13.1.2007 | 15:47
Af Akureyringum
Það er eitthvað skrýtið að fylgjast með fréttum af Akureyringum þessa dagana. Það sem helst vekur athygli er ekki beint jákvætt.
Einn vill kaupa sér sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir 2 milljónir, en annar lýsir því yfir að:
"Ég er ekki hver sem er í bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram aðra. Ég hef verið með íþróttafélögin í bænum meira og minna inni á gafli hjá mér í 20 ár að mestu leyti endurgjaldslaust og mér finnst að forráðamenn þeirra hefðu átt að styðja mig í þessu máli. Þeir hafa þagað þunnu hljóði og ég er mjög ósáttur við þá," sagði Sigurður í gær."
Þetta má alla vegna lesa í fréttinni sem þessi færsla er tengd við.
Jákvæðar fréttir eins og að fyrsta konan tók við sem bæjarstjóri á Akureyri nú nýverið falla í skuggann af þessu.
Líklega vantar tilfinnanlega góð "PR" fyrirtæki í höfuðstað Norðurlands, sem frambjóðendur og fyrirtækjaeigendur geta leitað til.
Stefnir að því að taka heilsuræktarhúsið í notkun fyrir árslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Já við erum skrítið fólk og sem betur fer erum við að losna við K. Júl á þing
Rúnar Haukur Ingimarsson, 13.1.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.