Sjálfvirkni eykst á flestum sviðum

Það hefur lengi tíðkast að tækninýjungar leysa vinnuafl af hólmi. Stórar breytingar eins og vatns- og vindmyllur, gufuvélar og svo síðast ekki síst tölvur og "róbótar" (hér vantar mér gott Íslenskt orð, því mér finnst "vélmenni" ekki duga til).

Þannig hefur fjöldinn allur af "ómissandi" störfum horfið. Í flestum tilfellum hafa einstaklingar einfaldlega aðlagað sig þróuninni og skipt up störf.

Stundum hafa þó orðið tímbundnir erfiðleikar og þekkt er einnig að einstaklingar hafa reynt að halda aftur af þróuninni og hafa ráðist gegn tækninýjungum.

En til lengri tíma litið hafa frjáls samfélög aðlagast breytingum og störfum hefur fjölgað jafnframt því að þau hafa flust til.

Það þarf ekki að horfa lengi í kringum sig til að sjá fjöldan allan af störfum sem urðu ekki til fyrr fyrir til þess að gera fáum árum.

Að stórum hluta er sjálfvirknin að taka yfir einföld og einhæf störf, og er síst ástæða til þess að gráta þó að þó hverfi.

Sjálfur nota ég stundum t.d. sjálfvirka afgreiðslukassa eins og minnst er á í fréttinni, en síst ef ég er að kaupa mikið af grænmeti (eða lausum vörum), það er svo skratti þreytandi að "leita" að viðkomandi vöru.

Einnig er eingöngu ein verslun sem ég fer í reglulega sem býður upp á sjálfsafgreiðslukassa þar sem hægt er að greiða með reiðufé.

Það finnst mér fyrirtaks þjónusta, og kýs oft þann kost ef ég er að kaupa til þess að gera fáa hluti (og ódýra), þá sparast gjarna mikill tími í bið.

En það má líka velta því fyrir sér að um leið og margir hafa miklar áhyggjur af fækkun starfa, þá eru aðrir sem hafa miklar áhyggjur af fólksfækkun á Vesturlöndum.

Hversu líklegt getur það verið að bæði vandamálin verði til staðar?  Hvort vandamálið er líklegt að verði til staðar?

Eða hvorugt?

 

 

 

 

 


mbl.is Sjálfsafgreiðslukössum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband