Hvers vegna loga ekki fjölmiðlar af ótta við að "popúlískur" "öfga" vinstri flokkur komist til valda í Danmörku?

Það er útlit fyrir stjórnarskipti í Danmörku.  Í sjálfu sér ekki merkilegt, slíkt gerist reglulega í lýðræðisríkjum.

Ég get ekki sagt að ég hrífist af Dönskum jafnaðarmönnum, en það er engin nýlunda að þeir séu við völd.

En ef svo fer að jafnaðarmenn taki við völdum í Danmörku, er það að margra mati ekki síst vegna þess að þeir hafa breytt um stefnu hvað varðar innflytjendur í Danmörku.

Margir segjast varla sjá mun á stefnu þeirra og Danska þjóðarflokkins eða Svíþjóðardemókratana.

Það hefur reyndar oft verið sagt að munur á hefðbundnum "jafnaðarmannaflokkum" og svo  þeim sem oft hafa verið kallaðaðir "öfga hægriflokkar", hafi fyrst og fremst verið afstaðan til innflytjenda.

En þessi breyting á afstöðu til innflytjenda af hálfu Danskra jafnaðarmanna hefur vissulega vakið athygli.

En mun hún þýða stefnubreytingu af hálfu Íslenskra jafnaðarmanna?

Munu þeir neita fjölþjóðlegu samstarfi við Danska jafnaðarmenn?

Munu forystumenn Íslenskra jafnaðarmanna standa upp og yfirgefa fundi þar sem Danskir jafnaðarmenn tala?

Eða er allt í lagi með Danska jafnaðarmenn, vegna þess að þrátt fyrir afstöðu þeirra til innflytjenda, eru þeir auðvitað enn stuðningsmenn Evrópusambandsins.

Eru þeir þá hvorki "öfga" eða "popúlískir"?

 

 


mbl.is Vinstriflokkarnir með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband