Læknisferð

Fórum til barnalæknisins í dag.  Akvæmasýning.  Jóhanna Sigrún í 5 mánaðaskoðun, mældist 66cm og vantaði 2g upp á að vera 8 kíló. 

2 sprautur í lærið, sú stutta lét sig hafa þá fyrri án þess að æmta en þegar leikurinn var endurtekinn var henni nóg boðið og lét lækninn heyra það.

Leifur Enno mældist hins vegar 101cm og 18.5 kíló, læknirinn hæstánægður með Foringjann, skoðaði eyru og munn og spjallaði stuttlega við hann. 

Allt reyndist sem sé stefna í rétta átt, börnin hæfilega bústin og blómleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband