Sjálfstætt Skotland?

Ég hef enga ákveðna skoðun á því hvort Skotland ætti að vera sjálfstætt eður ei.  En ég fagna því að ákveðið hefur verið að halda atkvæðagreiðslu til að ákveða hvort svo skuli verða eður ei.

Það er alltaf best að kjósendur fái að segja skoðun sína í málum sem þessum, beint og milliliðalaust.

Í nýjustu skoðanakönnun sem ég hef heyrt af, er staðan sú að stuðningur við að Skotland yfirgefi Sameinaða konungdæmið, er meiri á meðal Englendinga en Skota.

En á þessum miklu "Sambands" og sameiningartímum er það umhugsunarvert að sjálfstæðishreyfingum virðist vaxa fiskur um hrygg víða um lönd.

Allir kannast við sjálfstæðishreyfingar Skota og Quebec búar hafa einnig komið boðsap sínum vel á framfæri, nú síðast í heimsókn til Frakklandsforseta.  En sjálfstæðishreyfingar eru einnig á uppleið í Belgíu og Spáni.

Ekki er langt síðan Tékkóslóvakía skiptist í tvö ríki og flestum er enn í fersku minni hörmunarsagan um uppbrot Júgóslavíu.

En mun Skotlandi vegna betur efnahagslega sem sjálfstæðu landi?

Því er auðvitað engin leið að svara svo afdráttarlaust sé, en án efa verður það rökrætt fram og aftur á næstu misserum, frá mismunandi sjónarhólum.

En efnahagurinn er aðeins einn af mörgum þáttum sem koma til með að hafa áhrif á Skota við kjörborðið.  Líklega mun einnig skipta sköpum hvort að þeir telji Skotland verða betra land og hvort það verði meira "þeirra eigið land", ef það nýtur sjálfstæðis.

Eins og staðan er í dag bendir allt til þess að Skotar muni hafna því að kljúfa sig út úr Sameinaða konungsdæminu, en en það getur hæglega breyst á tímanum fram að kjördegi.

En það er næsta víst að það verður tekist á.

P.S.  Get ekki stillt mig um að birta hér einn brandars sem er fengin að "láni" úr Daily Telegraph.  Teiknarinn er Matt. Góður húmor.

Helgar GB

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það væri vissulega sniðugt, svona í huganum, að Skotland væri sér land. Og ódýrara fyrir Englendinga. Og þá þarf að laga fánann - taka hvíta Xið úr honum. Sem skemmir svolítið lúkkið, satt að segja.

Ég held þeir segi nei við þessu. Af efnahagslegum ástæðum.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband