17 undirskriftir

Börnin hér að Bjórá byrjuðu í skólanum í síðustu viku.  Fyrir helgina kom svo "vöndull" af pappírum sem þurfti að fylla út og skrifa undir.

Til þess að börnin gætu haldið áfram að sækja skólann og tekið þar þátt í starfseminni á mikilla vandkvæða, eða að verða sett til hliðar við ýmis tækifæri, þurfti ég að gefa 17. undirskriftir.

9. sínnum þurfti ég að skrifa nafnið mitt á pappírana fyrir Leif Enno og 8. sinnum fyrir Jóhönnu Sigrúnu.

Með öllum þessum undirskriftum viðurkenndi ég að mér væri ljós áhættan af því að börnin tækju þátt í leikfimi, færu hugsanlega í gönguferðir um nágrenni skólans, að þau mættu sjást á myndum eða myndböndum sem hugsanlega væru tekin í skólanum, að myndirnar mættu birtast á vefsíðum tengdum skólanum og einnig á öðrum opinberum miðlum, að börnin mættu nota internetið í skólanum og ég myndi reyna að kenna þeim "rétta" hegðun og notkunarreglur þar að lútandi o.sv.frv, o.sv.frv.

Munurinn á milli krakkanna lá í því að Jóhanna er ekki í skólanum í hádeginu og þurfti ég því ekki að undirrita staðfestingu á því að henni væri óheimilt að yfirgefa skólalóðina á þeim tíma.

Lífið er ekki einfalt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband