Skringilega orðuð könnun Maskínu og utanríkisráðuneytisins - Undarleg framsetning sem ýtir undir ranga túlkun

Ég rakst á frétt á Vísi þar sem fjallað var um viðhorfskönnun sem Maskína hefur gert fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til fjöl- og alþjóðasamstarfs.

Könnun sem þessi er að mörgu leyti þörf og fróðleg, þó að aldrei eigi að taka slíkum könnunum sem heilögum sannleik, gefa þær vísbendingar sem geta nýst vel í umræðum og ákvarðanatökum.

En það er áríðandi að vel, nákvæmlega og heiðarlega sé unnið að slíkri könnun og hlutleysis sé gætt í hvívetna.

Persónulega finnst mér, alla vegna við fyrstu sýn (og jafnvel aðra) vanta þar upp á, alla vegna hvað varðar framsetningu niðurstaðna.

Látum vera hvernig fyrirsögn Vísis er, "Íslendingar eru almennt jákvæðir í garð Evrópusambandsins", þó að þeir séu ekki jákvæðir í garð aðildar að því, alla vegna ekki ef tekið mark er á skoðanakönnunum þar að lútandi.

En svo segir í fréttinni:  "Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg."

Þetta þótti mér nokkur tíðindi.

Þarna er í fyrsta sinn í langan tíma komið svo að ef trúa á niðurstöðunni, er meirihluti Íslendinga hlynntur inngöngu í "Sambandið".

Þannig að ég fann könnunina og þar á síðu 115 er fjallað um afstöðu Íslendinga til inngöngu í "Sambandið".Sambandið Maskína

Þarna eru semsagt flokkað í 5 möguleika. Tveir af þeim eru orðaðir svo að svarandi sé fylgjandi inngöngu Íslands í "Sambandið".  Tveir flokkar á móti, og svo þessi skringilegi "Í meðallagi".

Mjög hlynntur

Fremur hlynntur

Í meðallagi

Fremur andvígur

Mjög andvígur

Hvað varð um orðalag svo sem "hlutlaus", eða tek ekki afstöðu. Hvað þýðir að vera "Í meðallagi andvígur eða fylgjandi umsókn?

Ef ég met vilja minn til þess að Ísland sæki um aðild að "Sambandinu" sem 3 af 5, slík afstaða getur verið frá 40 til 60% vilji, er ég að segja að ég vilji að sótt sé um aðild?

Væri t.d. það að vera 40% samþykkur því að sótt sé um aðild að "Sambandinu" ígildi þess að vilja að sótt sé um aðild?

Persónulega myndi ég segja nei við slíkri spurningu, það ætti að teljast sem andstæðingur umsóknar.

En eins og fram kemur hér að ofan er Vísir ekki í neinum vafa um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar, að sálfsögðu "Sambandsaðild" í vil, eins og tíðkast í þeim miðli.

En svona framsetning er í besta falli villandi, vonandi ekki vísvitandi og að mínu mati ekki sæmandi könnunarfyrirtæki með sjálfsvirðingu, hvað þá utanríkisráðuneytinu.

En hér verður hver að dæma fyrir sig, en ég hvet alla til að kynna sér könnunina, en því miður er þessi mjög svo umdeilanlega framsetning gegnumgangandi í henni.

Því slík framsetning ýtir undir villandi túlkun eins gerist t.d. í frétt Vísis.

 


Bloggfærslur 22. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband