Katrínu lyft á stallinn

Ég held að það sé enginn vafi á því að Katrín Jakobsdóttir er með vinsælustu stjórnmálamönnum á Ísland undanfarin ár, ef ekki sá allra vinsælasti.  En mér þykir henni þó gert full auðvelt fyrir í þeirri könnun sem vitnað er til hér.

Hvort að þeir þrír valkostir sem boðið er upp á eiga að endurspegla vinstri, hægri og miðju Íslenskra stjórnmála veit ég ekki, en það þarf ekki að koma neinum á óvart að Katrín njóti stuðnings fylgismanna annara vinstriflokka.

Hefðu aðrir foringjar stjórnmálaflokka verið með í könnuninni, þykir mér næsta víst að útkoman hefði verið önnur, enda þykir flestum "sinn fugl fagur" í stjórnmálum sem annars staðar.

Það má enda segja að Bjarni og Sigurður séu með áþekkan í stuðning í könnuninni og flokkar þeirra njóti.

Þykir mér því líklegt að hið sama myndi gilda um aðra stjórnmálaforingja.

Það breytir því ekki að ef úrslit komandi kosninga verða í svipuðum stíl og skoðanakannanir eru nú, getur fátt komið í veg fyrir að Vinstristjórn verði mynduð og þá næsta víst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.

Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að Sjálfstæðisflokkurinn styrki stöðu sína og það verulega.

 

 


mbl.is Katrín nýtur stuðnings flestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband