Færsluflokkur: Saga

"Ný Bítlaplata" eftir 25 ára hlé

Bítlarnir voru "sándtrakkið" fyrir mörg fyrstu ár ævi minnar.  Ekki það að ég hefði mikið vit á tónlist, eða væri treyst fyrir því að stjórna plötuspilara.  En elsta systir mín var á "réttum aldri" og Bítlarnir voru spilaðir lon og don ásamt íslenskum "stórstjörnum".

En nú er sagt að von sé á nýrri Bítlplötu, eftirlifandi Bítlar ásamt ekkjum þeira Lennons og Harrisons eru að vinna í því.

"Sir Paul McCartney and Ringo Starr, with Yoko Ono and Olivia Harrison representing John Lennon and George Harrison, agreed to the release on EMI under the Beatles banner. Sir George Martin, the octogenarian producer, used original master tapes to create a new musical suite with the opening chord of A Hard Day’s Night merging into Get Back, the Eastern drone of Within You, Without You accompanied by the drums from Tomorrow Never Knows and phrases from Penny Lane weaving in and out of Strawberry Fields Forever.

The soundtrack accompanied spectacular aerial acrobatics by Cirque du Soleil in the stage show at the Mirage Hotel in Las Vegas."

Sjá frétt The Times.

Það má telja fullvíst að það verða skiptar skoðanir um þetta, en ég hlakka samt til að heyra þetta.


Sameinuðu þjóðirnar - viljum við annan Kofi?

Ég hef áður minnst á það í bloggum hér að mér finnist Sameinuðu Þjóðirnir frekar vanmáttug samtök, samtök sem eiga erfitt með að taka afstöðu og virðast gjarna horfa vanmáttug og aðgerðarlaus á.  Nýjasta dæmið um er Darfur.

En nú nýverið birtist grein á vef The Times, þar sem fjallað er um Sameinuðu Þjóðirnar og feril aðalritara þeirra, Kofi Annan, en hann er nú hillir undir að hann stígi niður og annar taki að sér leiðtogahlutverkið. 

Þessi grein fer nokkuð hörðum orðum um Annan og Sameinuðu Þjóðirnar og lýsir því vel hvað aðgerðarleysið getur þýtt, fyrir þá sem setja gjarna traust sitt á samtökin.

Þetta er ekki fögur lesning, en fróðleg.  Aftast í greininni er svo stuttur fróðleikur um uppbyggingu SÞ, laun starfsmanna og farið stuttlega yfir hugsanlega eftirmenn Kofi Annan.

En í greininni má lesa til dæmis þetta:

"Srebrenica is rarely mentioned nowadays in Annan’s offices on the 38th floor of the UN secretariat building in New York. He steps down in December after a decade as secretary-general. His retirement will be marked by plaudits. But behind the honorifics and the accolades lies a darker story: of incompetence, mismanagement and worse. Annan was the head of the Department of Peacekeeping Operations (DPKO) between March 1993 and December 1996. The Srebrenica massacre of up to 8,000 men and boys and the slaughter of 800,000 people in Rwanda happened on his watch. In Bosnia and Rwanda, UN officials directed peacekeepers to stand back from the killing, their concern apparently to guard the UN’s status as a neutral observer. This was a shock to those who believed the UN was there to help them.

Annan’s term has also been marked by scandal: from the sexual abuse of women and children in the Congo by UN peacekeepers to the greatest financial scam in history, the UN-administered oil-for-food programme. Arguably, a trial of the UN would be more apt than a leaving party.

The charge sheet would include guarding its own interests over those it supposedly protects; endemic opacity and lack of accountability; obstructing investigations, promoting the inept and marginalising the dedicated. Such accusations can be made against many organisations. But the UN is different. It has a moral mission.

It was founded by the allies in 1945 to “save succeeding generations from the scourge of war” and “reaffirm faith in fundamental human rights”. Its key documents – the Charter, the Universal Declaration of Human Rights and the genocide convention – are the most advanced formulation of human rights in history. And they have been flouted by UN member states for decades.

A more specific charge would be that, under the doctrine of command responsibility, the UN is guilty of war crimes. Broadly speaking, it has three principles: that a commander ordered atrocities to be carried out, that he failed to stop them, despite being able to, or failed to punish those responsible. The case rests on the second, that in Rwanda in 1994, in Srebrenica in 1995 and in Darfur since 2003, the UN knew war crimes were occurring or about to occur, but failed to stop them, despite having the means to do so."

"That in 1994, Annan and the DPKO refused the UN commander General Romeo Dallaire (below) permission to raid Hutu arms caches, despite his warning mass slaughter was planned, that they failed to inform the security council, and failed to clarify the extent of the genocide

Unamir, the UN mission to Rwanda, was deployed in October 1993 to implement the Arusha peace accords, with the aim of ending the civil war between the Hutus and Tutsis. The Hutu government continued to plan a mass slaughter of Tutsis. By January 1994, ethnic tension was at boiling point. The 2,500 Unamir troops were under-equipped. Dallaire lacked everything from intelligence-gathering capability to batteries for troops’ torches.

By January 1994, Dallaire had received detailed information about the planned mass murder from a source inside the Hutu militia known as “Jean-Pierre”. The general asked the DPKO for authorisation to raid the arms caches and offer sanctuary to Jean-Pierre and his family. On January 11, 1994, he cabled New York: “Since Unamir mandate, he [Jean-Pierre] has been ordered to register all Tutsis in Kigali. He suspects it is for their extermination. Example he gave was that in 20 minutes his personnel could kill up to 1,000 Tutsis.” He said he planned to raid the arms caches within the next 36 hours. He concluded: “Peux ce-que veux. Allons-y” – “Where there’s a will, there’s a way. Let’s go.”

There was no will and no way. Annan’s office replied, in a cable signed by his deputy, Iqbal Riza: “We must handle this information with caution.” Dallaire warned of mass slaughter, but Annan counselled prudence. “No reconnaissance or other action, including response to request for protection, should be taken by Unamir until clear guidance is received from headquarters.” Dallaire was furious."

"Had Annan permitted Dallaire to carry out his raids, the genocide might never have taken place. Not only did Annan and Riza twice refuse this, they then sat on his fax. They neither alerted other UN departments nor brought Dallaire’s warnings to the attention of the security council. The council then downsized Unamir from 2,500 troops to around 250. Dallaire stayed on. He helped save thousands of lives but, tormented by memories of those who died, he later became depressed and attempted suicide. He retired in 2000 and is now a senator in the Canadian parliament, active on human-rights issues."

"That from July 6 to July 11, 1995, Unprofor, the UN mission in Bosnia, repeatedly failed to authorise air strikes to save the town, despite having the means to do so, and  was in grievous breach of its obligations to protect civilians

Srebrenica was one of six “safe areas” under security-council resolutions 819, 824 and 836, passed in 1993. UN commanders could call for Nato air strikes but only to defend themselves. UN officials were obsessed with preserving the UN’s neutrality, over and above its humanitarian obligations. Probably none more so than a Japanese diplomat called Yasushi Akashi.

Akashi was the political chief of Unprofor. On May 7, 1995, the Bosnian Serbs shelled Sarajevo, killing and injuring several people. General Sir Rupert Smith, the British commander of Unprofor in Bosnia, recommended Nato launch an air strike. Akashi withheld permission. He sent a cable to Annan arguing that air strikes might “weaken Milosevic [the Serbian president]”, who he believed was needed to help negotiate a peace settlement. By refusing to make a distinction between aggressor and victim, and by treating both as equal partners, the UN became a de facto ally of those carrying out the atrocities.

Conditions inside Srebrenica were appalling. More than 20,000 people, half-starved and diseased, were jammed into the town. Fleas, cockroaches and vermin flourished. The Bosnian Serbs refused soap and disinfectant for the inhabitants, and fuel and ammunition for UN peacekeepers. “There was no support from Unprofor headquarters in Sarajevo,” recalls Ron Rutten. “They did not care what was going on. From the moment we got there, in January 1995, we were sitting in a mess, surrounded by the Bosnian Serbs. All the major troop-contributing countries to Unprofor knew what was happening. There were SAS guys who were sending messages to General Smith in Sarajevo. I listened to their messages; they were reporting about everything.” But none of the information had any effect."

"Initially, the attack caused few ripples at the DPKO. Annan was away. The secretary-general, Boutros Boutros-Ghali, was travelling. Shashi Tharoor, the DPKO team leader on Yugoslavia, was on leave. So was General Sir Rupert Smith. On Saturday, July 8, Boutros-Ghali, Annan, Smith, and other senior UN officials met in Geneva. They barely discussed Srebrenica. Incredibly, they sent Smith back on leave. By the time Tharoor finally returned to his desk, Srebrenica had virtually fallen. It was left to Peter Galbraith, the then US ambassador to Croatia, to alert Washington. “In Akashi’s world, the reaction to something like this was that the UN had to be careful because it was dangerous and could lead to military action. The UN always needed proof and they had strategies to ensure there was no proof. They would sit on reports or ensure the information was not highlighted, and when it was reported to the press it just became more of the same from Bosnia.”

Once out of Serb-controlled territory, Dutchbat got roaring drunk and danced in a line. The men and boys of Srebrenica were also being lined up, but not to dance."

"That the UN, in particular the Department of Political Affairs (DPA), repeatedly ignored reports from humanitarian officials of atrocities because they were politically inconvenient, and that the UN still refuses to take action to stop the slaughter

The crisis in Darfur erupted in 2003 after rebels rose up to demand a greater share of resources. Khartoum’s response was ferocious, launching a systematic “scorched earth” campaign. Hundreds of villages have been burnt down, over 2m people displaced, and over 400,000 have been killed or died of disease or malnutrition. Rape is used as a weapon of war. The perpetrators are members of a militia named the Janjaweed: trained, armed and funded by the Sudanese government.

The UN has launched a large-scale humanitarian operation that has saved hundreds of thousands of lives. But the powerful DPA helped ensure little pressure was exerted on Sudan over Darfur, for fear of jeopardising an accord that ended a separate, decades-old conflict between the government and rebels in the south. Over 10,000 peacekeepers have been deployed in Unmis, the UN mission to southern Sudan, to implement the accord, but there are still none in Darfur. “There was a fundamental feeling among very senior people that Darfur was a very inconvenient development and they would rather not know about it,” says Dr Mukesh Kapila, the former UN humanitarian chief in Sudan, seconded by the British government in March 2003."

"Despite Kapila’s warnings, Annan did not speak publicly about Darfur until December 2003, almost a year into the crisis. It was only after Kapila gave an interview to Radio 4’s Today programme in March 2004, describing the carnage, that his boss, the UN humanitarian chief, Jan Egeland, briefed the security council. Before he left Sudan in April 2004, Kapila sent a lengthy memo to the DPA leadership, other senior UN officials and Annan’s chief of staff, Iqbal Riza. It detailed a “scorched-earth policy” of “organised pogroms” of “extreme violence”. He asked Riza to pass a copy to Annan. “Nobody could say I had not followed the proper track.

I had made repeated representations within the secretariat and to important countries on the security council. I had documented the human-rights violations and every time there was an incident I wrote to the Sudanese government.” Like Dallaire and Lt Rutten, Dr Kapila stood up for what he knew was right. “Because of my experience in Srebrenica and Rwanda, and because people in authority have a personal responsibility for taking action when dealing with extraordinary crimes against humanity, I had a duty to speak out.” He didn’t receive a reply."

"UN officials argue that the organisation is merely the sum of its member states and the secretariat are impartial civil servants waiting for instructions from the security council. If member states lack the political will or means to stop a conflict, there is nothing the UN can do. This argument has undoubted appeal, not least to the consciences of those responsible for the UN’s failures. If everyone is guilty then nobody is guilty. If everyone is responsible then nobody is responsible. But it is not adequate. However responsibility is divided between the secretariat, the security council and the general assembly, the UN functions as an institution itself. It has decades’ worth of experience of conflict zones, a powerful institutional memory, considerable moral authority – however battered by recent scandals – and, for many, symbolises the hope for a better world.

Most discussion about UN reform focuses on arcane theoretical questions. A concrete start would be to make the secretariat accountable. Annan has expressed regret over Rwanda. “I believed at that time I was doing my best. But I realised after the genocide there was more I could have and should have done to sound the alarm and rally support,” he said in 2004. But many questions about his term as DPKO chief remain unanswered. Why did he refuse General Dallaire permission to raid the Hutu arms caches? With whom did he discuss this decision? Why did he not pass Dallaire’s faxes warning of massacres to the security council? When did he first hear that the Serbs were massacring the men and boys of Srebrenica? And where was he when the Serb attack began in early July? Stephane Dujarric, Annan’s spokesman, referred all these inquiries to the UN’s reports on Rwanda and Srebrenica, which do not provide answers.

If there is any sense of shame about the UN’s failures, it is no hindrance to promotion. Annan brought several of his protégés with him to the 38th floor. Shashi Tharoor was made his director of communications and special projects. In 2001, Tharoor was promoted to run the UN’s communications department. India has nominated him for secretary-general and he has been lobbying hard for the top job, with Annan’s tacit support, according to the UN insiders’ website unforum.com. Iqbal Riza, Annan’s deputy in the DPKO, was promoted to Annan’s chief of cabinet, one of the most influential behind-the-scenes positions. Riza resigned in December 2004 in the wake of the oil-for-food scandal. He is now Annan’s special adviser on the Alliance of Civilizations."

"There are some signs of change. A UN report on peacekeeping, published in 2000, criticised the emphasis on impartiality. It noted that when one party to a UN operation repeatedly violated its terms, “continued equal treatment” of both sides “can in the best case result in ineffectiveness and in the worst may amount to complicity with evil”. In September 2005 the UN adopted a new principle, the “responsibility to protect”, as a basis for collective action against war crimes and genocide, possibly including military action. Accepting the principle was one thing, implementing it another."

"What can change after Annan? In recent months, Annan has strongly condemned both the continuing violence in Darfur and the UN’s inaction. The conundrum is that a new secretary-general could help reinforce the reputation of the organisation as a force for good, and return it to its humanitarian ideals.

But a secretary-general who took resolute moral stands on humanitarian issues would doubtless threaten the security council’s power brokers, and so is unlikely to be appointed. The council will continue to prefer an emollient, helpful secretariat over a confrontational one."

Greinina í heild má finna hér.


Tímamót og tækifæri

Það markar óneitanlega tímamót þegar síðasti bandaríski hermaðurinn yfirgefur Ísland.

Sú saga sem hófst með landtöku breska hersins í maí 1940, þegar þeir hernumu Ísland, er nú lokið, alla vegna í bili, ekki er hægt að útiloka að hermenn snúi til landsins á ný til langdvalar.

Eftir því sem ég kemst næst hafa bandarískir, breskir, kanadískir og norskir hermenn verið á Íslandi.  Þeir bresku, norsku og kanadísku voru partur af hernáminu, en þeir bandarísku komu eftir að samningur var gerður um að þeir tækju yfir varnir landsins.

Allan þann tíma sem varnarliðið hefur verið á Íslandi hefur dvöl þess verið umdeild, en þó hygg ég að meirihluti þjóðarinnar hafi að öllu jöfnu verið fylgjandi veru þess, en fylgið hefur þó líklega sveiflast upp og niður.  Æ fleiri hafa svo verið þeirrar skoðunar að varnarliðið sé óþarft, nú þegar kalda stríðinu er lokið.

En vissulega hefur umræðan um varnarmál verið nokkuð mikil upp á síðkastið.  Hafa margir haft orð á því að á Ísland vanti sýnilegar varnir.  Auðvitað væri að mörgu leyti æskilegt að hafa sýnilegar varnir, fælingarmáttur þeirra er ótvíræður.  Það má hins vegar ekki rugla því saman að hafa sýnilegar varnir og að hafa sýnilegar varnaráætlanir.  Ekki þekki ég til nokkurs lands þar sem varnaráætlanir eru opinberar, enda væri þá mun auðveldara að finna mótleiki gegn þeim.

En nú er svo komið að íslenska Landhelgisgæslan, lögregla og víkingasveit eru framlína íslenskra varna.  Hvort að það er nóg á vissulega eftir að koma í ljós, en ógnirnar eru ekki margar, ekki eins og staðan er í dag.

En við þessi tímamót, þegar varnarliðið fer, opnast mýmörg tækifæri, nú er að finna góða og hentuga nýtingu fyrir svæðið.

Eitt af því sem oft hefur verið minnst á að færa til Suðurnesja er Landhelgisgæslan og get ég ekki betur séð en að það hljóti að koma sterklega til greina nú, flugvél og þyrlur upp við völl og skipin gerð út frá Keflavík.

Frísvæði hlýtur líka að koma til greina og eflaust væri hægt að búa til fyrirmyndar kvikmyndaver úr hluta af þeim mannvirkjum sem þarna eru (ég held að það sé betri hugmynd en að byggja það í Reykjavík eins og menn voru að ræða í dag). Hægt væri að útbúa æfingasvæði fyrir ökunemendur af Suðvesturhorninu og svona mætti lengi halda áfram.

Eflaust eiga mýmargar hugmyndir eftir að koma fram enda eru möguleikar á nýtingu svæðisins endalausir.

Það er áríðandi að þetta takist vel og verði lyftistöng fyrir Suðurnesin og landið allt.


mbl.is Íslenski fáninn blaktir einn á varnarstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin sagnfræði, eða er eitthvað annað haft að leiðarljósi?

Ég er ekki áskrfandi að tímaritinu Þjóðmálum (hvað skyldi það nú annars kosta hingað til Kanada) og hef ekki tök á því að kaupa það í verslunum.  Ég hef því fylgst með þeirri umræðu sem grein Þórs Whitehead hefur ollið úr fjarlægð.

Fljótlega varð það áberandi í umræðunni að þetta hlyti að hafa verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins eingöngu.  Menn sögðu að þessi eða hinn hefði ábyggilega ekki vitað af starfseminni, þar voru nefndi menn eins og Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og hugsanlega einhverjir fleiri.

Því langar mig til að benda þeim sem áhuga hafa á þessum umræðum á nýjasta pistilinn á www.andriki.is.  Þar segir m.a.:

"Já hvað vissu þessir menn? Eina vísbendingu fá finna í grein eftir Þór Whitehead prófessor sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála og var raunar tilefni fréttarinnar og viðtalsins. Á fyrstu síðu greinarinnar segir Þór meðal annars:

Sannast sagna eru nú liðin tæp sjötíu ár frá því að Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól lögreglustjóranum í Reykjavík að koma upp „eftirgrennslanakerfi“ í Reykjavík í aðdraganda styrjaldar í 1939. Þetta var einn liður í áætlun Hermanns um að efla lögregluna til mótvægis gegn kommúnistum og nasistum, sem hér gengju erinda flokksríkjanna þýsku og sovésku og ógnuðu innra öryggi landsins.

Hermann Jónasson var auðvitað sakaður um eitt og annað á sínum ferli. En að hann hafi stofnað leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins, það er alveg nýtt."

Pistilinn í heild má finna hér.

Nú hef ég eins og áður sagði ekki Þjóðmál undir höndum (líklega verð ég að gera eitthvað í því), en ég treysti því fullkomlega að rétt sé farið með textann á síðu Andrikis.

Því hlýtur að vakna spurningin:  Hvernig stendur á því að sagnfræðingur kemur í fjölmiðla og heldur því fram að um sé að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins?  Það þykir mér alla vegna skrýtin sagnfræði.  Eða varð sagnfræðin að víkja að þessu sinni fyrir öðrum markmiðum?


mbl.is Vísir að leyniþjónustu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I regni del re a Monza - La conclusione di un'era

Monzakappaksturinn var ágætlega líflegur, en verður þó líklega ekki minnst fyrir aksturinn í framtíðinni.  Yfirlýsing Schumacher um að hann dragi sig í hlé að tímabilinu loknu mun yfirskyggja allt annað. 

Það er auðvitað aldrei svo að keppnisgreinar standi og falli með einum einstakling, en í langan tíma hefur Schumacher verið "viðmiðið", maðurinn sem menn keppa til að sigra.  Það verður því vissulega nokkuð skarð fyrir skildi þegar hann hættir, en ég er þess fullviss að þar verða menn til að "hlaupa í skarðið".

Raikkonen tekur við hjá Ferrari, og verður það vonandi "breikið" sem hann þarfnast, hann er góður ökumaður, en hefur verið með eindæmum seinheppinn, eins og ég hef áður skrifað vonast ég til að hann skilji þá seinheppni eftir í bílskúrnum hjá McLaren og sýni virkilega hvað í honum býr.

Nú eru stigakeppnirnar opnar upp á gátt, Ferrari hefur tekið forystuna í keppni bílsmiða og "Skósmiðurinn" er aðeins tveimur stigum á eftir "Tígulgosanum" í keppni ökumanna.  Það er því ljóst að keppnirnar þrjár sem eftir eru verða spennandi.  Alonso átti reyndar góðan dag, framan af í dag, en endaði svo með sprungna vél og engin stig.  Það er erfitt að tjá sig um þá refsingu sem hann hlaut, þegar hann var færður aftur um 5 stöður á ráslínu, persónulega gat ég ekki séð að hann hafi átt það skilið, en vissulega hafa dómarnir aðgang að viðameiri gögnum heldur en ég.  Hins vegar finnst mér svo ökumenn fá að "skauta" nokkuð frjálsleg í gegnum sumar beygjurnar t.d. Alonso í dag, og því sýna dómarnir nokkuð mísvísandi hörku í mismunandi tilvikum.

Það er ekki hægt annað en að minnast á frábæra frammistöðu Kubica i dag, að enda á palli í sínum 3ja kappakstri er ekkert minna en stórkostlegur árangur, og var ekki neinu öðru að þakka en stórgóðum akstri.  Það er ljóst að þar er framtíðar ökumaður á fullri ferð.

Þá er það bara Kína, Japan og Brasilía, og vonandi sjáum við "Skósmiðinn" hampa titlinum í vertíðarlok, það er viðeigandi endir á glæsilegum ferli hans.

P.S. Bæti því við hér að ég var að hlusta á stutt viðtal við Alonso, hann virtist vera dálítið úr jafnvægi, þó að hann reyndi að bera sig vel.  Það er því spurning hvernig sálfræðistríðið verður.  Hann taldi Renault standa betur að vígi fyrir Kína og Japan, en Ferrari hefði forskot í Brasilíu, við fylgjumst með hvað gerist.


mbl.is Schumacher vinnur í Monza og styrkir stöðu sína vegna brottfalls Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæglætislifnaður að Bjórá - Jóhanna Sigrún - Vín og ávextir - Virkið hans George´s

Það er hæglætislífnaður að Bjórá þessa dagana.  Allt tifar sinn vanabundna gang, dóttir okkar sem er 3ja vikna í dag er einnig að falla í viðjar vanans, gerir æ minna uppistand, sefur meira og meira á nóttunni og er í alla staði ánægjuauki.  Það er vert að geta þess að henni hefur verið gefin nöfn, og hlýðir vonandi í framtíðinni þegar þau verða kölluð all hátt.

En heimasætan að Bjórá heitir Jóhanna Sigrún Pere  og er Tómasdóttir.

Foringinn er einnig fyllilega búinn að sætta sig við þessa viðbót í fjölskylduna, er ánægður með að vera stóri bróðir og finnst litla systir falleg, þó að hún sé ekki til mikils gagns, eða nothæf til leikja.

Ég hef nú lokið að mestu öryggisátaki því sem staðið hefur yfir að Bjórá nú um nokkurn tíma, búinn að setja upp tvo reykskynjara, tvö slökkvitæki, keypti "skjólborð" á eldavélina og er búinn að festa allar hillur við vegg.  Ennfremur er frystirinn læstur, kyndiklefinn hefur verið gerður öruggur og enginn nema fullorðinn kemst inn í þvottahúsið.  Enn er þó eftir að ganga frá nokkrum skúffum þannig að hættan á meiðslum minnki.

Ég átti smá erindi í gær til St. Catharines og notaði tækifærið og bauð tengdamömmu og foringjanum í smá bíltúr.  Þegar erindinu var lokið keyrðum við um nágrennið, heimsóttum nokkra vínbændur og keyptum af þeim afurðir, einnig var litið við á markaði og keypt örlítið af grænmeti og ávöxtum.

Við heimsóttum einnig virkið, Fort George og fræddumst örlítið um stríðið á milli Bandaríkjanna og Bretlands/Kanada árið 1812.  Einhvern veginn fellur þetta stríð alltaf af í skuggann af öðrum stríðum, enda Napóleon upp á sitt besta og var staddur nálægt og í Moskvu þetta ár, en fyrir þá sem bjuggu hér í Norður Ameríku, var þetta auðvitað mál málanna og það sem mestu máli skipti.

Mér finnst alltaf jafn gaman að heimsækja vínbúgarðana, dreypa örlítið á og kaupa inn.  Kaupin voru þó heldur minni en oft áður, enda breyttust fjárráðin örlítið þegar húsið var keypt, en samt sem áður er það skemmtileg stemning að versla beint við bændur, þó að verðið sé það sama, enda er vínsala háð yfirgripsmiklum reglum og skattlagningu hér eins og víðar.  Einstaka sinnum má þó gera verulega góð kaup hjá bændum, stundum þurfa þeir að rýma til fyrir nýrri árgöngum og bjóða góð verð. 

 


Gott mál og vekur gleði á heimilinu

Geir á Íslandstorgi

Þessi frétt vekur gleði á margan máta.  Ekki einungis að eistlendingar heiðri íslendinga með þessum hætti, heldur einnig að íslendingar skuli hafa stigið þetta hugrakka og mikilvæga skref á sínum tíma. 

Þessi "seinni" sjálfstæðisbarátta eistlendinga, þegar þeir losnuðu undan oki Sovétríkjanna og kommúnismans var hörð, en þó án mikilla átaka.  En íslendingar stóðu með baltnesku þjóðunum þegar mest á reið og verður þess minnst þar til eilífðar.

Hér á þessu íslensk/eistneska heimili í Toronto eru allir glaðir og ánægðir með þennan þakkarvott eistnesku þjóðarinnar til þeirrar íslensku, ekki síst þeir sem muna eftir styttunni af Lenín sem þarna stóð áður.

Birti hér með mynd (tekin af Terje Lepp) af Geir H. Haarde og minnismerkinu sem ég fékk "lánaða" af vef Eesti Paevaleht.   Sé tengingunni fylgt, má lesa þar frétt á eistnesku sem ef til vill kætir fáa, en þar má einnig sjá fleiri myndir frá athöfninni.


mbl.is Afhjúpaði minningarskjöld á Íslandstorginu í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á frekari þíðu

Það væri óskandi að um frekari þíðu yrði að ræða á milli Kóreuríkjanna.  Það veit þó líklega á gott að N-Kórea skuli hafa leitað eftir aðstoð suður yfir landamærin.  Suður Kórea hefur slíka efnahagslega yfirburði yfir nágranna sína að fjárhagslega munar þá ekki mikið um þessa aðstoð, en pólítískt getur hún breytt og breytir vonandi miklu á Kóreuskaganum. 

Ég velti því fyrir mér hversu lengi N-Kórea, þessi útvörður kommúnismans, geti þraukað.  Landið er eins og stórar fangabúðir, talið er allt að 2. milljónir manna hafi látist þar undanfarin áratug eða svo vegna hungurs.

Landið hefur fyrst og fremst verið í fréttum undanfarin ár vegna hungursneyða, óáran og náttúruhamfara og svo vegna kjarnorkuuppbygginar og eldflaugatilrauna.

Í N-Kóreu búa u.þ.b 23. milljónir manna sem eiga betri skilið en þetta ok.


mbl.is Suður-Kórea aðstoðar nágranna sína í norðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt saman eitt stórt samsæri!!

Það hefur oft vakið athygli mína hve áfjáðir margir virðast að telja sannleikann alla jafna hulinn, það sem fram komi í fréttum sé ekki sannleikurinn og um margskonar samsæri og sé að ræða og "leikrit" sett á svið til að villa um fyrir almenningi.

Nýjasta dæmið um þetta er auðvitað fullyrðingar um að handtökur á meintum hryðjuverkamönnum í Bretlandi og Pakistan sé aðeins blekkingarleikur, partur af stærra samsæri til að beina athyglinni frá þeim vandamálum sem umlykja þá félaga Bush og Blair, og jafnframt réttlæta áfram haldandi hernað gegn múslimum og svo til að skerða lýðréttindi almennings.

Þetta er líklega nýjasta samsæriskenningin í langri röð.  Þar er líklega fyrst að telja 9/11, en ekki eru síður til margar samsæriskenningar um t.d. morðið á Kennedy, andlát Diönu, AIDS (hef séð kenningar um að veiran hafi ýmist verið smíðuð af Bandaríkjamönnum eða Sovétríkjunum heitnum), að "fyrsta" tunglferðin hafi aldrei verið farin, morðið á Lincoln, svo er það líka bílvélin sem gengur fyrir vatni og bílaframleiðendur hafa "grafið" í gleymskunni, og ennfremur er vert að minnast á geimverurnar sem bandaríski flugherinn geymir í skýlum sínum. 

Þetta er auðvitað langt í frá tæmandi listi, og ekki má heldur gleyma öllum þeim samtökum sem stefna á heimsyfirráð, eða svo gott sem stjórna heiminum nú þegar.  Þar má nefna "gyðinga", frímúrara, Bilderberg og svo Illuminati sem hafa fengið "uppreisn æru" með bókum Dan Brown.

En um samsæriskenningar má lesa t.d. á Wikipedia.org  Síðan má finna aragrúan allan af vefsíðum, annaðhvort tileinkaðar einni ákveðinni samsæriskenningu, nú eða mörgum.  Samsæriskenningar hafa enda öðlast líf sem aldrei fyrr eftir tilkomu internetsins.

En hvað skyldi það nú vera sem gefur öllum þessum samsæriskenningum líf og fær fólk til að trúa á þær?  Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. 

Líklega er það þó oft vegna þess að sannleikurinn passar ekki inn í það sem fólk vill trúa. Einfaldur sannleikurinn styður ekki heimsmynd þess.  Stundum kann sannleikurinn að hljóma ótrúlegar en samsæriskenningar.  Ef til vill er fólk stundum líka áfjáð í að sjá eitthvað sem aðrir ekki sjá, vera gleggri en "illa upplýstur pöpullinn", láta ekki "blekkjast" af áróðri stjórnvalda og annara "illra afla".  Aðrir hafa illan bifur á stjórnvöldum og sumir virðast trúa því að ekkert illt hendi án þess að stjórn Bandaríkjanna (eða CIA) standi á bakvið það.

Ef allar þessar kenningar eru sannar er líklega staðan sú að u.þ.b. helmingur hinn vestræna heims er í fullri vinnu við að viðhalda "leiktjöldum" fyrir hinn helmingin.  Alla vegna þarf drjúgan starfskraft og fé til að viðhalda "blekkingunni" sem margir vilja meina að sé í gangi.  Það er líka ljóst að enginn "hlekkur" í þeirri keðju má bresta, þá kemur "sannleikurinn" fram.

En hvað sem veldur er það ljóst að samsæriskenningar eru ekki að hverfa.  Líklega eru þær sterkari nú um stundir en nokkru sinni fyrr.  Líklega má þakka það internetinu.


Bláber - Júgóslavar ei meir - Ný heimasíða ISG - Icarus

Fór með foringjanum og tendamömmu til bláberja í dag. Skyldum mæðgurnar eftir heima að Bjórá. Ef til vill ekki besti dagurinn til þessa arna, alltof heitt, en við skelltum okkur samt.  Reyndar er þetta ekki alveg sama stemmningin og á Íslandi.  Hér förum við á bóndabæ, og borgum svo kílóverð fyrir það sem við tínum.  Þetta eru svo "high bush" ber, sem eru að mínu mati ekki alveg sambærileg við þessi bláber sem við þekkjum að heiman.

Hitastigið var eitthvað ríflega 30°C, þannig að jafnvel berjatínsla kallaði fram dágóðan svita.  En við tíndum samt eitthvað um 4. kíló af bláberjum.  Það var því nauðsynlegt að stansa á heimleiðinni og kaupa rjóma og smá jógúrt sem ég er í þessum töluðum orðum að reyna að breyta í eitthvað sem líkist skyri í ísskápnum.

Við stönsuðum svo í króatískri kjötbúð á leiðinni heim, ég keypti pylsur, smá þurkað/saltað svinakjöt og pítubrauð.  Ekki svo sem í frásögur færandi nema það að konan hringir í mig á meðan ég er vafra þarna inni.  Ég segi henni að við séum á leiðinni heim, ég sé bara að versla í júgóslavnesku búðinni.  Afgreiðslukonan starði á mig á sagði með þungri áherslu:  Króatísku búðinni.

Síðan lauk ég samtalinu við konuna.  Þá sagði ég við konuna, að ég hefði hreinlega ekki vitað betur og bæðist afsökunar á fáfræði minni.  Þá bættist í hópinn karlmaður sem var klæddur í slátrarsvuntu og sagði að það væri minni móðgun að vera kallaður serbi en júgóslavi.  Ég ítrekaði afsökunarbeiðni mína, sagðist nú vera saklaus sveitadrengur ofan af Íslandi og ég vissi hreinlega ekki betur. 

Það lifnaði yfir þeim þegar ég minntist á Ísland.  Lofuðu bæði Ísland fyrir að hafa verið fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og sögðu að fáfræði mín væri ekkert til að æsa sig yfir  og þeim hefði alltaf langað til að heimsækja Ísland. 

Sögðu mér þó að það færi alltaf í skapið á þeim að vera kölluð júgóslavar og þeim gengi illa að koma kanadabúum í skilning um að það væri munur á.  Ég sagði að þau hefðu gert rétt í að koma mér í skilning um þennan misskilning og það væri fyrsta skrefið.  Ef þau leiðréttu ekki fólk, breyttist aldrei neitt.  Við skildum sem bestu vinir.

Fékk senda í pósti slóðina á nýja heimasíðu ISG - Íslenskra Skatt Greiðenda.  Veit ekki hverjir standa að síðunni, en þetta er ágætis framtak.  Fékk mig alla vegna til að brosa út í annað.

Var latur í gærkveldi og glápti á sjónvarpið. "Sögu rásin" varð fyrir valinu sem oft áður.  Datt þar inn á heimildarmynd um langanir þýskra nazista til að ráðast gegn Bandríkjunum í seinni heimstyrjöldinni.  Þeir höfðu víst sterka löngum - vel umfram getu - til að ráðast á New York með sprengjuregni og drepa og limlesta sem flesta þar til að sá hræðslu í hinn almenna borgara.

Var farið yfir hin margvíslegustu plön, Messerschmitt 264 fékk auðvitað mikla umfjöllun, sem og skemmdarverkaáætlanir og þeir þýsku hryðuverkamenn sem voru gripnir.

Hitt vakti þó mesta athygli mína, þegar fjallað var um áætlanir þjóðverja til að hernema Ísland og fá þannig aðstöðu til að senda sprengjuflugvélar vestur um haf.  Þó ég hafi áður heyrst minnst á áhuga nazista til að hernema Ísland, man ég ekki eftir því áður að hafa heyrt "codenamið" fyrir þessa áætlun, en henni gaf þýski herinn nafnið "Icarus".

Ég var eitthvað að reyna að "googla" þetta í dag, með afskaplega litlum árangri.  Þannig að ef einhver getur bent mér á eitthvað lesefni um "Icarus" væri það afskaplega vel þegið, sérstaklega ef það væri nú aðgengilegt á netinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband