Hinn endalausi Gríski harmleikur, samdráttur og niðurskurður

Það virðist enginn endir á hinum Gríska harmleik sem við höfum fylgst með undanfarin ár.  Þó eru líklega flestir búnir að fá nóg, ekki síst "statistarnir", Grískur almenningur.

Hér er rétt að minnast orða Helle Thorning-Schmidt, forsætiráðherra Dana, á Davos ráðstefnunni nú nýverið, þá sagði hún að fólk væri reiðubúið til að færa fórnir, en ekki að vera fórnað.

En Grískt þjóðfélag er að falla saman, það er ekki hægt að nota nein önnur orð yfir það.  Ég get ekki séð annað í stöðunni nú, en að annað hvort viðurkenni "Sambandið" að það ætli að "framfleyta" Grikkjum næsta áratuginn eða svo, eða að Grikkland yfirgefi eurosvæðið og fari í gjaldþrot.  Spurning hvort það yrði hrakið úr Evrópusambandinu um leið.

Ástandið eins og það er getur ekki haldið áfram, leiðin hefur aðeins legið niður á við, og ekkert sem bendir til þess að það sé að breytast.

Það vantaði 1. milljarð euroa til þess að fjárhagsáætlunin fyrir Gríska ríkið stæðist í janúar.  Tekjur drógust saman um 7%, þegar áætlanir gerðu ráð fyrir u.þ.b. 9% aukningu.  Virðisaukaskattstekjur drógust saman um fast að 19%, samanborið við janúar 2010.  1.85 milljarðar euroa komu í kassann í stað 2.29 milljarða árið áður.  Miðað við þessar tölur verður samdráttur Grikklands ekki 2.8% eins og spáð var, heldur nær 4%.  (þessar tölur eru fengnar héðan)

Ef ofan á þetta bætist síðan stórfelldar kauplækkanir og uppsagnir opinberra starfsmanna (sem eru nauðsynlegar) þá lækkar kaupmátturinn og neyslan enn frekar og tekjur ríkissjóðs að sama skapi.

Svo er fjármagnsflóttinn sem hefur verið gríðarlegur og engin leið til að hemja hann, oft heyrist talað um að í kringum 65 milljarða euroa hafi verið teknir úr Grískum bönkum á undanförnum 2. árum, eða í kringum 1/3 af innistæðum.  Talið er að Grikkir eigi í það minnsta í kringum 80 milljarða euroa í Svissneskum bönkum, svo ekki sé talið víðar um heiminn.  En frjálst flæði euroa er erfitt að stöðva.

P.S.  Ef til vill veitti ekki af að senda Íslendinga til að kynna sér ástandið í Grikklandi og hvernig gengur að berjast fyrir launalækkunum og því um líku.  Það er líklega ekki síður upplýsandi en heimsóknir til Brussel.


mbl.is Grikkir mótmæla niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir með þér, þetta er einn harmleikur.

Réttast væri að Gylfi Arnbjörnsson og allar helstu silkihúfur ASÍ forystunnar yrðu sendar til Grikklands, til að venjast því hvernig er að búa við 30% atvinnuleysi og síminnkandi hagvöxt og launalækkanir sem nema tugum prósenta. Já og sjá hvernig raunveruleg og átakanleg fátækt getur herjað á innmúrað og innvígt ESB og EVRU ríki.

einnig væri gott hjá þeim að kanna til hlýtar hvernig bakhjarl ESB í raun er við þessar aðstæður.

Ég hugsa að ef þeir tækju þessa boðsferð alvarlega og hugsuðu einu sinni meira um hagsmuni umbjóðenda sinna en eigin skinn þá myndu þeir jafnvel læknast af þessari ESB/EVU veirusýkingu sem þeir eru illa haldnir af.

Þessi boðsferð yrði allt öðru vísi en 5 stjörnu glamúr boðsferðirnar þeirra til Brussel sem þeir hafa farið í tugum skipta og elska svo mjög.

En þær hafa lítið snúist um annað en hóglífi og glasaglamur á 5 stjörnu sérvöldum ESB hótelum og með tvöfalda dagpeninga að auki geri ég ráð fyrir, þ.e. bæði frá ESB og svo ASÍ sjálfu.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband