Evrópusambandið í boði BMW, Microsoft og Coca Cola

Eitt af því sem Evrópusambandið gerir svo vel, eru "ferðasirkusar", mánaðarlega (í fjóra daga ef ég man rétt) þarf að flytja Evrópusambandsþingið frá Brussel til Strassborgar (milljarðarkostnaður ári), og svo flyst "forsætið" í ráðherraráðinu á milli ríkja á  á sex mánaða fresti.  Það er í sjálfu sér ágætis regla, en hvers vegna það þýðir að svo margir fundir verða að fara fram í heimalandi "forsætisins", er vissulega spurning.

En það þýðir að allir mikilvægir einstaklingar innan sambandsins þurfa að ferðast heil ósköp (sem þeim leiðist ekki, en hver skyldi kostnaðurinn, dagpeningarnir og kolefnisporið vera af því) og af því hlýst að sjálfsögðu gríðarlegur kostnaður, ekki síst fyrir það land sem hefur "forsætið" í það og það skiptið.

Slíkur kostnaður er þungur í skauti fyrir smærri og fátækari löndin innan "Sambandsins", þannig er t.d. talað um að 27.000 erlendir gestir hafi komið til Eistlands á meðan á þeirra "forsæti" stóð, en heildarkostnaður Eistlandsj t.d. við að hafa "forsætið" var líklega rétt tæpir  10. milljarðar íslenskra króna, og hafa þau því leitað til stórfyrirtækja til að létta undir.

 

Lýðræðið fer vissulega undarlega stíga á stundum innan "Sambandsins", en líklega hafa ekki margir gert sér grein fyrir því að það sé að hluta kostað af alþjóðlegum stórfyirtækum.

Líklega gilda strangari reglur um stuðning viðkomandi fyrirtækja við sjónvarpsútsendingar og íþróttaviðburði, en "lýðræðið" innan "Sambandsins".

En gæti einhver séð slíkt fyrir sér á Íslandi?  Að Alcoa "styrkti" ríkistjórnarfund á Reyðarfirði?  Samherji "kostaði" ríkisstjórnarfund á Akureyri?

Ég vona ekki.


mbl.is Forsætið styrkt af stórfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband