Færsluflokkur: Vefurinn

Endurræst

Undanfarnar vikur hefur mikil leti hrjáð þann sem ritar þessa síðu.  Íslandsferð setti strik í reikninginn og eftir að heim var komið var alltaf eitthvað annað sem glapti og dró mig frá bloggskrifum.

Nú er rétt að reyna að koma reglu á hlutina og viðhalda síðunni með sómasamlegum hætti.


Aftur af málfrelsi

Vildi vekja athygli á umfjöllun Kastljóss á "stóra Skúlamálinu".  Umfjöllunin er ágæt, hófstillt og fræðandi.

Sérstaklega finnst mér punktar lögfræðingsins fínir, þó að hann, eins og lögmönnum er tamt, tali óljóst og forðist að setja fram neinar staðhæfingar.

En einni spurningu finnst mér ennþá ósvarað, telur blog.is sig bera ábyrgð á því sem við skrifum hér á síður okkar, undir nafni og eftir að hafa gefið þeim upp kennitölu og aðrar upplýsingar?

Ég hefði haft gaman af því að sjá lögmenn spurða að þeirri spurningu.  Er blog.is "ábyrgðarmaður" allra blogga sem hér eru?


Af málfrelsi

Nú er mikið rætt um málfrelsi, eitthvað sem öllum þykir sjálfsagt (eða velflestum skulum við segja) en menn deilir nokkuð á um hvar mörkin liggja.

Ég velti því til dæmis í ljósi þess sem mikið hefur verið rætt um nýverið, þegar lokað var fyrir blogg, hér á blog.is, hvort að blog.is telji sig á einhvern hátt bera ábyrgð á því sem ég skrifa hér, það þó að ég geri það hér undir nafni og hafi gefið upp kennitölu mína ásamt fleiri upplýsingum þegar ég hóf að skrifa hér fyrir 2. árum. 

Sjálfur lít ég ekki svo á, enda ef einhver kann að túlka það sem ég skrifa hér ósæmandi, þá hlyti sá hinn sami að eiga sökótt við mig, og þá væntanlega biðja yfirvöld eða dómstóla að skerast í málið, ef hann teldi mig sneiða að æru sinni, eða á annan hátt brjóta lög. 

En hitt er líka ljóst af minni hálfu að ég er hér vegna velvildar blog.is, ég greiði þeim ekkert fyrir þau afnot sem ég hef hér að vefsvæði og vefumsjónarkerfi.  Þeim ber engin skylda til að hafa mig hér, ekki frekar en forsvarsmenn svæðisins kæra sig um.

Þess vegna er það ekki brot á málfrelsi eins né neins að honum sé úthýst af blogsvæði. Ekki frekar en það er brot á málfrelsi að einstaklingur fái ekki að skrifa í dagblað, eða koma fram í fréttatíma sjónvarpsstöðvar.  Allir eiga rétt á því að ritstýra sínum fjölmiðlum.

En jafn sjálfsagt og mér þykir að eigendur og umsjónarmenn ritstýri fjölmiðlum, þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að málfrelsi sé heilagur hlutur og raunar sé of langt gengið nú þegar til að banna skoðanir og að einstaklingar tjái þær.

Yfirleitt hitta þessar skoðanir engan fyrir nema þann sem tjáir þær.  Gera frekar lítið úr honum en þeim eða því,  sem hann er að tjá sig um. 

Þeir sem tjá sig undir nafnleysi eru að nokkru önnur "kategoría".  Þó er löng hefð fyrir nafnleysi í Íslenskum fjölmiðlum, en þar ábyrgist blaðið skrifin.  En nafnleysingjarnir á blog.is, eru að ég held allir hér á kennitölu.  Blog.is krefst kennitölu þegar blog er stofnað.  Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að gefin sé upp röng kennitala. 

Þannig eiga  þeir sem misboðið er, þann möguleika að fara í meiðyrðamál, nú eða krefjast þess að þeir verði kallaðir fyrir vegna "hate speach" eða laga um guðlast.  Þá hljóta yfirvöld að krefjast kennitölu hjá blog.is.  Hana ætti síðan í flestum tilfellum að hægt að spyrða saman við ip tölu.

En ég tel þó að mörgum hætti til að taka aðra of alvarlega.

Ef ég segi til dæmis alhæfi að allir kjósendur Frjálslynda flokksins séu slorug fífl,  þeir sem kosið hafi Samfylkinguna séu veruleikafirrtir vælukjóar, allir Framsóknarmenn haugsæknar dreifbýlistúttur, kjósendur Sjálfstæðislfokks fýlugjarnir peningapúkar, VG séu vitskertir græningjar og klikki svo út með því að halda því fram að menn þurfi að vera argandi vitleysingar til að halda með Val, þá vita að ég held allir að ég fer með rangt mál (sem ég viðurkenni fúslega). 

Alhæfingar sem þessar eru ótrúlega algengar um hina ýmsu hópa.

En myndi einhver fara í stefna mér fyrir það sem stendur hér að ofan?  Ég held ekki, ég vona ekki.

En hvað er merkilegra við það að vera í trúfélagi heldur en stjórnmálaflokki eða íþróttafélagi?

Yfirleitt gerir bann við skoðunum eða tjáningu, ekkert nema að upphefja orð og skoðanir þess sem bönnaðar eru.  Getur jafnvel gert menn "fræga", stundum að endemum.

Persónulega held ég að mönnum hætti til að gera úlfalda úr mýflugu og upphefja þannig þann sem brúkar "stóru" orðin. 

Heimurinn er ekki "PC", það er lífið ekki heldur.

Lífi mál og tjáningarfrelsið.


Tvö

Tvö ár síðan "moggabloggið" hóf göngu sína og reyndar um leið tvö ár síðan "Bjórárbloggið" varð til.  Aldrei hafði ég bloggað áður, en fékk sendan "tengil" á blog góðs kunningja míns, sem þegar var byrjaður að blogga á mogga.

Ég hafði reyndar verið að velta þessum möguleika fyrir mér, fannst mér vanta einhverja útrás fyrir innibyrgða Íslenskuna í mér, en hún er ekki mikið sett á prent fyrir utan bloggið.  Helst notuð í samræðum við ómegðina.

Upphaflega var meiningin að þetta yrði ósköp saklaust, mest fjallað um daglegt líf á Bjórá og vöxt og viðgang Foringjans og svo stúlkunnar sem þá beið eftir því að koma í heiminn.

En fljótlega tók "'Íslenska þrætugenið" yfir og ég byrjaði að tjá mig háum rómi um þjóðfélagsmál á Íslandi sem annars staðar, rétt eins og ég hefði eitthvað um þau að segja.

En þetta hefur verið skemmtilegt og því engin ástæða til að láta staðar numið, blogumhverfið er gott og í sífelldri þróun og oft rekst ég á athyglisverða hluti hér á blogginu, sem ella hefðu farið fram hjá mér.

Eykur tengslin við Ísland og gefur mér að hluta til að minnsta kosti staðgengil "kaffistofu og húsa spjallsins, sem ég naut á meðan ég enn bjó á Íslandi.

 


mbl.is Tvö ár liðin frá því Moggabloggið hóf göngu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á að banna jólasveininn?

Rakst á þessa bloggfærslu hér á moggablogginu.  Hafði ekki og hef reyndar ekki enn hugmynd um hvernig Hollendingar halda upp á jólin, en þetta gaf þó einhverja hugmynd.

Hef reyndar alltaf verið hrifinn af Hollandi og Hollendingum, finnst eitthvað svo skemmtilega afslappað andrúmsloft þar.

En það flaug í gegnum huga minn að hve gott það er að hefðir sem þessar eru ekki á Íslandi eða hér í Kanada.

Ef svo væri myndi ég reikna með að upp væru komnar upp sterkar hreyfingar sem berðust fyrir því að banna jólasveininn, ef ekki jólin í heild sinni.

