Færsluflokkur: Saga
19.12.2006 | 23:12
Ekkert "Royal handshake" fyrir Hillary
Það hefur vakið nokkra athygli að ekkert verður af því að Segolane Royal, forsetaframbjóðandi Franska Sósíalistaflokksins, hitti Hillary Rodham Clinton, eins og til stóð.
Eins og kemur fram í fréttaskeytum um þetta, er Segolane lítt reynd í utanríkismálum og hefði það án efa hjálpað henni forsetaframboðinu að fá "photo op" með Hillary, en Clinton hjónin eru feykivinsæl í Frakklandi.
En ef til vill má segja að Frakkar séu ekkert of vinsælir í Bandaríkjunum, og reyndar ekki Evrópskir stjórnmálamenn sem hallmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna, eða tala illa um Bandaríkin. Það telst því ekki klókt af Öldungardeildarþingmanni sem er að hugsa um að bjóða sig fram til forseta, að sjást með "þannig fólki" á mynd. Því varð ekkert af fyrirhuguðum fundi Clinton og Royal.
Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvort að Repúblikanar hafi þegar tryggt sér myndir af þessum fundi, og hafi jafnframt látið þýða nokkur vel valin ummæli Ingibjargar yfir á engilsaxneskuna. Það skyldi þó ekki vera :-)
Hér eru tvö sýnishorn úr frétt NYT um "Royal" málið:
"Speculation about the power women's relationship rose in France after a newspaper said Royal had postponed a U.S. trip planned for this month because Clinton did not want to see her.
Socialist regional leader Royal, 53, a relative political newcomer with little foreign policy experience, has made little secret of the fact she would like to meet Clinton to bolster her international credentials.
But after gaffes by Royal on a trip to the Middle East, the Democratic Senator from New York, who is believed to be eyeing a White House bid in 2008, was less than enthusiastic about being seen together with the French candidate, Le Parisien daily said at the weekend, quoting a Clinton adviser.
"Hillary, whose candidature is far from assured, is very vigilant and cannot afford the slightest false move,'' it quoted the adviser as saying. ``She does not want to be associated with Royal's recent comments. It wouldn't be good for her image.''"
"Royal earned much criticism from her political opponents after she apparently agreed with comments from a Lebanese Hezbollah politician condemning U.S. foreign policy and analysts said it could be risky for a U.S. candidate to be linked to her.
"The Clintons are very popular in France,'' said Hall Gardner from the American University of Paris.
"It would help Royal to be seen with Hillary. But the contrary isn't the case. ... Royal's contacts with Hezbollah may not go down well with Hillary's Democratic supporters.''
On her recent Middle East visit, Royal waited a day before condemning comments made in front of her by Hezbollah politician Ali Ammar who described past Israeli occupations of the country as Nazism. She said she had not heard his words.
She was also forced to clarify her position after she seemed to agree with Ammar's assessment of U.S. foreign policy as ``unlimited insanity.''"
Fréttina í heild má finna hér.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 07:31
Afneitunin
Rakst á ágætis dálk í Globe and Mail, þar fjallar Rex Murphy um nýliðna ráðstefnu í Íran um Helförina. Hann gefur henni ekki háa einkunn.
Mér finnst það enda nokkuð merkilegt hvað fólk og fjölmiðlar hafa verið hógværir í fordæmingu á þessu "framtaki" Íransstjórnar.
Ekki einu sinni einn einasti Íslenski stjórnmálaflokkur eða ungliðasamtök á Íslandi hafa fordæmt þetta svo ég hafi séð, hefur þó oft verið minni ástæða til að láta í sér heyra.
Vissulega er rangt að mínu mati að banna slíkar ráðstefnur eða skoðanir, eins og sum ríki hafa gert, mál og skoðanfrelsi er alltof dýrmætt til að láta nazista takmarka það, en við eigum hins vegar að notfæra okkur frelsi okkar til að fordæma þær.
En hér eru nokkur brot úr pistli Rex Murhphy´s:
"Mocking the absolute misery, of another human being has to be next to deliberately and wantonly designing that misery the lowest of human behaviours.
Mocking the misery, torment and death of six million human beings, therefore, belongs to some unspeakable category of epic depravity.
What form, what shape would the keenest of such mockery take? Would it be to jeer publicly and laugh at the torments and death of so many, to take open delight at the nearly unimaginable pain and terror visited on so many?
To cheer the misery of millions would surely be an offence to scorch the ears of hell itself. But, if you are a Jew, I suspect that the last and perfect insult, the one that surpasses even open mockery of the Holocaust its last cruelty so to speak is to say there was no Holocaust."
"The target of it all, as it always is, was Israel and the Jews. For Mr. Ahmadinejad, the nearly illimitable suffering of the six million is a Jewish lie. On state television he proclaimed: They [the Jews] have fabricated a legend under the name Massacre of the Jews, and they hold it higher than God himself, religion itself and the prophets themselves. The same Mr. Ahmadinejad, who mocks and derides the historical Holocaust, opens this demented seminar with the clear promise of one soon to come: The Zionist regime will be wiped out soon, the same way the Soviet Union was, and humanity will achieve freedom. He has so often proclaimed that Israel will be wiped off the map that the phrase hardly needs quotation marks. But note, too, how he links Israel's being wiped out with humanity, all humanity, achieving freedom.
The death of Israel, i.e., the death of Jews, as millennial panacea, the removal of the one impediment to universal harmony where have we heard this before? We are not far, not far by one inch, from the racist dogmas that found such terrible audience in 1930s Germany. The Jew now, as then, is always out of scale in power, in insidiousness, in perniciousness to the common good of mankind.
If somebody in their country questions God, nobody says anything, Mr. Ahmadinejad said. But if somebody denies the myth of the massacre of Jews, the Zionist loudspeakers and the governments in the pay of Zionism will start to scream.
This is anti-Semitism's latest diabolic twist. The Holocaust was powered by the great lie of the Jewish world conspiracy, and now the Holocaust itself is another Jewish conspiracy. Anti-Semitism as the snake that swallows its own tail. The malice here is profound. While most of the sane world looked upon this conference as deranged and hateful, and many worthy people said as much, hatred and mockery of Israel and the Jews has become so common that this outlandish gathering in Tehran this week seemed almost ordinary, predictable.
Let us recall that was Arendt's reading of Eichmann ordinary, predictable, banal."
Greinina má finna í heild hér.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 18:07
Fucking - ekki svona hratt
Þegar ég las þessa frétt kom mér í hug bær í Austurríki, en myndir af bæjarskiltum hans hafa farið marga hringi á netinu. Það getur verið erfitt að búa í bæjum með skrýtnum nöfnum, og hefur það einnig í för með sér aukna glæpi, í því formi að óprúttnir aðilar fá mikla löngun til að stela skiltum með nöfnum bæjarins.
Ég er auðvitað að tala um bæinn Fucking, en þar hafa menn stundum viljað skipta um nafn, en hitt er þó líklegra að nafnið hafi í för með sér aukinn ferðamannastraum.
Uppruni nafnsin, alla vegna ef marka má Wikipediu, er frá manni að nafn Focko, og þýðir fólkið hans Fockos.
Hér er svo einnig smá fróðleikur.
Íbúar vilja breyta dónalegu bæjarnafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 06:41
Líklega koma þeir á langskipum - Líðst forsætisráðherra að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt?
Ég var að lesa hér á blog.is, áhyggjur manna (Sjá Andrés og Stefán) yfir því að Norðmenn eða Danir komi á einhvern hátt að vörnum Íslands.
Þó að ég geti vissulega tekið undir að þetta sé ekki óskastaðan, þá get ég heldur ekki skilið að við getum ekki átt samstarf við þessar þjóðir um varnarmál, það skaðar Íslendinga varla meira en það mikla samstarf sem við eigum við þessar þjóðir nú þegar.
Persónulega sé ég ekki meiri ástæðu til þess að líta á Ísland sem fylki í Noregi, komi þeir að vörnum landsins, ekki frekar en ég leit á Ísland sem fylki í Bandaríkjunum á meðan þarlendur her sat í Keflavík.
En eins og Stefán kemur inn á þá eru vissulega sterk Norsk tengsl í Íslensku ríkisstjórninni, það sýnir ef til vill betur en nokkuð annað, hvað þessar þjóðir eru tengdar, og tel ég ekki ástæðu til að líta á það sem sérstaka vá, þó að tengsl ráðherra við Norðmenn séu í talin í færri ættliðum, en flestra annara Íslendinga.
Þó verðum við auðvitað að hafa auga með því að þeir byrji ekki að tala um Geir Haarde sem Norðmann, svona rétt eins og þeir hafa reynt að eigna sér Leif Eiríksson.
En þettar "flúttar" við svipað mál sem er komið upp hér í Kanada, nýr formaður Frjálslynda flokksins er nefnilega með útlendan ríkisborgararétt. Hann er vissulega Kanadabúi, og hefur hérlenda ríkisfestu, enda fæddur hér og uppalinn, en hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, hefur einnig Franskan ríkisborgararétt í gegnum móður sína.
Þetta þykir mörgum Kanadabúum ekki góð "latína", finnst ekki forsvaranlegt að maður sem er hreint ekki ólíklegt að verði forsætisráðherra í náinni framtíð, skuli hafa erlendan ríkisborgararétt.
Stephane Dion yrði þó langt í frá fyrsti forsætisráðherran í Kanada sem hefði tvöfaldan ríkisborgararétt, en hann yrði sá fyrsti sem hefði ríkisborgararétt í öðru landi en Kanada og Bretlandi.
Dion hefur sagt að hann ætli ekki að afsala sér franka ríkisborgararéttinum, þó með þeim fyrirvara að ef hann sjái að það fari að há flokknum á atkvæðaveiðum, þá láti hann undan.
En þetta má lesa á vef Globe and Mail.
Sitt sýnist hverjum um þetta og hefur þetta endurnýjað kraftinn í umræðunni um tvöfaldan ríkisborgararétt hér í Kanada, en mörgum þykir að honum sé útdeilt full frjálslega.
En þetta er eitthvað sem Íslendingar geta líka velt fyrir sér, því nú þegar tvöfaldur ríkisborgararéttur er leyfður fyrir Íslendinga, er þetta vissulega staða sem getur komið upp.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 06:16
Sami gamli þingflokkurinn, en nýr og ..... formaður
Því lengur sem ég hef hugleitt orð Ingibjargar Sólrúnar í "Keflavíkurræðunni" um að kjósendur treysti ekki þingflokki Samfylkingarinnar, þvi vitlausari finnst mér þau vera. Það er raunar með eindæmum að formaður flokksins skuli láta þessa vitleysu út úr sér. Það er líka með eindæmum að fjölmiðlamenn skuli láta hana komast upp með þessa vitleysu án þess að ganga eftir nánari útlistunum.
Svo bætti hún um betur í "Egilslausa silfrinu" og sagði að skoðanakannanir hefðu sýnt að fast að 40% kjósenda gæti hugsað sér að kjósa Samfylkinguna, en í skoðanakönnunum nú um stundir nyti flokkurinn ekki stuðnings nema um 25% kjósenda, og þetta sýndi að kjósendur treystu ekki þingflokknum til að taka við stjórnartaumunum.
Þvílíkur dæmalaus málflutningur og vitleysa.
Hvað hefur breyst síðan Samfylkingin mældist með rétt tæplega 40% fylgi og á köflum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn? Er ekki sami gamli þingflokkurinn ennþá í stólunum við Austurvöll?
Vissulega er Guðmundur Árni farinn, og Valdimar "Lenín" Friðriksson kom í hans stað, telst líklega ekki "skipt á sléttu", en varla hrynur traust á þingflokknum fyrir vikið? Bryndís Hlöðversdóttir hvarf líka af þingi, og í stað hennar settist Ingibjörg Sólrún á þing, varla minnkaði traust kjósenda á þingflokknum við þau skipti, eða hvað?
Staðreyndin er auðvitað sú að kjósendur sýndu Samfylkingunni umtalsvert traust í síðustu kosningum, enda flokkurinn næst stærsti flokkurinn. Því sem næst sami þingflokkurinn er ennþá til staðar, aðeins lítillegar breytingar.
Stærstu breytingarnar í Samfylkingunni frá síðustu kosningum urðu hinsvegar í maí á síðasta ári, þá var skipt um formann. Síðan þá hefur traust kjósenda á Samfylkingunni sigið jafnt og nokkuð þétt niður á við, sé miðað við niðurstöður skoðanakannana.
Það hlýtur því að vera mörgum umhugsunarefni, hverjum í Samfylkingunni kjósendur treysta ekki. Ef ég svara fyrir mig, þá er þingflokkurinn ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2006 | 05:36
Móðuharðindi af mannavöldum
Ukrainubúar minnast í dag, laugardag, þeirra sem létu lífið í hungursneyðinni árin 1932 til 1933. Enginn veit með vissu hve margir létust, talað er um 7 til 10 milljónir manna. Engin veit hvað margir voru borðaðir, enginn veit hve margir voru drepnir.
Það býr mikið af fólki af Ukrainskum uppruna hér í Kanada. Þó nokkrir þeirra eru á meðal kunningja minna. Það talar gjarna um að ástandið sé ekki gott í "heimalandinu", en enginn hef ég þó heyrt tala með eftirsjá um Sovétímabilið.
Það má líklega segja að það hafi komið þrjár "bylgjur" af Ukrainubúum hingað til Kanada. Sú fyrsta kom um svipað leiti og Íslendingar settust hér að hvað mest. Ukrainumenn voru algengir nábúar Íslendinga í Manitoba, og kenndu Íslendingunum oft til verka í akuryrkju, enda Íslendingar lítt vanir slíkum búskap heiman frá. Þeir voru líka þekktir fyrir að brugga mun betur en Íslendingarnir og einhverjar sögur eru af Íslendingum sem lentu í vandræðum vegna vodkaskulda.
Önnur bylgja kom svo upp úr seinna stríði og sú þriðja eftir að Sovétríkin féllu.
En þessi þjóð átti ekki sjö dagana sæla undir stjórn kommúnista. Hungursneyðin á þriðja áratugnum kemur oft fram ef talið berst að Sovétríkjunum, sérstaklega ef vodki er með í för. Það er ennþá réttlát reiði, stundum allt að því hatur í garð kommúnistastjórnarinnar. Lái þeim hver sem vill.
Það er óhugnanlegt að lesa lýsingar frá þessum tíma. Hvað gengið var fram af miklu miskunarleysi. Ekkert skipti máli nema lokatakmarkið. Kommúnisminn. Talið er að allt að 25% af þjóðinni hafi soltið til bana.
Hvaða átrúnaður fær fólk til að fremja slík voðaverk?
Allur matur var tekinn, þeir sem sýndu mótþróa voru skotnir eða sendir til Síberíu. Það að taka nokkur öx af akri gat þýtt dauðarefsingu.
Nú berjast Ukrainumenn fyrir því að þessi voðaverknaður verði viðurkenndur sem "þjóðarmorð" á alþjóðlegum vettvangi. Kommúnistaflokkurinn í landinu berst þó gegn því, og Rússar eru heldur ekki áfram um það, vilja frekar að þetta verði kallað "harmleikur" eða eitthvað í þá áttina.
Persónulega stend ég með Ukrainubúum í þessu máli
Hér og hér má sjá fréttir BBC af þessu máli, hér er frétt Herald Tribune og hér má lesa um Holodomore eins og Ukrainubúar kalla hungsneyðina á Wikipedia.
Saga | Breytt s.d. kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 16:16
Hin alíslenska Mjallhvít
Með reglulegu millibili er ég minntur á, eða spurður um söguna um að Mjallhvít hafi verið Íslensk, það er að segja fyrirmynd Mjallhvítar í Disney teiknimyndinni. Ævintýrið er allt önnur saga, en þó er ofurlítill ævintýrablær yfir ævi "Cartoon Charlie" og því hvernig Mjallhvít varð til. Bæði rámar Íslendingum gjarna í eldri blaðagreinar um málið og það er merkilegt hvað margir Kanadabúar hafa heyrt eitthvað af málinu.
"Cartoon Charlie" var auðvitað Kanadískur, en "rammíslenskur" að uppruna og bar hið hljóm mikla nafn Karl Gústaf. En "Mjallhvít" var hins vegar alísklensk og hafði stutta viðdvöl hér í Vesturheimi og sneri heim til "landsins bláa".
En í gær barst mér fréttabréf Hálfdáns Helgasonar (er reyndar ekki áskrifandi, en fæ það oft áframsent) og þar tekur Hálfdán þessa sögu fyrir og gerir það listavel og skemmtilega, en fréttabréf hans eru vel unnin og gleðja alla þá sem hafa áhuga á ættfræði og þá sérstaklega vesturförum Íslendinga.
Vefur Hálfdáns Helgasonar, er www.halfdan.is og ef lesendur vilja fara beint í nýjasta fréttabréfið er það hér.
Bókina má sjá hér.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 15:34
Lenín dagsins í dag?
Ég vil taka undir og vekja athygli á þessu bloggi.
Það þykir ekki upphefð á mínu heimili að vera líkt við Lenín. Hér býr manneskja sem fékk að reyna þjóðskipulag hans á sjálfri sér.
Saga | Breytt 1.11.2011 kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2006 | 05:07
Slæmur atburður - Slæm fréttamennska
Ekki ætla ég að afsaka atburðina í Beit Hanoun, það er illa gerlegt. En mig langar þó að leggja orð í belg varðandi fréttaflutning af svæðinu og heimsókn sendiherra Ísraels til Íslands. Sumt sem ég hef séð varðandi þá heimsókn, vekur mér undrun og furðu á vinnbrögðum sumra íslenskra fréttamanna.
Hér má sjá umfjöllun í "Ísland í dag", um heimsókn Ísraelska sendiherrans og mótmæli sem voru fyrir framan Utanríkisráðuneytið. Í þessu samhengi er auðvitað ekki hægt að reikna með að fjallað sé um málið frá sjónarhóli beggja deiluaðila, enda stór partur af fréttinni mótmælin. En það er ekki nóg fyrir fréttamanninn, það þarf að ganga lengra.
Getur einhver útskýrt það fyrir mér hvaða fréttalega tilgangi örstuttur bútur úr "Hiroshima", lagi Bubba Morthens þjónar? "Ekkert svar, ekkert hljóð, bara blóð og eftirköstin frá Híróshima", hljómar undir myndunum. Tengist Hiroshima fréttinni á einhvern hátt?
Fyrst ég er byrjaður á að skrifa um þetta verð ég að benda á það sömuleiðis að viðbrögð Íslenskra stjórnmálaleiðtoga hafa verið frekar skrýtin. Sendiherrann kom fyrir í áðurnefndri frétt sem ákaflega góður diplómat, hófsöm og útskýrði mál sitt án ofsa. Samt sjá Íslenskir stjórmálaleiðtogar sér ekki fært að ræða við sendiherra erlends ríkis, jafnvel ekki þeir sem hæst hafa talað um "umræðustjórnmál". Steingrímur J. má eiga það að hann skiptist á skoðunum við hana á fundi utanríkismálanefndar, ef ég hef skilið rétt. Þær umræður voru nokkuð harðar eftir því sem ég hef frétt, en það er ekkert út á það að setja, það er allt í lagi að tala tæpitungulaust, en ég hef sjaldan heyrt um deilu, eða ósamlyndi sem færist til betri vegar án þess að málin séu rædd, eða eingöngu afhentar einhliða yfirlýsingar.
Bæði Valgerður Sverrisdóttir og Sólveig Pétursdóttir komu á framfæri mótmælum, eins og eðlilegt er, og ræddu við sendiherrann, það er jú yfirleitt þannig sem samskipti á milli ríkja fara fram.
Ekki gerir fréttamaðurinn nokkrar athugasemdir við þetta eða spyr leiðtogana óþægilegra spurninga, en það er svo sem ekki algengt í íslenkri fréttamennsku, en enn síður þegar fréttamaðurinn sat á lista sama flokks og einn stjórnmálamaðurinn sem hann ræðir við og bauð sig fram til varaformanns á sama tíma og stjórnmálaleiðtoginn var kjörinn formaður. Er ekki sagt: Já, svona er Ísland í dag!
En man einhver eftir ályktun frá Íslenskum stjórnmálaflokkum þar sem sprengjutilræði hryðjuverkasamtaka Palestínumanna er fordæmd, eða að þeir krefjist að Hamas viðurkenni tilvist Ísraelsríkis og setjist að samningaborðinu?
Nú eða krefjast þess að yfirvöld í Palestínu haldi uppi lögum og reglu á sínum svæðum og stöðvi árásir hryðjuverkasamtaka eins og lesa má í þessari frétt. Þau eru reyndar að hugsa um að hætta að skjóta eldflaugum. Í fréttinni kemur fram að Jihad séu ein af mörgum samtökum sem hafa staðið fyrir eldflaugaárásum á Ísrael. Sýnd er mynd frá bænum Sderot sem hefur samkvæmt fréttinni orðið fyrir nær daglegum eldflaugaárásum.
Það er svo, að þessi deila er eins og svo margar deilur, hatrömm og margslungin og báðir deiluaðilar eru vissulega sekir um mörg voðaverk. Það leggur ekkert til lausnar deilunnar að neita að ræða við sendiherra Ísraels og er að mínu mati einfaldlega rangt að leggja alla ábyrgð á þeirra hendur eins og sumir Íslensku stjórnmálaleiðtogana virðast vilja gera. Margir fréttamenn mættu líka skoða málið betur.
Hér sem oft áður gildir hið fornkveðna, sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Ítrekað að Hamas muni ekki viðurkenna Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2006 | 20:07
Kæri Hlynur
Hlynur Hallsson, 15.11.2006 kl. 22:28"
Neðanritað byrjaði sem svar við athugasemd sem mér barst á blog mitt, en ég sá að þetta væri betur komið sem sjálfstæð færsla.
Kæri Hlynur,
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir athugasemdina og umhyggjuna fyrir atkvæði mínu.
Vissulega hef ég lýðræðislegan rétt til að ráðstafa atkvæði mínu, það enda dýrmætur réttur, í raun alltof dýrmætur til að skila auðu, eins og þú mælir þó með sem öðrum valkost.
Ég sagði það í bloggi mínu að ég væri ekki einn af þeim sem fagnaði endurkomu Árna Johnsen til endurkomu á alþingi, en þar stóð líka að svo væri um marga aðra þingmenn.
Það er nú svo að þeir eru ekki margir þingmennirnir sem ég get sagt að hrífi mig, þó að þeir hafi sjálfsagt eitthvað til síns ágætis flestir hverjir. Því er það svo að oft verður fyrir valinu sá kostur sem mér þykir skástur, en ekki endilega sá kostur sem ég tel fullkomin, þegar kemur að því að ráðstafa áðurnefndu atkvæði.
Mér hugnast ekki endurkoma Árna, en mér hugnast heldur ekki að þingmenn sem lýsa því yfir að því sé fórnandi að íslensku bankarnir flytji úr landi, svo hér sé hægt að "jafna niður á við". Það gerði flokksbróðir þinn Ögmundur Jónasson.
Mér hugnast það heldur ekki vel að þú sjálfur, Steingrímur J. Sigfússon, Róbert Marshall, svo einhverjir séu nefndir, komist til valda og áhrifa, og mynduð ákveða að hleypa úr Hálslóni næsta sumar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar halda beri áfram að nýta orkuauðlindir Íslands. Því myndi ég seint nota atkvæði mitt til að styrkja Vinstri græna.
Ég myndi ekki gráta það þó að þingflokkur Frjálslyndra þurkaðist út, ég er ágætlega sáttur við núverandi fiskveiðstjórnarkerfi, og hugnast ekki áherslur, í það minnsta sumra þeirra í innflytjendamálum, hef ekki séð að þeir hafi mikið til viðbótar fram að færa.
Ég myndi ekki nota atkvæði mitt til að þingmenn sem hafa lýst þeirri skoðun að til greina komi að snúa við sönnunarbyrði í sakamálum, þannig að ákærðir gætu þurft að sanna sakleysi sitt, komist til valda. Þó hef ég ekki getað skilið betur af málflutningi flokkssystur þinnar, hennar Kolbrúnar Halldórsdóttur, hvað varðar kynferðisafbrot.
Þetta er nú svona aðeins stuttlega farið yfir sviðið, en ætti að nægja til að þú sjáir "úr hvaða átt" ég kem, ef svo má að orði komast.
Ég hef áður lýst því yfir að ég myndi ekki kjósa Árna Johnsen, og hefði ekki gert það í prófkjörinu hefði ég haf þar atkvæðisrétt.
Hinu er ekki hægt að neita, að ef mitt utankjörfundaratkvæði ætti þátt í því að koma Ragnheiði Ríkarðsdóttur á Alþingi sem 6. þingmanni Sjálfstæðiflokksins í "Kraganum", þá mun svo sannarlega ekki verið til einskis farið á kjörstað.
Með kærri kveðju
Saga | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Sæll Tómas,
nú hefur þú lýðræðislegan rétt til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Ég mæli með VG en ef það er of stór biti fyrir diggan Flokksmann þá getur þú til vara bara skilað auðu!
Bestu kveðjur,