Er þá bílastæðavandinn við framhalds- og háskóla Íslendinga leystur?

Það er hreint undravert að heyra um hvað ungir Íslendingar (sem og ungt fólk annars staðar um heiminn) er orðið meðvitað um "umhverfisvánna" og "hamfarahlýnun".

Og það krefst aðgerða án tafa.

Það verður að draga úr losun koltvísýrings.

Skyldi það ekki þýða að seinna í vikunni verða öll vandamál hvað varðar skort á bílastæðum úr sögunni í skólum á Íslandi?

Segir það sig eiginlega ekki sjálft?

Varla þyrpast þessi "grænu" ungmenni á einkabílnum í skólann.

Skyldi það einnig þýða að það verði engar útskriftarferðir í vor og haust?

Losunin frá fluginu er víst eitt helsta vandamálið.

Skyldi blómatími farþegaskipanna renna upp aftur?

En þau menga á meira en meðalþorp eftir því sem ég kemst næst.

Líklega eru gönguferðir með bakpoka það eina sem "blífar" fyrir útskriftarferðirnar.

En það er skratti lýjandi að bera allan vökvann.

Skyldi vera til einhver lausn á því?

 


mbl.is „Ákveðin vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband