Stytting vinnuvikunnar - 33% aukinn launakostnaður fyrir mörg fyrirtæki?

Það hefur mikið verið rætt um styttingu vinnuvikunnar á Íslandi upp á síðkastið og ég sá á vef RUV að verið er að ræða um slíka styttingu í tengslum við kjarasamninga.

 

Ég hef líka séð marga tala á þeim nótum að kostnaður vinnuveitenda vegna slíks yrði lítill, enda myndi frameleiðni aukast og margir geti afkastað svo gott sem því sama á 6 tímum og 8.

Ég ætla ekki að efast um að slíkt sé rétt - í undantekningartilfellum, en ég held að það þurfi að líta á heidlarmyndina.

Að sjálfsögðu er öllum atvinnurekendum frjálst að minnka" viðveruskyldu" starfsmanna sinna og ég myndi reikna með því að margir myndu taka þann kost ef þeir sjái fram á að framleiðni standi í stað og starfsfólkið sé hamingjusamara.

En "viðvera" getur líka skipt miklu máli, jafnvel þó að ekki sé "brjálað að gera".

Það blasir við að hjá mörgum fyrirtækjum ykist launakostnaður um ca 33%.

Þau fyrirtæki sem eru opin allan sólarhringinn, yrðu að reka sig á 4. 6. tímavöktum í stað 3ja 8 tíma vakta áður.

Hefur einhver reiknað út hver áhrif þess yrðu til dæmis á heilbrigðiskerfið?  Á öldrunarþjónustu?

Hvað skyldi launakostnaður hótela aukast við slíka breytingu, hvaða áhrif hefði hún á matsölustaði?  Hvernig yrðu heildaráhrifin á hina sívaxandi ferðaþjónustu?

Hver yrðu áhrifin á löggæslu, slökkvilið?

Hvernig ætti að reka slík fyrirtæki án þess að launakostnaður þeirra ryki upp?

 

 

 


Bloggfærslur 12. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband