Hetjuleg framganga eða óþarfa brambolt?

Persónulega er ég nokkuð sáttur af framgöngu Íslendinga í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Það er alltaf þarft að vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum.

En, og það er alltaf eitthvað en, til að meta það hvort að framgangan er hetjuleg eður ei, verðum við að bíða og sjá hvort að mannréttindabaráttan haldi sínu striki og taki til allra

Það er einfallt að leggja til atlögu við "smáríki", en mannréttindabrot eru auðvitað langt í frá bundin við þau.

Á Ísland eftir að leggja til sambærilegar aðgerðir í Kína, Rússlandi, Íran, bara svo örfá dæmi séu nefnd?

Skyldi Ísland leggja til að SÞ sendi sendinefnd til Spánar (eitt af þeim ríkjum sem styður ályktunina gegn Filipseyjum) til að rannsaka meðferð þarlendra yfirvalda á þeim sem hafa barist fyrir sjálfstæði Katalóníu?

Því mannréttindabarátta á "munnlegum" vettvangi eins og Sameinuðu þjóðunum er því aðeins trúverðug að hún geri sömu kröfu til allra.

Ég sé það reyndar ekki fyrir mér að þessi niðurstaða komi til með að breyta neinu á Filipseyjum, því Sameinuðu þjóðirnar eru, rétt eins og flestar al- og fjölþjóðlegar stofnanir, "tannlaus tígur".

Enda hafa þjóðir heims áratuga reynslu af því að taka aðeins mark á því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa að segja, svona eins og hentar hverjum og einum.

Það er ekki nema að eitt eða fleiri "stórveldana" beiti sér að eitthvað gerist.

Persónulega tel ég meiri líkur á því en breytingum, að einhver "Íslenskur fíkniefnasali" verði gripinn á Filipseyjum innan skamms, því þannig er það sem svona stjórnkerfi "virka" oft á tíðum. Það væri nú ekki slæmt að halda "réttarhöld" yfir "slíkum glæpamanni".

Ég hvet því alla Íslendinga til að halda sig frá Filipseyjum.

Stundum flýgur mér í hug að utanríkisþjónusta (ekki bara Íslands) ætti að tileinka sér "alkabænina", þetta um að að gera greinarmun á því verður ekki breytt þess sem er mögulegt og að greina þar á milli.

Evrópuráðið tók þann pól í hæðina gegn Rússlandi, þar á meðal fulltrúar Íslendinga.

Misvísandi skilaboð?

En vissulega er baráttan göfug, jafnvel þegar hún er við "vindmyllur".

 


mbl.is „Við munum ekkert hvika“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband