Lánsþörfin leggur ekki grunn fyrir kraftaverkið

Frakkar hafa ekki lagt fram fjárlagafrumvarp í plús í bráðum 40 ár.  Á því virðist ekki ætla að verða breyting.  Á næsta ári áætla Frakkar að þeir þurfi að taka 178 milljarða euroa að láni.  EurojimaFjárlagahallinn er áætlaður 78.7 milljarðar euroa og svo þarf að borga upp eldri skuldabréf að upphæð 97.9 milljarða euroa. 

Að greiða niður skuldir er eitthvað sem Frakkar virðast varla sjá fyrir í sínum villtustu draumum, og að sjálfsögðu allra síst á kosningaári.

Á þjóð sem ekki hefur gert neitt nema að framlengja og auka skuldir sínar í bráðum 40 ár skilið að vera með AAA lánshæfimat?  Er það ekki kraftaverkið að Frakkland skuli enn vera með slíkt mat?

En samkvæmt upplýsingum sem bankastjóri Evrópska seðlabankans þurfa ríki á eurosvæðinu að greiða upp 250 til 300 milljarða euroa á fyrstu 3. mánuðum næsta árs.  Bankar á svæðinu þurfa að greiða upp skuldir sem nema 230 milljörðum euroa.  Aðrir lánavafningar eru áætlaðir einhverstaðar í kringum 200 milljarða euroa.

Það gerir greiðslurnar á milli 700 og 800 milljarða euroa.  Á þremur mánuðum.  Það heyrist ekki mikið að að nokkur ætli að greiða skuldir sínar niður, þannig að áfram verður að rúlla boltanum.

Hvor skyldi nú vera í betri stöðu, fjármálamarkaðirnir eða ríkisstjórnirnar?

Að hugleiða stöðu skattgreiðenda í þessum hildarleik er svo nóg til að koma hverjum þeim sem ber þann titil í vont skap.

En svo lengi sem við erum reiðubúin að að hlusta á stjórnmálamenn lofa upp í ermarnar okkar, þá heldur hringjekjan áfram.


mbl.is Kraftaverk ef Frakkar halda lánshæfiseinkunn sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband