Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2007 | 05:46
Við styðjum ekki að lækka skatta, en við lofum að hækka þá ekki
Ég held að flestir hljóti að fagna því að enginn stjórnmálaflokkur virðist stefna að því að hækka álögur á Íslensk fyrirtæki.
En það hlýtur samt að teljast nokkuð athyglisvert að núverandi stjórnarandstaða, sem lýsir því nú yfir að hún hyggist ekki hækka þessar álögur, var eindregið á móti því að þær væru lækkaðar á sínum tíma.
Samfylkingin lagðist til dæmis eindregið á móti því að skattar á fyrirtæki væru lækkaðir úr 30% í 18, en taldi hæfilegt að fara niður í 25%.
Vinstri græn vildu þá alls ekki lækka þessar álögur.
Það má því velta því fyrir sér hversu trúverðugur sá málflutningur er, þegar þessir flokkar segjast ekki vilja hrófla við eða auka álögur á Íslensk fyrirtæki.
Ef til vill má binda við það vonir að þeir hafi skipt um skoðun á þeim árum sem hafa liðið og séu nú sammála stjórnarflokkunum um gagnsemi og skynsemi þessara breytinga.
Hitt er þó líklega ekki síður líklegt, að þeir viti sem er, að það er ekki vænlegt til vinsælda að tala mikið um skattahækkanir.
Engin áform um að hækka álögur á íslensk fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2007 | 04:36
Helgartilboð - 2 tennur dregnar á verði einnar?
Auðvitað á að leyfa tannlæknum, rétt eins og öðrum að auglýsa þjónustu sína. 'Eg held að því samfara séu ekki miklar hættur. Það er heldur ekki miklar líkur á því að við sjáum tilboð í líkingu við það sem ég setti hér í fyrirsögn.
Sjálfur bý ég þar sem tannlæknum er leyft að auglýsa, og þeir gera það í þó nokkrum mæli. Þó verð ég að taka fram að ég man ekki eftir því að hafa nokkru sinni séð minnst á verð í tannlæknaauglýsingum hér. Auglýsingarnar eru allar fullar af fallegu fólki sem var með ljótar tennur áður en það heimsótti viðkomandi tannlækni.
Eftir þær heimsóknir er það með fallegt bros, fullt sjálfstrausts og gengur mikið betur í lífinu.
Reyndar hef ég það eftir nokkuð góðum heimildum að hér í Kanada gefi samtök tannlækna út viðmiðunarverð fyrir félagsmenn sína, en að sjálfsögðu er þeim frjálst að vera fyrir ofan eða neðan það verð. Samkeppnisyfirvöld hér láta sér þetta í léttu rúmi liggja.
Hins vegar væri það auðvitað til bóta, bæði hér í Kanada og á Íslandi, ef tannlæknar auglýstu nokkur verðdæmi, t.d. hvað skoðun, röntgenmynd, hreinsun o.s.frv kostaði.
Allar upplýsingar sem neytendur fá eru tvímælalaust af hinu góða.
Svo er auðvitað spurning hvort að neytendasamtökin geti ekki gert verðkannanir á þessum vettvangi sem öðrum?
Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 13:57
Dagvist, óþekkt og orðaforði
Niðurstöður úr viðamikilli rannsókn á áhrifum dagvistar á börn í Bandaríkjunum hafa vakið nokkuð mikla athygli. Alla vegna hef ég fengið greinina "emailaða" til mín frá 3. mismunandi aðilum.
Í stuttu máli sagt eru niðurstöðurnar þær að dvöl barna á dagvistarstofnunum hafi skaðleg áhrif á hegðun þeirra.
Það kemur einnig fram í niðurstöðunum að börn sem hafa verið í dagvist hafi gjarna betri orðaforða en börn sem ekki hafa dvalið á slíkum stofnunum.
Það hefur reyndar vakið athygli mína að fjölmiðlar virðast sitt á hvað kjósa að hampa þessum niðurstöðum, en það er þó líklega ekki óeðlilegt, en stundum myndast þó sá grunur að það fari nokkuð eftir pólítískri afstöðu fjölmiðlanna hvoru er vakin meiri athygli á.
Þetta er óneitanlega athyglivert innlegg í umræður í þjóðfélögum sem leggja á meiri áherslu á dagvistir og æ stærri hópur barna eyðir á meiri tíma á dagvistarstofnunum. "Vinnudagur" barnanna á dagvistarstofnunum enda gjarna lengri en vinnudagur foreldranna.
Ég myndi líka þyggja tengla ef einhver hefur upplýsingar um aðrar slíkar rannsóknir, ég tala nú ekki um ef einhverjar hafa farið fram á Íslandi.
En í frétt NYT má m.a. lesa eftirfarandi:
"A much-anticipated report from the largest and longest-running study of American child care has found that keeping a preschooler in a day care center for a year or more increased the likelihood that the child would become disruptive in class and that the effect persisted through the sixth grade.
The effect was slight, and well within the normal range for healthy children, the researchers found. And as expected, parents guidance and their genes had by far the strongest influence on how children behaved.
But the finding held up regardless of the childs sex or family income, and regardless of the quality of the day care center. With more than two million American preschoolers attending day care, the increased disruptiveness very likely contributes to the load on teachers who must manage large classrooms, the authors argue.
On the positive side, they also found that time spent in high-quality day care centers was correlated with higher vocabulary scores through elementary school."
"The findings are certain to feed a long-running debate over day care, experts say.
I have accused the study authors of doing everything they could to make this negative finding go away, but they couldnt do it, said Sharon Landesman Ramey, director of the Georgetown University Center on Health and Education. They knew this would be disturbing news for parents, but at some point, if thats what youre finding, then you have to report it.
The debate reached a high pitch in the late 1980s, during the so-called day care wars, when social scientists questioned whether it was better for mothers to work or stay home. Day care workers and their clients, mostly working parents, argued that it was the quality of the care that mattered, not the setting. But the new report affirms similar results from several smaller studies in the past decade suggesting that setting does matter.
This study makes it clear that it is not just quality that matters, said Jay Belsky, one of the studys principal authors, who helped set off the debate in 1986 with a paper suggesting that nonparental child care could cause developmental problems. Dr. Belsky was then at Pennsylvania State University and has since moved to the University of London.
That the troublesome behaviors lasted through at least sixth grade, he said, should raise a broader question: So what happens in classrooms, schools, playgrounds and communities when more and more children, at younger and younger ages, spend more and more time in centers, many that are indisputably of limited quality?"
Fréttina má finna hér. Heimasíðu rannsóknarinnar hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 07:38
Hvert sækja ný framboð fylgið?
Það er þess vert að skoða þessar niðurstöður könnunar Capacent og verður fróðlegt að sjá niðurstöðu næstu könnunar hjá Capacent.
Þessar niðurstöður virðast benda til að "Hreyfingin" eigi hljómgrunn á meðal nokkuð stórs hóps Íslendinga.
Niðurstaða þessarar könnunar bendir þó til þess að "Hreyfingin" hafi ekki náð að nýta sér þann hljómgrunn, þ.e.a.s. að breyta honum í fylgi. 5% í fyrstu könnun getur varla talist góður árangur, enda líklega eitthvað lélegasta "debut" stjórnmálaflokks á Íslandi, alla vegna svo að ég muni eftir. En eins og Capacent könnunin gefur til kynna, eru möguleikarnir fyrir hendi.
Það er eins og svo margir áttu von á að líklegt fylgi "Hreyfingarinnar" komi að stærstum hluta frá stjórnarandstöðunni, VG og svo "Fylkingunni". Sömuleiðis er líklegt að "Hrefyingin höggvi vel af Frjálslyndum. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að stjórnarflokkarnir fari ekki mikið neðar heldur en þeir hafa verið að mælast í nýlegum könnunum, enda hafa þeir ekki mikið meira en "kjarnafylgi" í þeim. Það er því spennandi að sjá næstu Capacent könnun (Fréttablaðskönnunin gefur vísbendingar, en það er þó betra að bera saman Capacent við Capacent).
Svo er það líka spurning hvað gerist þegar "Hreyfingin" fer að kynna fleiri frambjóðendur og stefnumál. Það er auðveldara að setja fram lítinn hóp sem kjósendur geta sætt sig við, en þegar hópurinn stækkar vandast málið oft.
Þessi niðurstaða í könnuninni finnst mér líka athygliverð: "Sömuleiðis er ungt fólk opnara fyrir því að kjósa þessi framboð. 32% fólks á aldrinum 1829 ára segja líklegt að þau kjósi framboð eldri borgar og öryrkja, en 16,9% fólks á aldrinum 6075 ára."
Það virðist því vera meiri stuðningur við framboð aldraðra og öryrkja á meðal ungs fólks heldur en aldraðra, ef til vill ekki sú niðurstaða sem ég hefði reiknað með fyrirfram.
15% sýna nýjum framboðum áhuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 05:41
Ef ...
... sú hugsun að við höfum landið aðeins að láni frá afkomendum okkar og rétt sé að hrófla sem minnst við því, hefði verið ríkjandi frá því að landið hóf að byggjast, hvernig liti Ísland þá út í dag?
Hver væru lífskjörin? Hvað gæti landið brauðfætt marga? Hvað byggju margir á Íslandi?
Þetta svona flaug í gegnum hugann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi nýjasta skoðanakönnun er allrar athygliverð. Það er þó rétt að hafa í huga að hún er gerð áður en Íslandshreyfingin tilkynnti framboð sitt. En það er einnig einn af þeim hlutum sem gera hana athygliverða, það verður svo fróðlegt að bera hana saman við þá næstu, og sjá þá hvaða fylgi "Hreyfingin" fær og hvaðan það kemur.
Það er engum blöðum um það að fletta að sigurvegari þessarar könnunar (og kannana síðustu vikna) eru VG. Ekki nóg með það að þeir fái 17 þingmenn, heldur eru VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins á meðal kvenna og sömuleiðis gerist það að ég held í fyrsta skipti að VG er stærsti flokkur í kjördæmi.
Þessi könnun markar því nokkur tímamót hvað VG varðar.
Sjálfstæðisflokkurinn er á þokkalegu róli á Suðvesturhorninu, en fylgi hans í landsbyggðarkjördæmunum hlýtur að teljast áhyggjuefni. Þá vekur það auðvitað sérstaka athygli að VG er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í NA og því stærsti flokkurinn.
Niðurlæging Samfylkingar heldur áfram og mælist flokkurinn nú rétt í sherryfylgi og virðist flokknum ekkert ganga í haginn. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að enn geti sigið á síðri hliðina fyrir flokkinn þegar Íslandshreyfiningin kemur til skjalanna í næstu könnun, en það gildir vissulega um fleiri flokka.
Framsókn og Frjálslyndir síga báðir örlítið á, en það er spurning hvað Íslandshreyfingin nær að höggva af Frjálslyndum, en ég hef ekki trú á því að þeir haggi Framsókn mikið.
En hver er þá líklegasta ríkisstjórnin að kosningum loknum?
Auðvitað verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks með annaðhvort VG eða Samfylkingu að teljast nokkuð líkleg en það eru fleiri möguleikar sem eru vert að gefa gaum.
Margir tala um VG, Samfylkingu og Framsókn, og vissuleg væri það líklega óskastaða VG, enda ættu þeir lang sterkasta tilkallið til forsætis.
En ef Íslandshreyfingin nær þokkalegum þingstyrk þá yrði að teljast afar líklegt að nýtt vinstristjórnarmynstur yrði til. VG, Samfylking og "Hreyfingin".
Allir þessir flokkar leggja ríka áherslu á "Stoppið" og ættu því að vera sterkur samhljómur þar. Ég held að önnur "smámál" s.s. ESB ættu ekki að þvælast fyrir samkomulagi.
Spurningin sem vaknar þá er auðvitað, yrði þá hleypt úr Hálslóni? Ómar er því fylgjandi, Steingrímur hefur lýst því að hann myndi styðja slíkt og sumir Samfylkingarmenn gætu ábyggilega stutt slíka feigðaflan.
Vonandi fá fjölmiðlamenn fram svör við slíkum spurningum á næstu vikum.
En það er ljóst að spennan fer vaxandi.
Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2007 | 03:05
Að vera grænn í gegn?
Ég get ekki varist þeirri hugsun að finnast umræða um umhverfismál á Íslandi að mörgu leyti komin út í nokkrar öfgar. Menn keppast við að yfirbjóða hvern annan í því að vera "grænni og betri" en náunginn. Meðal annars hef ég heyrt yfirlýsingar frá Íslandshreyfingunni um að þeir séu "grænir í gegn".
En hvað er að vera grænn í gegn, þarf ekki að skilgreina það? Ég er ekki viss um að allir yrðu á eitt sáttir um hvernig sú skilgreining væri.
Sjálfur er ég ekki "grænn í gegn", þó flokka ég sorp, 3. flokkar, rotnanlegt, plast, gler og pappír og svo annað sorp. Ég fer með rafhlöðurnar á viðurkennda staði, rafmagnstæki og annað slíkt safnast fyrir í bílskúrnum þangað til hægt er að skila því af sér á umhverfisdögum og öll heimilistæki eru keypt með því sjónarmiði að þau noti sem minnsta orku og vatn (vegið á móti því sem þau skila í notagildi). Keypti mér mannknúna sláttuvél og moka snjóinn með skóflu.
En listinn yfir það sem kæmi í veg fyrir það að ég teldist "grænn í gegn" yrði langur líka. Ég nota pappírsbleyjur (fyrir börnin nota bene), ég grilla stundum á kolum, keyri minn bíl, borða mikið kjöt (sumir vilja meina að mengun frá nautgripum sé stórt umhverfisvandamál, líklega væri verulega umhverfisvænt að skipta yfir í hvalsteikur), ég kaupi vatn á flöskum í stórum stíl (klórblandað vatn er bara ekki að gera sig), geng meira að segja svo langt að kaupa gjarna innflutt vatn frá Ítalíu (San Pellegrino er bara svo skratti gott). Líklega mætti bæta lengi við þennan lista.
En hvað skyldu margir geta sagt með góðri samvisku að þeir séu "grænir í gegn?
En eru menn grænir í gegn ef þeir vilja stórauka ferðamannastraum til Íslands, með tilheyrandi aukningu á flugi og útblæstri tengdu því?
Eru menn grænir í gegn ef þeir vilja stórauka ferðamannastraum til Íslands með tilheyrandi álagi á náttúruna? Eru ekki margir sem vilja meina að margir ferðamannastaðir séu komnir að þanþoli sínu hvað á álag varðar?
Það má ekki misskilja þetta, sjálfur hef ég ekkert á móti ferðaiðnaðinum, tel hann tvímælalaust af hinu góða. En gallinn við hann er þó að hann er nokkuð sveiflukenndur á milli ára og árstíða og svo hefur hann ekki beint orð á sér fyrir að skila miklu af hálaunastörfum.
Ég heyrði líka í viðtali við Ómar Ragnarsson að hann vildi stórauka veiðar krókabáta, vegna þess að það væri umhverfisvænt, efldi sjávarbyggðir og fljótlega færi að fást mikið betra verð fyrir þær afurðir vegna þess hvað þær væru umhverfisvænar.
Ekki ætla ég að draga það í efa að slíkar veiðar eru umhverfisvænar, en sjálfsagt er hagkvæmnin stærri spurning. Hitt dreg ég ekki í efa, að ef að verð á slíkum afurðum fer að verða miklu hærra en t.d. þeirra sem veiddar eru með trolli, þá treysti ég Íslenskum kvótaeigendum til þess að færa aflaheimildir sínar í slíkar veiðar án afskipta stjórnmálamanna. Þeir eru jú í bisness. "Hægriflokkur" hlýtur að treysta markaðnum til að færa aflaheimildirnar þangað sem þær skila mestum arði, en það er einmitt það sem Íslenskt þjóðfélag þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2007 | 04:52
Minna vinstri græn?
Ég hef nú ekki getað fylgst mikið með fréttum frá Íslandi síðustu vikurnar, en það hefur þó ekki farið fram hjá mér að nýr stjórnmálaflokkur er kominn fram á sjónarsviðið.
Þó að ég verði að viðurkenna að mér finnst það alltaf hálf orwellískt og um leið hjákátlegt þegar þessi leið er valin í nafngiftum (sbr. Þjóðarhreyfingin) þá er best að láta það liggja á milli hluta.
En ég get ekki gert að því að ég velti því fyrir mér þegar ég les fullyrðingar um að þetta eigi að vera flokkur hægra megin við miðju, hvaðan hægri stefnan komi í flokkinn?
Þó að vissulega sé miðjan ekki "naglföst" eða verulega vel þekkt stærð eða staðsetning í stjórnmálum verð ég að viðurkenna að Margrét Sverrisdóttir hefur aldrei komið mér fyrir sjónar sem hægri manneskja, það hefur Jakob Frímann Magnússon ekki gert heldur.
Ég hendi ekki ekki alveg reiður á pólítískri staðsetningu Ómars Ragnarssonar, ef til vill er það hann sem kemur með hægri stefnuna inn í pakkann?
Aðrir sem ég hef frétt að hafi verið á stofnfundinum hafa heldur ekki verið taldir miklir hægrimenn hingað til.
Væri ef til vill betra nafn á framboðið Minna vinstri græn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2007 | 04:39
Endurgreiðsla frá sparisjóðnum
Það er ekki algengt að það berist skemmtilegur "gluggapóstur" inn á heimilið. En það gerðist þó fyrir fáeinum dögum.
Það barst hér bréf frá Eistneska sparisjóðnum hér í Toronto þess efnis að vegna góðrar afkomu sjóðsins fengju allir viðskiptavinir sjóðsins dálitla upphæð sem þökk fyrir viðskiptin.
Til grundvallar eru lagðar bæði innistæður sem og vaxtagreiðslur. Þar sem húsnæðislánið okkar er hjá sparisjóðnum auk hluta af almennum viðskiptum okkar þá lagði sparisjóðurinn jafngildi u.þ.b. 40.000 Íslenskra inn á reikninginn okkar.
Er það ekki svona sem fyrirtæki byggja upp viðskiptavild?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 04:33
Ekkert bloggað
Hér hefur ekkert verið bloggað í háa herrans tíð, líklega í um það bil 3 vikur. Líklega verður sökum anna, frekar stopult bloggað á næstunni, en þó verð ég að reyna að gera einhverja bragarbót á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)