Pólítískt skipaður, lögfræðimenntaður fyrrverandi pólítíkus sem seðlabankastjóri, er það ekki óhæfa?

Eins og gerist og gengur er sitthvað hvort að skipun Christine Lagarde, sem bankastjóra Seðlabanka Eurosvæðisins er fagnað eða bölvað.

Það er enda ekki von að allir sameinist um slíka skipan.

En það þætti líklega ekki góð "latína" á Íslandi, enda segja kunnugir mér að hún myndi ekki standast þau hæfiskilyrði sem sett eru til að gegna sambærilegu embætti á Íslandi.

Hvað þá að fyrrverandi fjármálaráðherra (Frakklands) sem hefði dóm á bakinu vegna embættisfærslu sinnar (henni var ekki gerð refsing), þætti "góður pappír" í slíkt embætti.

Nú hljóta allir Íslendingar, ekki síst Samfylkingarfólk og Vinstri græn, að fagna því að Íslendingar séu svo lánsamir að vera ekki með euroið, því að ekki væri það gott að Seðlabanki gjaldmiðilsins væri undir stjórn fyrrverandi stjórnmálamanns með lögfræðimenntun.

Og fyrst að nefnd er í sömu frétt að Ursula von der Leyen verði líklegast forseti framkvæmdstjórnar "Sambandsins", þá verðum við að vona að ástandið á "Sambandinu" verði ekki sambærilegt við ástand Þýska hersins, en þar hefur "wonder" Leyen verið æðsti yfirmaður undanfarin ca 5. ár, ef ég man rétt. Þar er ástandið nú svo að herinn hefur m.a. samskipti í gegnum venjulega farsíma, vegna þess að örugg fjarskiptatæki eru ekki til staðar.

En svo er að sjá hvort að Evrópusambandsþingið reyni að gera eitthvað til að sýna vald sitt.  Verður ekki að telja slíkt frekar ólíklegt, en þó ekki ómögulegt.

 

 

 


mbl.is Lagarde yfir Evrópska seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skepna sem veldur ævilöngu ofnæmi fyrir kjöti

Þetta hljómar eins og vísindaskáldsaga, þar sem "vegan" vísindamenn ákveða að taka til sinna ráða og kenna mannkyninu lexíu.

Þeir búa til lítið skordýr, sem bítur einstaklinga og sýgur úr þeim blóð, og veldur um leið æfilöngu ofnæmi fyrir kjöti og  mjólkurafurðum.

En skordýrið er til og er ekki "vísindaafurð", né skáldsaga.

Það hefur lengi verið þekkt í Bandaríkjunum og Mexíkó, en er nú komið til Kanada.

Það virðist þó ekki hafa neikvæð áhrif á át á fuglakjöti og fiski, þannig að snefill af matarhamingju er skilin eftir.

En ef þetta er ekki góð ástæða til þess að halda sig á "malbikinu", er hún ekki til.

 

 


Bloggfærslur 3. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband