Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2007 | 03:30
Klám, internet, kennari og lögreglan
Það hefur verið rætt mikið um klám að undanförnu, og jafnvel borið við að internetið og lögreglan skyti upp í sömu andrá. En kennarar hafa sömuleiðis verið í umræðunni á Íslandi en það hefur verið vegna "klassísks" málefnis, launadeilna og tengist ekki klámi, interneti eða lögreglunni.
En öll þessi element koma fyrir í dómsmáli í Bandaríkjunum.
Þar er kennari ásakaður um að hafa leyft skólabörnum að sjá klám af netinu í kennslustund, en kennarinn ber að tölvukerfið hafi smitast af "veiru" sem hafi skotið upp klámefninu og hún hafi ekki ráðið við að stöðva það.
Það er eiginlega með eindæmum að lesa frétt um þetta mál, mér þykir með ólíkindum að málið hafi farið eins langt og raun ber vitni og að kennarinn eigi hugsanlega yfir höfði sér langan fangelsisdóm.
Vitanlega þarf að taka á málum sem þessum, raunhæfasta lausnin hefði líklega verið að fjárfesta í betri öryggisbúnaði. En "glæpurinn" átti sér vissulega stað, en "internetlöggan" virðist ekki hafa vandað til rannsóknarinnar. Þetta leiðir líka hugann að því hve auðvelt það er fyrir þá sem betri þekkingu hafa á tölvum, að leiða þá sem minni kunnáttu hafa í gildrur, jafnvel taka yfir tölvurnar þeirra.
Í frétt á vef The Times má m.a. lesa eftirfarandi:
" teacher faces up to 40 years in jail for exposing her pupils to online pornography, amid an outcry from computer experts that she is the innocent victim of malicious software.
In a case that has become a cause célãbre in the online world, where millions of rogue websites appear unsolicited on computer screens every day, Julie Amero is gathering a network of supporters who claim that she has been wrongly convicted over an incident she says has destroyed her life.
Amero, a supply teacher in the small Connecticut town of Windham, was convicted last month for exposing her class of 12-year-olds to graphic sexual images on the classroom computer. She contends the images were inadvertently thrust onto the screen by malicious software that she was powerless to stop. Im scared, said Amero, 40. Im just beside myself over something I didnt do. "
"In October 2004 Amero was assigned to a seventh-grade class at Kelly Middle School in Norwich, a city of about 37,000. The regular teacher had logged on that morning. Amero says that before the class started, she sent a quick e-mail to her husband, and then went to the lavatory. She returned to find the permanent teacher gone and two students viewing a hairstyle site.
Shortly afterwards, she says, pornographic advertisements flooded the screen. She says she tried to click them off, but they kept popping up, and the barrage lasted all day. She tried to stop the students looking at the screen, but several saw sexually explicit photographs. It was school policy not to turn off computers.
Two days later she was suspended and was then arrested and charged with risk of causing injury to a minor. She rejected a plea-bargain deal that would have kept her out of jail. At her three-day trial, prosecutors argued that Amero was actively searching the web for pornography during the class.
Prosecutors relied heavily on testimony from a computer crimes police officer, Mark Lounsbury, who admitted that the software used to analyse the computer could not distinguish between mouse clicks and automatic redirects caused by malicious software. Herb Horner, a defence witness and computer expert, said that the children had visited an innocent hairstyle website and were then redirected to another site with pornographic links. It can happen to anybody, Mr Horner said.
Crucially to Ameros case, the school has admitted that the computer had no firewall because it had not paid the bill. "
"But Mark Steinmetz, who served on the jury, insists that Amero is guilty. I would not want my child in her class. All she had to do was throw a coat over it or unplug it. She says she panicked and did not know how to switch off the computer.
Scott Fain, the school principal, said that Amero was the only teacher to report a problem with the computer. Weve never had a problem with pop-ups before or since.
Sentencing was adjourned yesterday until March 29. The maximum sentence is 40 years, although lawyers suggest that an 18-month jail term is possible. Amero and her husband have opened a blog, julieamer. blogspot.com, asking for contributions to her defence fund so that she can appeal.
She wrote: One day you have the world on a string and the next day the string is cut and you are left falling into an abyss of legal, ethical and social upheaval. Why am I being persecuted for something I had no control over? "
Frétt The Times má finna hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 14:31
Að tapa peningum
Þegar ég var að skondra hér á Moggablogginu, vakti færsla á bloggsíðunni Góðar fréttir athygli mína á þessari frétt á vef Ruv.
Eins og bloggsíðan vekur réttilega athygli á er fréttin að ýmsu leiti nokkuð skringileg. En þar segir m.a.:
"Líffræðingurinn Steven Dillingham var einn þeirra sem vann að skýrslunni fyrir Samtök líftæknifyrirtækja. Fram kom í máli hans að til að líftækniiðnaður á Íslandi verði samkeppnishæfur og að lokum arðbær þurfi mun meira fjármagn en nú er lagt í greinina. Það þurfi að koma frá ríkinu enda sé erfitt fyrir fjárfesta að veðja á einstök líftæknifyrirtæki. Því fylgi mikil áhætta enda geti liðið allt að 15 ár frá því líftæknifyrirtæki er stofnað og þangað til það verður arðbært.
Mörg líftæknifyrirtæki muni ekki lifa af og því geti fjarfestar ekki sett stórar upphæðir í slík fyrirtæki, upp á von og óvon. Það sé hlutverk stjórnvalda að fjármagna rannsóknir í líftækni sem nýtist fyrirtækjunum. Enda geti þjóðhagslegur ávinningur af einu aðbæru líftæknifyrirtæki orðið mikill."
Þetta er auðvitað stórmerkileg niðurstaða. Þar sem fjárfestar eiga á hættu að tapa fé sínu er rétt að ríkið stórauki framlög sín.
Nú er ég með ýmsar stórgóðar hugmyndir (þó ekki í líftæknigeiranum) sem geta ef vel tekst til skapað mikil verðmæti og fjölmörg störf. Hinu ber þó ekki að leyna að þær eru áhættusamar og gæti jafnvel talist líklegra en ekki að þær myndu aðeins brenna upp fé. Sumar þeirra gætu þó komist á legg.
En spurningin er hvar hjá hinu opinbera ég get sótt fé? Eða finnst einhverjum ef til vill betra að markaðurinn sé látin dæma hugmyndirnar?
Persónulega finnst mér ég heyra röksemdina að það þurfi aðeins að koma atvinnugrein á ríkisstyrki til að hún skili stórum ávinningi fyrir þjóðarbúið, einum og oft?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 05:15
Endurgreidd uppgreiðslugjöld
Það er víðar en á Íslandi sem hagnaður banka og annara lánastofnana hefur verið í "skotlínunni". En það er ekki endilega vextirnir sem verða skotspónninn heldur er ráðist á "þóknanirnar" eða "gjöldin".
Perónulega held ég að það sé mun þarfara verk, enda eykur það og auðveldar samkeppni, og vextir eru í sjálfu sér ekki óeðlilegir, ef vaxtamunur er ekki of mikill. Það verður líka að hafa í huga að ef eftirspurn eftir fjármagni er mikil, ýtir það vöxtum upp, gerir reyndar líka auðveldar að setja á gjöld. En þau gera það líka að verkum að það kann ekki að borga sig að skipta um lánastofnun, ef lægri vextir bjóðast og greiða upp eldra lán. Uppgreiðslugjöld, lántökugjöld eru því stór hindrun í samkeppninni.
En hér má finna grein af vef The Times, þar sem fjallað eru um endurgreiðslu á uppgreiðslugjöldum í Bretlandi, eftir aðfinnslur hins opinbera.
Í greininni má m.a. lesa eftirfarandi:
"Mortgage lenders will repay tens of millions of pounds paid by homeowners in unfair mortgage exit fees.
Most banks and building societies said yesterday that they would compensate millions of borrowers over exit fees, levied when they moved to a rival lender. They announced their decision in response to a challenge from the Financial Services Authority, which gave them until yesterday to either charge the original exit fees that customers signed up for, or to justify the new, higher fees.
Melanie Bien, of Savills Private Finance, the mortgage broker, said: Anyone who has remortgaged in the past few years and that is a lot of people will be able to make a claim, depending on their lenders stance. Lenders are concerned about the scale of claims they are likely to see regarding exit fees, which may be why borrowers will have to make a claim themselves, rather than wait to be contacted by their former lender.
Some mortgage lenders have more than doubled their exit fees since 2003 and the highest charge is £295. Customers who were forced to pay higher fees than they had agreed to when taking out their mortgage deal are eligible for a refund.
For example, a borrower who signed up for a three-year mortgage deal with Abbey in 2003 will have agreed to pay an exit fee of £99. But when they redeemed the mortgage last year, they would have been charged £225, as the lender increased its fee in May 2005. This customer could reclaim £126 from Abbey. "
"The watchdogs demands came as a blow to banks, which are being deluged with demands from customers seeking refunds for illegal overdraft charges, some of which are as high as £39.
Some experts said that this could cost the banking industry billions of pounds. The Office of Fair Trading is investigating the charges and is expected to announce its findings later this month. Last year the OFT ordered banks to reduce penalty charges on credit cards.
Most lenders refused to budge on their exit fees after the FSA announced its investigation. Only two lenders said that they were cutting their charges. Portman Building Society cut its fee from £199 to £145 last month, while Skipton Building Society will cut its fee from £175 to £125 from April 1. Other lenders said that their fees were under review.
Ray Boulger, of John Charcol, said: The big plus from the FSA report is that it has made things a lot more transparent.
The fightback gathers strength
Cost of the customer campaigns
Exit fees are the latest in a sustained consumer backlash against financial institutions
Last year the OFT capped credit card penalty charges at £12, limiting a lucrative source of income for the issuing companies Customers have also been displaying their displeasure at bank charges for going into the red without permission
Consumer bodies have encouraged them to reclaim these charges and banks have been paying up before the cases reach court or the Financial Ombudsman
More than a million template letters to help people to reclaim overdraft charges have been downloaded from one consumer website. The OFT will rule on overdraft charges this month "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 04:38
Last Night A DJ Saved My Life... - Ríkisútvarpið með "stórum staf".
Þeir gerast ekki öllu þekktari útvarps "dídjeyarnnir" en Hugo Chavez. En eftir því sem fréttir herma er hann með daglegan þátt í ríkisútvarpinu í Venezuvela, "Aló Presidente", eða "Halló forseti".
En eins og hefur komið fram víða, vakti það mikla athygli þegar Fidel Castro hrindi inn í þáttinn "í beinni".
Þeir félagar spjölluðu víst góða stund, Castro sagðist vera hress, þeir tóku "rant" á Bush, spjölluðu um ethanólframleiðslu, byltinguna á Kúbu og fall fjármálamarkaða sem Castro sagði víst bera siðferðislegum yfirburðum sósíalismans vitni.
Þáttur Chavezar var víst 7 tíma sjónvarpsþáttur hvern sunnudag, en fyrir u.þ.b. mánuði breytti hann þáttinum yfir í daglegan útvarpsþátt., en er með 90 mínútna sjónvarpsþátt á fimmtudögum.
Einhvern veginn gefur þetta orðinu "ríkisútvarp" nýja og dýpri merkingu.
Það er spurning hvort við megum ekki eiga von á grein í Lesbókinni, um hvernig Chavez sé að færa ríkisútvarpið í Venezuvela til betri vegar? En aðdáendur Chavezar á meðal Íslenskra stjórnmálamanna hljóta altént að vera að undirbúa breytingartillögur hvað varðar Íslenska ríkisútvarpið og mun þá Kanadíska hljómsveitin Bachman Turner Overdrive hljóma nokkuð reglulega. Ekki skemmir að sveitin er frá "Íslendingaborginni" Winnipeg.
En hér má lesa frétt á vef The Times um útvarpsþátt Chavezar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 03:09
Skítug barátta í Frakklandi
Frönsk stjórnmál hafa ekki endilega þótt þau "hreinlegustu", þó að Frakkar geti verið merkilega umburðarlyndir gagnvart frambjóðendum á ýmsum sviðum.
Eins og fram kemur í frétt mbl.is sem tengd er þessari færslu, hafa nú komið fram nokkuð alvarlegar ásakanir gegn Sarkozy varðandi húsakaup hans.
Það er ekki langt síðan komu fram ásakanir gegn Royal um að hún hefði vanmetið "villu" sína við Miðjarðarhafið, þegar hún taldi fram til skatts.
Blaðið Le Canard, sem frétt mbl.is er byggð á, hefur jafnframt tilkynnt að blaðamenn þess vinni að grein um húsnæðismál Royal, sem eigi að birtast í næstu viku.
Það er því líklegt að þetta sé langt í frá það síðasta sem við heyrum og lesum í þessum dúr.
Húsnæðismál hafa reyndar spilað þó nokkra rullu gegnum tíðina í Frönskum stjórnmálum, og má lesa aðeins frekar um það í þessari frétt The Times.
Húsnæðismál Sarkozy í sviðsljósinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 04:44
Evru og vaxtaumræða, enn af 3% vöxtum
Það er oft skringilegt að lesa fréttir af umræðum á Alþingi. Of virðast alþingismenn tala í "kross" og vonlítið er fyrir almenning að vita hvort það sem þeir segja er rétt eður ei.
Vegna þess að ég hef skrifað hér mikið um vaxtamál, þá tók ég sérstaklega eftir ummælum Björgvins Sigurðssonar, en í fréttinni sem hér er tengd við er haft eftir honum eftirfarandi:
"Björgvin sagði, að það sem væri þó mest sláandi snéri að unga fólkinu og húsnæðiskaupum. Sagði Björgvin, að sá sem tæki 15 milljóna króna lán til 40 ár á Evrópuvaxtakjörum greiddi 24 milljónir til baka þegar upp var staðið en íslenski lánþeginn greiddi 74 milljónir á 40 árum. Þetta væri verðbólguskatturinn sem íslenskir fasteignakaupendur greiddu."
Þetta er samsvarandi við það sem lesa hefur mátt í blaðgreinum eftir hann og á heimasíðu þingmannsins. Sjá til dæmis hér.
Ég hef áður bloggað um þessar fullyrðingar Björgvins, og má sjá það hér, hér og hér.
Nú ætla ég ekki frekar en áður að mótmæla þeirri staðreynd að víðast hvar eru vextir til húsnæðiskaupa lægri en á Íslandi, en ég hef hvergi getað fundið á Evrusvæðinu vexti sem eru 3% eða lægri.
Ég vil því enn og aftur auglýsa eftir tenglum á heimasíður þar sem slíkir vextir eru í boði.
En þetta er enn eitt dæmið um að það er erfitt að sannreyna það sem stjórnmálmenn eru að segja, vegna þess að þeir nefna ekki nein dæmi (t.d. nafn á banka, eða þó ekki væri nema landi, í þessu tilviki) máli sínu til stuðnings.
Fullyrðingarnar eru einfaldlega settar fram án þess að nokkuð fylgi þeim. Þó að það kunni að vera óhentugt í ræðustól, ætti það að vera auðvelt í blaðagreinum og þó sérstaklega á heimasíðum.
Kaupmáttaraukning eða verðbólguskattar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2007 | 00:18
"Æjatolla" Steingrímur og gullið í Silfrinu
Eins og áður var sagt hér á blogginu, horfði ég á Silfur Egils í dag. Þar kom meðal annara Steingrímur J. Sigfússon. Mælskur var Steingrímur eins og endranær, en eins og oft áður var ýmislegt í málflutningi hans sem mér féll ekki í geð.
Meðal annars talaði Steingrímur um að það yrði að hækka fjármagnstekjuskattinn. Hann talaði um að VG væri þeirrar skoðunar að rétt væri að skattleggja fjármagnstekjur jafn hátt og tekjuskatt fyrirtækja eða 18% (hér er rétt að hafa í huga að hann virðist þó ekki vera þeirrar skoðunar að skattleggja eigi fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur almennings, eða að hækka þurfi tekjuskatt fyrirtækja og ber að fagna því).
Steingrímur sagðist þó vilja taka þetta í áföngum og hækka í 14-15% til að byrja með. Hann bætti því við að "almennur sparnaður" yrði undanþeginn fjármagnsskatti ef VG fengi að ráða, svona eins og 120.000 sem yrðu skattfrjálsar vaxtatekjur.
Það má sem sé eiga eins og eina milljón á bankabók, án þess að Steingrímur og félagar vilji fara að taka af viðkomandi fjármagnstekjuskatta. Það er allt og sumt.
En í sama þætti sagði Steingrímur að hann væri fylgjandi hátekjusköttum sem byrjuðu í um það bil 1.200.000 fyrir hjón, ef ég skyldi rétt.
Það er sem sé allt í lagi að hafa ágætis tekjur, en það er sjálfsagt að refsa þeim sem spara, mér fannst alla vegna ekki hægt að skilja þetta öðruvísi.
Ef einhver á til dæmis að safna sér fyrir útborgun í íbúð, þá þykir Steingrími og félögum sjálfsagt að hækka á hann skattana.
Er ekki réttara að hafa einfalda á lága álagningu á fjármagnstekjur og hvetja til sparnaðar?
Sömuleiðis þykir Steingrími ekkert tiltökumál að taka það vald af eigendum hlutabréfa að kjósa þann sem þeir treysta best til að sitja í stjórnum fyrirtækja. Þar vill hann að hið opinbera setji lög, sem leyfi þeim sem atkvæðisrétt hafa í fyrirtækjum aðeins að kjósa þann sem þeir vilja, ef vilji þeirra fer saman við vilja Steingríms og skoðanbræðra um að helmingur sem kosinn sé af hvoru kyni.
Sömuleiðis virðist Steingrímur vilja skerða lýðræðisréttinn að sama marki í almennum kosningum.
Svo vill Steingrímur, rétt eins og "æjatollarnir" koma á fót internetlögreglu.
Ég segi bara púff, og ætla rétt að vona að Íslendingar hafi í stórum hópum snúið baki við VG í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.2.2007 | 18:30
Konurnar sem var hafnað
Það er dálítið merkilegt að lesa svona ályktanir. Sögulegt tækifæri, kjósum konu sem forsætisráðherra og svo framvegis.
Vissulega er möguleiki á því að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra eftir kosningarnar í vor. Sömuleiðis hlýtur að teljast að möguleikarnir á því hafi verið þó nokkrir fyrir síðustu kosningar, en fyrir þær var hún yfirlýst forsætisráðherraefni flokksins.
Að flestu leyti verður að teljast að möguleikarnir á því að hún verði forsætisráðherra nú séu mun minni heldur en fyrir 4 árum, vegna þess hve staða Samfylkingarinn (í skoðanakönnunum) er miklu mun verri en var þá.
Það má því segja að ef fram heldur sem horfir, þá hafni kjósendur þessum kosti.
En auðvitað er ekkert gefið þegar er komið út í viðræður og tilboð um stjórnarmyndanir. Það sást auðvitað vel, þegar þáverandi formaður Samfylkingarinnar var reiðubúinn að gefa forsætisráðherrastólinn til Framsóknarflokks.
En það sama gæti auðvitað orðið uppi á teningnum eftir næstu kosningar, eða ætlar Samfylkingin að lýsa því yfir að hún verði ekki í ríkisstjórn nema undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar?
Það fer svo auðvitað vel á því að til forystu í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, skuli veljast kona sem kjósendur í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar höfnuðu að gera að leiðtogaefni flokksins.
Líklega hafa þeir misst af nokkuð sögulegu tækifæri þar?
Segir sögulegt tækifæri gefast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2007 | 16:12
Hver næst?
Eins og svo marga sunnudagsmorgna er ég að horfa á Silfur Egils á netinu, það er venjulega ágætis skemmtun.
Það virðist vera að komast á hefð að í þáttinn komi Samfylkingarmenn og gefi yfirlýsingar um að þeir séu búinir að segja sig úr flokknum.
Maður hlýtur að velta því fyrir sér, hver verður næstur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 19:49
Byltingin byrjar heima fyrir
Þessi niðurstaða óformlegar könnunar á landsfundi Vinstri grænna þarf ekki að koma neinum á óvart. Þó að fordæmingar á "einkabílismanum" séu hvergi háværari en í þeim flokki, þó er þeir sem sækja landsfund flokksins líklega eins og flestir aðrir Íslendingar. Gjarna að flýta sér, þurfa að komast hratt og örugglega á milli staða og þeim verður líklega kalt og blotna jafn auðveldlega og aðrir Íslendingar. Það er nefnilega ekkert sérlega auðvelt eða þægilegt að ferðast á hjóli íklæddur dragt eða jakkafötum, svo dæmi séu tekin, hvort sem verið er með bindi eður ei.
En vissuleg er blessaður strætisvagninn eftir. En enginn af þíngfulltrúunum virðist hafa ferðast með þeim kosti heldur.
En það er auðvitað auðveldara að mæla fram "grænkuna" en lifa eftir henni.
Hvernig hljómar annars texti Spilverksins.... "Setjið nú upp húfurnar, því hún er farin út um þúfurnar. Græna........
En það er auðvitað affarasælast að byltingin byrji heima fyrir, en "einkabílisminn" er sterkur, svo sterkur að hann leggur Vinstri græn að velli sem aðra.
Er ekki bara að bíða eftir ályktun frá þinginu um nauðsyn þess að stórauka gatnaframkvæmdir til að greiða höfuðborgarbúum leið, eða skyldi ennþá verða lögð áhersla á hjólreiðastíga og almenningssamgöngur?
Ég bíð spenntur.
Einn á hjóli hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)