 


Liðin tíð

Það er víst liðin tíð að ég hafi komið upp í "hæstu frístandandi byggingu í heimi".  En eins og fram kemur í frétinni hefur það verið CN turninn hér í Toronto.

Ég hef farið nokkrum sinnum upp í turninn, þar sem gestakomur hingað eru varla fullkomnaðar án heimsóknar þangað.  Það er alltaf jafn skemmtilegt að koma þangað upp, og útsýnið á góðum degi óviðjafnanlegt.

Glergólfið, þar sem hægt er að horfa beint niður er sömuleiðis ótrúleg upplifun, sem verður varla jöfnuð í Burj turninum.

En það er spurning hvort að ég verði ekki að skella mér til Dubai, svona til að viðhalda þeirri staðreynd að hafa komið í "hæstu frístandandi byggingu heims".

En það verður þá varla fyrr en á næsta, eða þarnæsta ári.


mbl.is Burj-turninn í Dubai orðinn hæsta bygging í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að upplifa "sósíalismann" - í örfáa daga.

Það er einhvern veginn svo að eftir hæfilega langan tíma virðist allt verða að "nostalgíu", ef til vill ekki alveg allt, en þó um flest.

 Á vef Spiegel hef ég fundið nokkur margar greinar um "nostalgíu" eftir "gömlu góðu" dögunum þegar sósialisminn réði ríkjum í A-Evrópu. 

Nú er hægt að gista á hóteli sem býður upp á "Austur Þýsk" herbergi, Trabantinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga, og alls kyns vörur frá mótorhjólum, til þvottaefnis og kóladrykkja frá "sælutíð sósíalismans" nýtur nú vaxandi vinsælda.

Þessi "nostalgía" teygir arma sína alla leið hingað að Bjórá, því konan er einmitt alin upp í einu af þeim ríkjum sem þá töldust til "sæluríkja sósíalismans".  Þess vegna færist oft yfir hana bros þegar hún sér sumt af því sælgæti sem á boðstólum er í Pólsku, Rússnesku eða Úkraínsku verslunum hér.

Bragð af uppvextinum er alltaf vel þegið.

En þetta er auðvitað jákvætt, enda engin ástæða til að þessi tími gleymist, þvert á móti.  Sagan er alltaf þess virði að gefa henni gaum og halda henni til haga.

Þessum svæðum flestum veitir heldur ekki af atvinnu og auknum túrisma.

Svo gæti auðvitað farið svo að þetta gæti "læknað" einhverja.


Ofgnótt saltkjöts

Þessi blessaða blogsíða mín hefur nú verið "spömmuð" all hressilega, yfir 200 athugasemdir á eina færsluna.  Allt einhver vitleysa, en sendendur eru þau Bush og Britney og Helgu sá ég víst þarna líka.

Ég verð líklega að far að kynna mér hvernig athugasemdum er eytt.


Viðskiptahugmynd fyrir blog.is?

Flaug það í hug áðan hvort að það væri ekki þjóðráð fyrir blog.is að hafa sem næsta skref að bæta við tölvupóstþjónustu?

Þá yrði notendum boðið upp á að bæta við netfangi (eða föngum), annaðhvort ókeypis eða með litlum kostnaði (eingreiðslu) sem síðan mætti fara í beint úr stjórnborðinu.

Eðlilegt væri að þumalputtareglan væri sú að menn fengju heiti bloggsins sem tölvupóstfang, ég fengi t.d. 49beaverbrook@blog.is

 


Klám, internet, kennari og lögreglan

Það hefur verið rætt mikið um klám að undanförnu, og jafnvel borið við að internetið og lögreglan skyti upp í sömu andrá.  En kennarar hafa sömuleiðis verið í umræðunni á Íslandi en það hefur verið vegna "klassísks" málefnis, launadeilna og tengist ekki klámi, interneti eða lögreglunni.

En öll þessi element koma fyrir í dómsmáli í Bandaríkjunum.

Þar er kennari ásakaður um að hafa leyft skólabörnum að sjá klám af netinu í kennslustund, en kennarinn ber að tölvukerfið hafi smitast af "veiru" sem hafi skotið upp klámefninu og hún hafi ekki ráðið við að stöðva það.

Það er eiginlega með eindæmum að lesa frétt um þetta mál, mér þykir með ólíkindum að málið hafi farið eins langt og raun ber vitni og að kennarinn eigi hugsanlega yfir höfði sér langan fangelsisdóm.

Vitanlega þarf að taka á málum sem þessum, raunhæfasta lausnin hefði líklega verið að fjárfesta í betri öryggisbúnaði.  En "glæpurinn" átti sér vissulega stað, en "internetlöggan" virðist ekki hafa vandað til rannsóknarinnar.  Þetta leiðir líka hugann að því hve auðvelt það er fyrir þá sem betri þekkingu hafa á tölvum, að leiða þá sem minni kunnáttu hafa í gildrur, jafnvel taka yfir tölvurnar þeirra. 

Í frétt á vef The Times má m.a. lesa eftirfarandi:

" teacher faces up to 40 years in jail for exposing her pupils to online pornography, amid an outcry from computer experts that she is the innocent victim of malicious software.

In a case that has become a cause célãbre in the online world, where millions of rogue websites appear unsolicited on computer screens every day, Julie Amero is gathering a network of supporters who claim that she has been wrongly convicted over an incident she says has destroyed her life.

Amero, a supply teacher in the small Connecticut town of Windham, was convicted last month for exposing her class of 12-year-olds to graphic sexual images on the classroom computer. She contends the images were inadvertently thrust onto the screen by malicious software that she was powerless to stop. “I’m scared,” said Amero, 40. “I’m just beside myself over something I didn’t do.” "

"In October 2004 Amero was assigned to a seventh-grade class at Kelly Middle School in Norwich, a city of about 37,000. The regular teacher had logged on that morning. Amero says that before the class started, she sent a quick e-mail to her husband, and then went to the lavatory. She returned to find the permanent teacher gone and two students viewing a hairstyle site.

Shortly afterwards, she says, pornographic advertisements flooded the screen. She says she tried to click them off, but they kept popping up, and the barrage lasted all day. She tried to stop the students looking at the screen, but several saw sexually explicit photographs. It was school policy not to turn off computers.

Two days later she was suspended and was then arrested and charged with risk of causing injury to a minor. She rejected a plea-bargain deal that would have kept her out of jail. At her three-day trial, prosecutors argued that Amero was actively searching the web for pornography during the class.

Prosecutors relied heavily on testimony from a computer crimes police officer, Mark Lounsbury, who admitted that the software used to analyse the computer could not distinguish between mouse clicks and automatic redirects caused by malicious software. Herb Horner, a defence witness and computer expert, said that the children had visited an innocent hairstyle website and were then redirected to another site with pornographic links. “It can happen to anybody,” Mr Horner said.

Crucially to Amero’s case, the school has admitted that the computer had no firewall because it had not paid the bill. "

"But Mark Steinmetz, who served on the jury, insists that Amero is guilty. “I would not want my child in her class. All she had to do was throw a coat over it or unplug it.” She says she panicked and did not know how to switch off the computer.

Scott Fain, the school principal, said that Amero was the only teacher to report a problem with the computer. “We’ve never had a problem with pop-ups before or since.”

Sentencing was adjourned yesterday until March 29. The maximum sentence is 40 years, although lawyers suggest that an 18-month jail term is possible. Amero and her husband have opened a blog, julieamer. blogspot.com, asking for contributions to her defence fund so that she can appeal.

She wrote: “One day you have the world on a string and the next day the string is cut and you are left falling into an abyss of legal, ethical and social upheaval. Why am I being persecuted for something I had no control over?” "

Frétt The Times má finna hér.

Blogg Julie Amaro.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband