Færsluflokkur: Bloggar

Einn af síðustu útvörðum sósíalismans

Þegar ég var að þvælast um netið, fór á vefsíðu The Times sem oftar, rakst ég á þessa grein um Ísraelsku samyrkjubúin.  Samyrkjubúin sem eru mikið eldri en Ísraelsríki sjálft, hafa verið útverðir bæði sósialismans og Ísraelsríkis.  En svo bregðast "krosstré" sem önnur og nú er víst farið að slaka á sósíalismanum, kapítalisminn er kominn á kibbutzin, til að vera.

Þó að sjálfur hafi ég aldrei á kibbutz komið, þá hafa kunningar mínir sumir haft þar viðdvöl, flestir borið þeim góða sögu. En þetta er merkilegur hluti af sögunni, en þarna sem annars staðar lætur sósialisminn undan síga, það virðist óumflýjanlegt.  En samyrkjubúin hafa vissulega markað djúp spor í sögu Ísraels, eru samofin sögu ríkisins og munu verða, í það minnsta eitthvað áfram.

Smá bútar úr greininni:

"When Eliezer Gal arrived at Israel’s first kibbutz he had already served in the Red Army as a platoon tank commander at the siege of Leningrad, escaped to West Berlin after being marked down by Stalin for the labour camps and been turned away by the British when he arrived in Palestine aboard the Jewish refugee ship Exodus.

Mr Gal took a lowly job in the cow shed for 18 years and married Michal, a daughter of the kibbutz’s founders, raising his family in the pastoral version of Zionist communism.

Now, aged 82, he is living one final adventure, which he and the other members of Degania call Shinui (The Change). The kibbutz has just voted to privatise itself and assume the trappings of capitalism.

His verdict? “It’s a lot more comfortable. We get a lot more independence, both economically and generally.

“I have seen the other world, I was born in a different world. When I came here it was the real, pure communism. But I knew then that it couldn’t survive forever because people abused it.

“I’m only surprised that it survived for so long. I came from the Great Mother of Communism and she only lasted 70 years. We made it to nearly a hundred.” "

"“When the poor, new immigrants began arriving, the kibbutzniks became objects of hatred, and when the movement began to collapse there was not much sympathy. But Degania is like a first child: when it became vulnerable like the rest of us we could finally afford to have some sympathy. It is a symbol of a simpler time, of what Israel once was.”

Degania’s members insist that they are still proud socialists. “As silly as it may sound we remain one big family,” said Ze’ev Bar-Gal, Mr Gal’s 43-year-old son-in-law, whose monthly income has doubled as the kibbutz’s computer services manager.

“What used to bother many of us was that some members were putting a lot of money into the pot and there were others giving nothing and still receiving more than the big contributors,” he said.

Degania was founded in 1910 when ten men and two women rode on horseback across the River Jordan and established a camp at Umm Juni on land purchased by the Jewish National Fund.

The pioneers built a defensive quadrangle of work buildings from locally quarried basalt. At the time they wrote: “We came to establish an independent settlement of Hebrew labourers, on national land, a collective settlement with neither exploiters nor exploited — a commune”.

Its 320 members paid their salaries into a communal account and received an allowance based on need.

A year ago the kibbutz quietly transferred to a trial system where members were paid according to ability and allowed to keep their earnings. In return, they paid for services and a “progressive” income tax destined to support the elderly and less well-off.

Now The Change has been confirmed as permanent by the votes of 85 per cent of the kibbutz, an improvement on the 66 per cent who gave their consent for the one-year trial.

“We have only privatised the service side, not the businesses,” explained Mr Bar-Gal. “It’s more a change of mentality than anything else and it has put social responsibility into people’s heads.” "

Greinina má finna í heild sinni hér.


Laukrétt, það er um að gera að æfa

Ég held að það sé einmitt lykilatriði, að æfa gráa flykkið eins mikið og mögulegt er.

Allra handa æfingar koma sér vel, þrautir, krossgátur, ný tungumál.  Því meiri sem vangavelturnar eru, því fleiri hugsanir sem þjóta um kollinn, því betra.

Eitt af því sem gera má til að halda sér í þjálfun er svo að blogga, alls ekki það sísta til verksins.  Ein meginástæða þess að ég ákvað að reyna að skrifa eitthvað hér á hverjum degi, er einmitt sú, að ég taldi mig þurfa vettvang, þar sem ég notaði Íslensku á hverjum degi.  Að ég hefði gott af því að hugsa og skrifa á Íslensku, að halda huganum við, þjálfa hugann, fylgjast með helstu málum "heima" og þar fram eftir götunum.

Það borgar sig ekki að láta heilann safna "spiki", af tvennu illu er betra að vera með smá "kúlu" framan á sér. 

 


mbl.is Mikilvægir hlutar heilabúsins halda áfram að bæta við sig fram eftir aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hvalræði?

Það vakti þó nokkuð umtal fyrir fáum vikum þegar Whole Foods hætti að "hampa" Íslenskum vörum.  Það mikla athygli að ýmsir menn sem hafa áhuga á þingsetu töldu málið allt líklegt til snúast á versta veg og kosta Íslensku þjóðina háar upphæðir.

Það virðist sem svo að Whole Foods hafi fyrst og fremst þurft á frekari stuðningi Íslensku þjóðarinnar til markaðsetningar.

Skyldi einhver stjórnmálamaðurinn eða þingsetu áhugamaður spyrja um kostnaðinn við það?

Það kom í ljós að lambakjöt hafði verið selt í Whole Foods með tapi Íslenskra framleiðenda.  Það væri óskandi að það kæmi í ljós hver raunverulegur ávinngur er af annari sölu í verslunarkeðjunni, sérstaklega þegar tekið væri tillit til kostnaðar við markaðssetninguna?


mbl.is Íslenskar afurðir í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst? Fyrirbyggjandi fangelsanir?

Hún getur tekið á sig ýmsar myndir múgæsingin. Eftir að hafa haft lítinn tíma til að lesa Íslenskar fréttir í nokkra daga er ég aftur kominn að tölvunni.

Lykilorðið er klám, þá á ég ekki við lykilorðið mitt sem mbl.is opinberaði stutta stund fyrir alþjóð, heldur þá múgæsingu sem tröllreið umræðu á Íslandi í nokkra daga vegna þess að til stóð að halda kaupstefnu þar sem framleiðendur klámefnis hugðust halda á landinu.

Það er sem sé ekki æskilegt að tala um klám á Íslandi, alla vegna ekki á ráðstefnum.  Þeir sem slíkt ætla að gera eru ekki velkomnir til Íslands og það sem meira er, bændasamtökin hýsa ekki slíkt fólk.

Gamla "slagorðið" að allir sé saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, á ekki við lengur.  Það er best að banna þeim sem hugsanlega gætu brotið af sér að koma til landsins.  Það virðist sem svo að það sé ekki lengur nauðsynlegt að brjóta af sér, það nægir að vera "líklegur" til að brjóta af sér.  Fljótlega verður ef til vill farið að mæla með "fyrirbyggjandi fangelsunum".

Hvað ætli gerðist á Íslandi ef Saab verksmiðjurnar skipuleggðu hvataferð til Íslands?

Sagði einhver "Bleikt og Blátt", eða "Falon Gong"?


mbl.is Ómögulegt að flokka ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5% lántökugjöld

Það vakti nokkra athygli að í Kastljósþætti þar sem þeir voru Ögmundur Jónasson og Sigurjón Landsbankastjóri, að Ögmundur talaði um að bankar á Íslandi væru að bjóða viðskiptavinum sínum upp á 5% lántökugjöld.

Sjálfur hef ég aldrei heyrt talað um svo há lántökugjöld, en get auðvitað engan veginn fullyrt að slíkt sé ekki í gangi.  En auðvitað eru lántökugjöld ekkert annað en nokkurs konar forvextir og verulega íþyngjandi sem slík, en það má vera millivegur frá 1 eða 1.5% og upp í 5.

Ögmundur hefur verið gagnrýndur nokku fyrir þessar fullyrðingar sínar, en á heimasíðu hans má nú lesa eftirfarandi:

"Hver sem skýringin er þá eru vaxtakjör hér á landi lántakendum óhagstæð með afbrigðum og er ég þar að vísa í annað og meira en það sem þó skást gerist eins og húsnæðislánin. Í Kastljósþætti í í síðustu (sjá að neðan) viku staðhæfði ég að ég þekkti til þess að fyrirtækjum væri boðin lán (í þessu tilviki í kringum hundrað milljónir, með veði, á 8/9 % vöxtum, 5 % lántökugjaldi og 5% uppgreiðslugjaldi. Því miður get ég hvorki greint frá því hver lántakandinn er né lánveitandinn (tilboð á þessum kjörum kom úr fleiri en einni átt) því ég er bundinn trúnaði – en gögnin hef ég undir höndum. "

Sjá hér.

Það er auðvelt að skilja að viðkomandi lántaki vilji ekki að nafn hans komi fram, en það ætti að vera auðvelt fyrir Ögmund að birta nafn lánastofnunarinnar, og birta afrit af tilboðum, eða skuldabréfum þar sem búið að er má upplýsingar um lántakandann út.

Þangað til gögnin eru sýnd eða einhver stígur fram og getur sýnt fram á að honum hafi verið boðin lánafyrirgreiðsla með 5% lántökugjaldi, er þetta eins og hver önnur óstaðfest kjaftasaga.  Sem er eitthvað sem alþingismenn hljóta að forðast að "höndla" með.

Það er því óskandi að Ögmundur birti gögnin.


Engin fyrirsögn, ekkert "sándbæt"

Ég hef hreinlega ekki rekist á neinar fordæmingar á þessari aftöku, þær hafa þó vonandi verið einhverjar, þó að ég hafi ekki rekist á þær.

Það er sláandi að bera þetta saman við aftökuna á Saddam Hussein. 

Hér er einstaklingur tekinn af lífi, hann ekki fyrrverandi þjóðarleiðtogi, hann ber ábyrgð á dauða 11 einstaklinga.  Hann er tekinn af lífi opinberlega, allir þeir sem kæra sig um geta horft á dauðastríð hans.

Aftakan er tekinn upp á myndband og sýnd í sjónvarpi.

Hvar eru allir stjórnmálaleiðtogarnir og ríkisstjórnirnar sem fordæmdu aftökuna á Saddam?  Hvar eru þeir sem vart máttu vatni halda yfir því að einhver hefði náð að taka upp þá aftöku og dreifa henni um netið?

En það fást líklega engar fyrirsagnir og engin "sándbæt" fyrir að fordæma aftöku á óbreyttum Írönskum andspyrnu/hryðjuverkamanni.

Ég sagði þegar ég bloggaði um aftökuna á Saddam að ég væri "almennt séð" á móti dauðarefsingum, en treysti mér ekki til að fordæma þær skilyrðislaust.

En Nasrollah Shanbe Zehi  (eins og svo margir sem eru teknir af lífi á hverju ári) vekur hjá mér meiri samúð en Saddam Hussein. 


mbl.is Sprengjumaður hengdur fyrir allra augum í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkingariðnaðurinn

Það er alltaf ánægjulegt að lesa fréttir sem þessa, og þær hafa verið nokkrar í þessum dúr á undanförnum misserum.

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá þegar Íslendingar fara í samstarf við vanþróuð lönd líkt og Djíbútí.  Þar veitir ekki af orku, og auðvitað sérstaklega ánægjulegt ef þeir geta, líkt og Íslendingar, nýtt endurnýjanlega orkugjafa.  Það er því miður oft að það er í löndum sem Djíbútí sem mengunin er hvað hlutfallslega mest.

En það væri líklega margt verr til fundið hjá Íslendingum, en að stefna á því að setja stærstan hluta þróunaraðstoðar sinnar í þennan farveg, aðstoða vanþróuð ríki til að nýta vistvæna orku, þar sem það á við.

Það vill oft gleymast í umræðunni, að orkuöflun er hátækni og þekkingariðnaður.  Líklega sá hátækniiðnaður sem Íslendingar standa hvað best í.  Það er því gráupplagt að notfæra sér þá áratuga reynslu og þekkingu sem hefur byggst upp á Íslandi, bæði innanlands og utan.

Til hvers orkan er svo nýtt er annar handleggur.  Vissulega væri æskilegt að dreifa áhættunni og vera ekki með of stóran part orkusölunnar til stóriðju.  Það væri líka afar jákvætt er hægt væri að fá til Íslands orkufrek fyrirtæki sem starfa í tæknigeiranum og menga lítið sem ekkert.

En það verður líka að líta á það að mér vitanlega hefur ekki komið ein einast alvöru eftirleitan frá öðrum en stóriðjufyrirtækjum um stór kaup á Íslenskri orku.

Máltækið segir að betri sé einn fugl í hendi, en tveir úti í skógi.  Það ættu gamlir Alþýðuflokksmenn að muna, enda barðist Iðnaðarráðherra fyrrverandi, Jón Sigurðsson, langri baráttu til að fá til Íslands álver, en hafði ekki erindi sem erfiði. 

Baráttan og vonin ein skila ekki miklu í þjóðarbúið.


mbl.is OR rannsakar jarðhita í Djíbútí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandskynning

Í gær var hin árlega Íslandskynning Íslendingaklúbbsins hér í Toronto.  Þá reynum við eftir fremsta megni að kynna Ísland og ferðamöguleika til Íslands bæði fyrir klúbbmeðlimum og öðrum áhugasömum.

Þar sem konsúlinn sem venjulega ber hitann og þungan af kynningunni er fjarverandi, þá hafði ég tekið að mér að stjórna kynningunni og undirbúa það sem henni hafði ekki tekist á klára.

Þó að við hefðum alveg mátt við meiri aðsókn, það voru ekki nema á milli 40 og 50 manns á kynningunni, þá gekk þetta allt saman bærilega. 

Comfortable Hiking Holydays,  kynntu sína ferð, fulltrúi frá Sambandi sykursjúkra hér í Canada flutti einnig stuttan fyrirlestur, en sambandið hefur staðið fyrir ferð til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í nokkur undanfarin ár og gerir það sömuleiðis í ár.  Loks voru tveir klúbbmeðlimir  með stuttar kynningar, annars vegar um Íslenskunám á vegum Stofnunar Sigurðar Nordal og hinsvegar um sjálfskipulagða ferð sem farin hafði verið síðasta sumar.

Þetta var býsna líflegt og spurningar og umræður fjörugar.  Það sem virðist stand uppúr þegar upplifanir ferðalanganna eru metnar, eru fyrir utan náttúruna, maturinn og verðlagið.

Verðlagið er endalaus uppspretta vangavelta og undrunar.

Ég spurði flesta sem ég spjallaði við hvort að þeir hefðu eitthvað heyrt um hvalveiðar Íslendinga eða Kárahnjúkavirkjun.  Það kom mér ofurlítið á óvart, en þetta hafði ekki verið í umræðunni, og fæstir heyrt nokkuð um þetta talað. 

Einn ferðalangurinn hafði reyndar orð á því að hvalkjötið væri ekki gott.

 


Hálfkveðnar "vísur"

Hún er bæði ógnvænleg og spaugileg nýjasta færsla Össurar Skarphéðinssonar á blogg hans.

 Færslan endar á orðunum:

"– og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt."

Þetta er látið hanga í lausu lofti, en spurningin sem hlýtur að vakna er sú:

Hvað ætla Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir að "gera bönkunum" ef þau komast í stól fjármálaráðherra?

Persónulega finnst mér Jóhanna og Össur skulda Íslendingum og kjósendum skýringu á þessu.  Og í framhaldi af því skuldar Samfylkingin auðvitað kjósendum yfirlýsingu um það hvort það komi yfirleitt til greina að gera Össur eða Jóhönnu að fjármálaráðherra.

Svör óskast.


Hrós

Það er full ástæða til þess að hrósa Friðjóni fyrir þetta mál.

Það er nokkuð ljóst að mínu mati að þetta mál væri ekki statt þar sem það er í dag, ef honum hefði ekki blöskrað þetta og tekið málið upp á bloggsíðu sinni.  Þaðan sem það var í kjölfarið tekið upp í fjölmiðlum.

Síðan, eins og tregðulögmálið gerir reyndar lög fyrir, koma hinar opinberu stofnanir, Talsmaður neytenda og Samgönguráðuneytið.

Þetta mál sannar að það getur heyrst "í einum" og áhrifamáttur bloggsins getur verið mikill.

 Er ekki vel við hæfi að enda þetta á jákvæðum nótum til Friðjóns og Moggabloggsins og segja:

Megi Friðjón og Moggabloggið færa okkur gegnsærri flugfargjöld!


mbl.is Gjöld flugfélaga skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband