Óæskilegir erindrekar?

Mér þykir býsna merkilegt að lesa þessa frétt, ekki síst ef hún er sett í samhengi við fréttir af hótunum Kínverskra erindreka gagnvart Færeyingum, áhyggjum Ástrala, og sívaxandi áhyggjur margra vestrænna þjóða varðandi uppsetningu nýrrar kynslóðar fjarskiptakerfa.

Tækniþjófnaður Kínverskra starfsmanna sem hafa verið gripnir glóðvolgir er svo annar handleggur, en ekki ótengdur.

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér á hvaða vegferð Kínversk yfirvöld eru (því ólíklegt er að frumkvæðið sé sendiherrana).

Hótanir, njósnir og hugverkaþjófnaður er ekki líkleg blanda til vinsælda og þess má sjá merki í nýlegri skoðanakönnun sem var gerð í Kanada.  Þar eru um 70% andsnúinn því að Huawei verði leyft að taka þátt í uppbyggingu fjarskiptakerfa, sama prósenta er þeirrar skoðunar að mannréttindi eigi að vega meira en viðskiptahagsmunir í samskiptum við Kína. 

90% er svo þeirra skoðunar að ekki sé hægt að treysta Kína sem réttarríki og hvað varðar mannréttindi.

Það er ef til vill ekki síst vegna þeirra tveggja Kanadísku ríkisborgara sem voru handteknir, sakaðir um njósnir og stuld á ríkisleyndarmálum,  skömmu eftir að Meng Wanzhou, var handtekin í Kanada.  Þær gerast ekki öllu skringilegri tilviljanirnar.

En flest vestræn ríki hafa á undanförnum árum verið afar varkár í samskiptum sínum við Kína, á tíðum skammarlega varkár.


mbl.is Vilja vísa sendiherra Kína úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband