Það er engin ástæða til að slá af kröfum vegna þess að "það er á netinu", en það er vissulega ástæða til að skoða hvort kröfurnar eru of miklar

Það er mikið rætt um "Uber" og leigubíla og hvort að of mikið sé reynt til að sporna gengn "tækninýjungum" eins og "Uber". Það mátti t.d. lesa frétt um það á Vísi í dag.

Það er full ástæða til þess að skoða hvort að kröfur til þess að mega keyra og reka leigubíl séu og miklar og strangar, en það kemur að mínu mati "Uber", eða sambærilegum þjónustum ekkert við.

Það að eitthvað "sé krúttlegt og og netinu", styðji "deilihagkerfið" eður ei, kemur málinu ekki við.

Það eiga sömu reglur að gilda fyrir alla.

Ef ekki þykir ástæða til þess að leigubílstjórar séu með meirapróf á að fella þó kröfu niður, ef ekki þykir ástæða til þess að þeir sem flytji fólk gegn gjaldi hafi meiri tryggingar en aðrir, á sú krafa ekki að vera til staðar.

Ef það er í lagi að reka þjónustu sambærilega við "Uber", á þá ekki að leyfa hverjum og einum að slengja "Taxi" segli á bílinn sinn og keyra þegar honum hentar? Það þurfi eingöngu að skrá sig hjá þar til gerðum yfirvöldum, t.d. á netinu?

Hver er munurinn?

Það er sjálfsagt að slaka á reglum, en að hlýtur eigi að síður að eiga að gilda fyrir alla.

Svo má velta fyrir sér "eignarrétti" leigubílstjóra á "kvóta".  Margir þeirra hafa keypt leyfi, útgefin af ríkinu á háu verði.

Eiga þeir rétt á skaðabótum, ef "kvótinn" er afnuminn?

Það er ekki óeðlilegt að því sé velt upp.

 


Óumflýjanleg niðurstaða

Ég held að það hafi verið augljóst og óumflýjanlegt að Boris Johnson yrði næsti leiðtogi Breska Íhaldsflokksins og þar með næsti forsætisráðherra Breta.

Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvernig honum kemur til með að ganga í embættti, en engin annar af þeim sem voru í framboði áttu (að mínu mati) möguleika á því að sameina flokksmenn að baki sér, sem og stóran hluta Breta, og svo auðvitað að standa við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Og Boris Johnson á góða möguleika á þessu öllu, en það er langt frá því gefið að honum takist það.

Það eru margir reiðubúnir til að leggja honum hjálparhönd, en ekki síður fjölmennur hópur sem óskar fás heitar en að honum mistakist og gefist upp.

Þar fer fyrir sjálft "Sambandið", mýmargir "Sambandssinnar" og svo stuðningmenn Verkamannaflokksins (þó að dágóður hluti þeirra sé fylgjandi Brexit), stuðningsmenn Skoska þjóðarflokksins og svo má lengi telja.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í Breskum stjórnmálum á næstu mánuðum.  Það er ekki ólíklegt að Johnson verði að boða til kosninga fyrr en áætlað er.

Það er áhætta, en kann að verða nauðsynlegt.

Gæti verið klókt á meðan Verkamannaflokkurinn er ennþá í lamasessi og nýr leiðtogi Frjálslyndra demókrata er enn nær algerlega óþekkt.

Það kæmi þá líka í ljós hvort að Nigel Farage og Brexit flokkurinn yrði til þess að koma Corbyn í stól forsætisráðherra, eða hvort að eitthvað samkomulag yrði gert á milli Íhalds- og Brexit flokkins, en orðrómur þess efnis hefur reglulega flogið fyrir undanfarna mánuði.

En það væri vissulega einig hættuspil fyrir Íhaldsflokkinn.

En það verður hart barist gegn Johnson, við höfum fengið forsmekkinn af því í baráttunni um leiðtogaembættið.

En það er nokkuð ljóst að það er engin lognmolla framundan.

 


mbl.is Boris Johnson næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband