Kommúnismi og sovíet einræði eru ekki fagnaðarefni

Lýðræðið er ekki fullkomið, en þó skársta stjórnarfarið, og í raun líklega það eina sem mannskepnan hefur fundið upp til þess að skipta um stjórnarfar án blóðsúthellinga eða mikilla vandræða.

Því er það gott að ennþá skuli vera til nóg af flokkum og einstaklingum sem bjóða fram til kosninga, þannig að heilbrigt val standi kjósendum til boða að kjósa á milli.

En ég verð að segja að ég fagna ekki væntanlegu framboði stjórnmálaflokks sem kýs að standa að baki "hátíðarfundi" til að minnast afmælis "Soviet byltingarinnar".

Þeir stjórnmálaflokkar sem kjósa að heiðra kommúnísku byltinguna og hafa hana í heiðri eru mér ekki að skapi og ég hvet alla kjósendur til að hafna þeim.

Októberbyltingin fæddi af sér einhverja þá verstu ógnarstjórn sem veröldin hefur þekkt. Ég hef í gegn um tíðina kynnst mörgum einstaklingum sem hafa lýst fyrir mér sinni persónulega reynslu í þeim efnum.

En fleiri en einn af þeim hafa einmitt sagt við mig, að þeir geti skilið hvers vegna að landar þeirra aðhylltust kommúnisma. En síðan hafa þeir bætt við:, ... en á Íslandi og hinum vestræna heimi, einstaklingar sem höfðu aðgang að frjálsum fjölmiðlum, bókum og allra handa upplýsingum, hvers vegna urðu þeir einstaklingar kommúnistar?"

Og því miður hafa ýmsir forystumenn Sósíalistaflokksins sem og aðrir Íslendingar kosið að skreyta sig með táknmyndum hins Sovíeska kommúnistaflokks.

Hvað veldur?

Löngunin eftir blóðugri byltingu? Eða er það eitthvað annað?

Ég held að það sé alltaf gott að líta til sögunnar og hafna þeim sem lofsyngja kommúnisma, jafnt sem aðrar öfgastefnur.

 


mbl.is Bera út boðskap — ekki foringjadýrkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband