Hvenær lækkar kaupmáttur almennings og hvenær lækkar ekki kaupmáttur almennings?

Össur Skarphéðinsson segist vera ósammála nóbelsverðlaunahafanum Paul Krugman, en sá síðarnefndi ráðlagði Íslendingum eindregið að halda sig frá Euroinu.

Þetta sá ég í stuttu myndskeiði á visi fyrir nokkrum mínútum. 

Auðvitað eru margir ósammála Krugman, enda ekki nema eðlilegt að mismunandi skoðanir séu á stóru máli sem þessu.  Ég hefði verið mjög hissa ef Össur hefði tekið þessar skoðanir.

En það er þegar Össur fer að rökstyðja skoðanir sínar sem botninn fellur úr málflutningi hans og finnst líklega ekki suður í Borgarfirði, né nokkur staðar annars staðar.

Hann vill ekki nota krónuna til að lækka kaupmátt almennings í kreppum.  Þess vegna vill hann taka upp Euroið svo það gerist ekki.

Það þyrfti einhver að segja Össuri frá því hvernig kaupmáttarþróunin hefur verið í Grikklandi, hvaða áhrif atvinnuleysi u.þ.b. 25% Spánverja hefur haft á kaupmátt þeirra, hvernig laun voru lækkuð í sumum tilfellum allt að 40% í Eystrasaltslöndunum (þar voru reyndar gjaldmiðlarnir aðeins fastbundnir við Euroið, þar til Eistland tók upp Euro um síðustu áramót).

11 ársfjórðunga í röð hafa raun laun (launahækkanir mínus verðbólga) lækkað í Eistlandi og voru þó ekki há fyrir.

Heldur hann virkilega að Euroið hafi tryggt kaupmátt hjá almenningi í þessum löndum?

Fréttamaðurinn spyr engra spurninga og fréttastofan lætur þetta fara í loftið.  Enn ein einræða Íslensks stjórnmálamanns sem á ekki við rök að styðjast.

Það má vissulega finna jákvæða hluti við Euroið, en verndun kaupmáttar almennings við þessar aðstæður er ekki einn þeirra.

Persónulega er ég þó sammála Krugman um að gallarnir eru mun þyngri á vogarskálunum.  Líkast til verð ég að bíða eftir kommenti um laxa eða silungakavíar til að verða sammála Össuri, en tek það strax fram að mér þykir hann ekki eins góður og sá úr grásleppunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður að segjast að auðveldara er að trú hagfræðingi en silungafræðingi þegar rætt er um efnahagsmál.

Þar kemur ýmislegt til, eins og að hagfræðingurinn hefur engra hagsmuna að gæta, meðan silungafræðingurinn er að verja pólitíska sýn sína.

Orð hagfræðingsins eru á svipuðum nótum og flestra kollega hans, sem sumir eru handhafar Nóbelsverðlauna í hagfræði.

Silungafræðingurin sagði í vitnaleiðslu fyrir þingnefnd að hann hefði ekki hundsvit á efnahagsmálum, þetta var fært til bókar í Hrunskýrslunni.

Þá má ekki gleima þeirri staðreynd sem raunveruleikinn sýnir okkur og sú sýn er ekki par falleg í þeim löndum sem njóta evrunnar.

Laun og kjör fólks, í hverju ríki fyrir sig, ákvarðast fyrst og fremst á því hvernig stjórnvöldum tekst til. Þar kemur nafnið á gjaldmiðlinum málinu lítið við. Kjör fólks innan þeirra landa sem eru í evrusamstarfinu eru ekki eins. Evran er engin trygging fyrir betri kjörum. Vextir milli þessara landa eru einnig mjög mismundi, þó sami gjaldmiðill sé meðal þeirra.

Það eina sem er nokkuð sameiginlegt milli landa evrunnar er viðvarandi atvinnuleysi, þó einhver munur sé þar á milli. Þar sem atvinnuleysið var minnst innan evrulandanna á síðasta áratug, var það svipað þeim ósköpum sem við berjumst við hér á Íslandi, eftir hrun. Eftir að bankakreppan skall á heimnum, hafa hins vegar nokkur lönd innan evrunnar slegið öll met í atvinnuleysi, tölur upp á 40% atvinnuleysi eru nefndar í fleiri og fleiri löndum evrusamstarfsins.

Össur blaðrar um ágæti evrunnar og kemur fram með innihaldslaus rök. Það er eðlilegt, það er hans trú. Það er hins vegar ekki eðlilegt, reyndar stór skrítið þegar fréttamenn leifa mönnum eins og Össur að tala gagnrýnilaust, skuli ekki gagnspyrja manninn. Það er háalvarlegt mál!

Silungafræðingur, sem ekki segist hafa hundsvit á efnahagsmálum, á að hafa vit a að tjá sig ekki um þau. En viska Össurar er minni en svo að hann hafi vit á að þegja!

Gunnar Heiðarsson, 30.10.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er ekki tími til komin að senda þennan mann á öskuhauga sögunnar enda ekkert safn sem vill taka við svona gölluðu eintaki.

Kynlýfsfræðingur fiska kallar nóbelsverðlaunahafa í hagfræði ómarktækan í peningamálum, hvað næst segir maður bara!

Þessi frétt segir mjög margt um fréttamanna S2.

Eggert Sigurbergsson, 30.10.2011 kl. 11:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er magnað dæmi, sem gefur hugmynd um kaupmáttinn og lýðræðið í ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 15:51

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

You can not make this up!

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 15:52

5 identicon

Lækkar þá ekki kaupmáttur almennings á íslandi þegar gengi íslensku krónunnar fellur ? Er það ekki rétt að frá lýðveldisstofnun hefur gengið verið fellt eftir pöntun frá LíÚ aðallega til að lækka kaupmátt og styrkja eigendurna ? Ég hélt að um þetta væri ekki deilt. Gengi kr. fellur = minni kaupmáttur.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 18:34

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Um það held ég að sé ekki deilt Tryggvi, þegar gengið fellur rýrnar kaupmáttur. En það sem er deilt um er, alla vegna hér í þessu bloggi, er sú skoðun Össurar að Euroið varðveiti kaupmáttinn.

Kaupmátturinn hefur sömuleiðis rýrnað í löndun eins og Grikklandi og t.d. Eystrasaltslöndunum, þó að þau lönd hafi Euro, eða gjaldmiðla beintengda þeim. 

Og atvinnuleysið sem hefur stóraukist í þeim löndum og er langt um hærra en á Íslandi, hefur heldur ekki varðveitt kaupmátt þeirra sem hafa tapað atvinnunni.

Það er það sem er verið er að benda á í færslunni, ekki að neita þeirri staðreynd að kaupmáttur lækkar ef gengið fellur.

Ef það þarf að lækka launin, til að viðhalda samkeppnishæfi, eins og mörg Eurolöndin hafa gert, þá fellur kaupmátturinn, rétt eins og gengið hafi verið fellt.

Kosturinn við gengissigið eða fallið, er hins vegar að enginn sleppur, ekki eins og þegar aðeins sumir lækka í launum.

G. Tómas Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband