Hver er skandallinn?

Persónulega finnst mér þetta dæmi um hvernig reynt er að koma höggi á einstaklinga, frambjóðendur og fyrirtæki, án verulegrar ástæðu.

Er ámælisvert að skaffa föngum atvinnu?

Borgaði framboð Bloomberg óeðlilega lágt verð fyrir þjónustu fanganna?  Nei.

Það má vissulega deila um hvort óeðlilegt sé að fangarnir beri svo lítið úr býtum, en þar er ekki við framboðið að sakast, heldur hvernig reglurnar eru um vinnu fanga og laun þeirra.

Það er sjálfsagt að berjast fyrir breytingu á þeim reglum.

En það er gott fyrir fanga að fá vinnu, og æskilegt að hún sé að einso lík vinnu utan múranna og kostur er.

Skyldi fjölmiðilinn sem "svipti hulunni" af þessu vera stoltur af því að fangarnir hafa ekki lengur þessa vinnu?

Hver er skandallinn?

 

 


mbl.is Fangar hringdu fyrir Michael Bloomberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband