á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband