Sovétið, sagnfræðin, ártölin og landamærin

Það er auðvelt að sjá að það hafi verið umdeild ákvörðun að leyfa Putin að ávarpa gesti minningarathafnar um Helförina.

Því þó að Putin sé Rússi, er hann líka "Sovíetmaður" (homo soveticus), en þá má ennþá finna nokkuð víða, líklega einnig á Íslandi. Sumir vilja meina að "Sovíetmaðurinn" hafi þróast yfir í "Putinmanninn".

En "Sovíetmenn" vilja að sjálfsögðu fyrst og fremst láta minnast þátttöku sinnar í heimstyrjöldinni síðari sem  hetjulegrar framgöngu hins "mikla frelsara". Þeirri ímynd hafa þeir haldið stíft á lofti, og reyndar gerðu Vesturveldin slíkt hið sama lengi vel, til að réttlæta fyrir þegnum sínum samstarf sitt við hina "Sovíesku kommúnista".

Það var á meðan á því samstarfi stóð, sem goðsögninni um "Jóa frænda" (uncle Joe), sem í raun var einn afkastamesti fjöldamorðingja sögunnar, var komið á flot og kommúnistar um víða veröld kynntu undir.

En þó að þátttaka Sovíetríkjanna í Seinni heimstyrjöldinni hafi alls ekki verið án hetjulegrar framgöngu, var hún mun flóknari en svo.

Ef frá er talinn hernaður Japana í Kína, er rökrétt að líta á svo að upphaf þess hildarleiks hafi verið svokallaður "Molotov-Ribbentrop samningur" á milli Sovíetríkjanna og Þýskalands Hitlers.

Með þennan samning að leiðarljósi gerðust Sovíetríki árásaraðili og voru upphafsaðili að hinum Evrópska hluta hildarleiksins.

Með samninginn að leiðarljósi réðust þau inn í Pólland þann 17. september 1939, þann 30. nóvember sama ár inn í Finnland (Vetrarstríðið), 1939-40 hertu Sovíetríkin svo snöruna hægt og rólega að Eystrasaltsríkjunum (sem "Molotov-Ribbentrop samningurinn" hafði "úthlutað" þeim) og tóku þó alfarið yfir um miðjan júnímánuð 1940.

Þeirra tíma "Rússadindlar" litu alltaf svo á að Eistland, Lettland og Litháen hefðu ákveðið af fúsum og frjálsum vilja að ganga inn í Sovíetríkin. Íslenskir kommúnistar voru (rétt eins og segja má um svo gott sem alla kommúnista, hvar sem þeir voru) fylgdu þessari línu og vildu t.d. gera lítið úr venslum Íslendinga og Finna.

Rétt eins og nútíma "Rússadindlar" trúa því að kosningarnar á Krímskaga hafa verið frjálsar og lýðræðislegar.

Sagan á það til að bergmála, enda báðar yfirtökurnar, ef svo má að orði komast, leiknar eftir sömu KGB handbókinni.

En það skiptir vissulega máli til hvaða landamæra er litið þegar talað er um hvað margir ríkisborgarar Sovíetríkjanna létu lífið, eða hvað stór hluti af þeim gyðingum sem voru myrtir í útrýmingarherferð Þjóðverja tilheyrðu Sovíetríkjunum.

Eru þau landsvæði sem Sovíetríkin höfðu tekið með hervaldi af Póllandi, Eistland, Lettland og Lítháen talin með Sovíetríkjunum?

Ég veit að íbúar Eystrasaltsríkjanna líta ekki svo á og þykir líklegt að svo geri Pólverjar ekki heldur.

Þannig eru Rússar/Sovíetmenn bæði "hetjan" og "skúrkurinn" að svo mörgu leyti hvað varðar Seinni heimstyrjöldina.

Þeir neyddu fjölmarga íbúa Eystrasaltsríkjana í Rauða herinn (Þjóðverjar beittu marga þeirra einnig nauðung hvað þeirra her varðar) og marga þeirra sem þannig gengdu hermennsku óviljugir voru myrtir af Sovíetríkjunum vegna þjóðernis síns.

Þá erum við ekki byrjuð að tala um framferði þeirra eftir að styrjöldinni lauk og þeir höfðu "frelsað" risa stór landsvæði.

Því ferðalagi gripavagnanna í Evrópu lauk ekki með stríðinu, heldur hurfu hundruðir þúsunda einstaklinga í mið og austur Evrópu í "Gulagið" Sovíeska, þaðan sem stór hluti átti ekki endurhvæmt.

En eftir því sem ég hef lesið lætur það nærri sem sagt er í fréttinni að u.þ.b. 16% af þeim gyðingum sem voru myrtir í helförinni hafi verið Sovíeskir ríkisborgarar, þ.e.a.s. ef miðað er við landamærin sem voru við gildistöku "Molotov-Ribbentrop samningsins".

En það tók Sovíetríkin/Rússland langan tíma að viðurkenna "leynihluta" þess samnings.

En engin þjóð sem Sovíetríkin "frelsuðu" hlaut frelsi, nema ef til vill Austurríki.

En það er svo margt sem gerðist í aðdraganda/í Seinni heimstyrjöldinni/eftirmála hennar, sem er þarft að ræða um.

Til dæmis:  Hvers vegna töldu Bretland og Frakkland sig umkomin að semja við Þjóðverja um Tékkóslóvakíu?

Hvers vegna var Sovíetríkjunum leyft að að halda öllu þeim landsvæðum sem Þýskaland Hitlers hafði lofað þaim (Eystrasaltsríkjunum og austurhluta Póllands) að Finnlandi undanskildu?

Putin virðist telja það Rússland sem hann ríkir yfir réttmætan arftaka Sovíetríkjanna þegar kemur að því sem telst jákvætt hvað varðar framgöngu þeirra í Síðari heimstyrjöldinni.

Til að gera tilkall til þess verður hann að gangast við því skelfilega sem þau einnig gerðu.

Það er það sem vantar upp á.


mbl.is Sagnfræðingar segja staðhæfingar Pútíns fáránlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrautfjaðrir og skrýtin Lávarðadeild

Nú tíðkast það víst að sérstakir fjölmiðlafulltrúar ráðuneyta skrifi "fréttir" sem síðan birtast næsta orðréttar í hinum ýmsu fjölmiðlum.

Að sjálfsögðu vilja þessir "fréttahaukar ríkisins" veg sinna manna sem mestan.

En ég held að á stundum gangi þessir "fréttahaukar" full langt og fjölmiðlar taki afurðum þeirra full gagnrýnislaust.

Þannig myndi ég ekki túlka þann viðburð sem viðhengd frétt fjallar um, sem að Lilja Alfreðsdóttir hafi flutt fyrirlestur um jafnréttismáli í Lávarðadeilt Breska þingsins.

Ég myndi segja að hún hafi flutt fyrirlestur, eða tekið þátt í hringborðs/pallborðsumræðum í húsakynnum Bresku lávarðadeildarinnar.
Þeir sem áður hafa séð myndir frá Bresku lávarðadeildinni eru fljótir að átta sig á því að meðfylgjandi mynd er ekki tekin í þingsal Bresku lávarðadeildarinnar.

Hún er enda tekin í nefndarherberbegi 3C, í húsakynnum hinnar sömu lávarðadeildar.  Fundurinn/fyrirlesturinn/hringborðsumræðurnar voru enda skipulagðar af hugveitunni Henry Jackson Society, en hún hafð þekkst boð frá barónessu Posser, um að halda fundinn (panel discussion) í húsakynnum lávarðdeildarinnar.

Það er því að mínu mati all nokkur vegur frá því að Lilja Alfreðsdótir hafi haldið fyrirlestur í Lávarðadeild Breska þingsins.

En sjálfsagt myndi einhver flokka þetta undir vel heppnuð störf fjölmiðlafulltrúa, en persónulega myndi ég frekar flokka þetta undir mistök fjölmiðla.

Sem aftur styrkir þá skoðun mína að varhugavert sé að auka tengsl og allra síst fjárhagsleg tengsl, fjölmiðla og stjórnvalda.

 


mbl.is Lilja ræddi um jafnrétti í lávarðadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mongólar sem rokka

Ég get nú ekki talist mikill "rokkhundur"; en þó finn ég alltaf reglulega rokklög sem ég hrífst af,  jafnvel úr þungarokkinu.

Síðasta hljómsveitin sem ég hef hrifist af úr þeim geira er Mongólska hljómsveitin HU.

Nokkur lög þeirra hafa notið vinsælda víða um heim, en mesta athygli hefur líklega lagið "Yuve Yuve Yu" vakið.

Lagið er enda gott og myndbandið hreint augnakonfekt.

Eins og einhver orðaði þetta ef Ghengis Khan hefði hlustað á rokk, hefði hann hlustað á "The Hu".

 

 


Bloggfærslur 25. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband