Skortur á skynsemi?

Ég var að lesa góða grein eftir Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og formann Alþýðuflokksins.  Greininna má finna á vefsvæði Vísis, en fyrirsögnin er:  Að fermast upp á faðirvorið.

Þar veltir Sighvatur þeirri staðreynd fyrir sér að fjórðungur Íslenskra stráka geti ekki lesið sér til gagns þegar þeir ljúka grunnskóla.  Þó að Sighvatur varpi ekki fram neinum lausnum, enda ekki hægt að ætlast til þess í stuttri blaðagrein, þó er umræðan þörf.

Ég held líka að Sighvatur hafi rétt fyrir sér í því efni að fjármagn, eða aukin menntun kennara er ekki þar sem skórinn kreppir.

Ég hugsa að Íslendingar (sem og margar aðrar þjóðir) þurfi að endurskipuleggja menntakerfi sitt því sem næst frá grunni, með sérstaka áherslu á leik og grunnskólastig.

Gamla máltækið í upphafi skyldi endinn skoða, á við hér sem oft áður.  Háleit markmið s.s. að eiga einn af 100 bestu háskólum í heiminum, falla um sjálf sig ef grunnurinn er ekki til staðar.  Nema meiningin sé að flytja inn nemendur og kennara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband