Færsluflokkur: Bloggar
5.4.2007 | 02:38
Ferðaiðnaður og virkjanir
Það er býsna oft sem ég heyri talað um að það að gera út á "túrhesta" og virkjanir fari ekki saman. Á mörgum er að skilja að Íslendingar verði að velja annað hvort.
Líklega verður að gera ráð fyrir því að þeir sem svo tali hafi aldrei komið í eða heyrt af Bláa lóninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 14:06
Valdamiklir Hafnfirðingar
Atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði, sem haldin var um síðustu helgi var um margt athygliverð. Þátttakan var stórkostleg og munurinn gat vart verið minni.
En það er ekki síður athyglivert að lesa um hvað hinir ýmsu spekingar telja að Hafnfirðingar hafi verið að greiða atkæði um.
Talsvert algengt virðist vera að menn telji að Hafnfirðingar hafi verið að greiða atkvæði með algeru stóriðjustoppi og því að ekki verði frekar virkjað á Íslandi.
Næstum því jafn algengt virðist vera að menn telji að atkvæðagreiðslan hafi snúist upp í það að nú sé komið að því að byggja álver á Húsa- eða í Helguvík.
Ennfremur hafa spurst út þær skoðanir að vegna atkvæðagreiðslu Hafnfirðinga geti ríkissjóður ráðist í borun Vaðlaheiðarganga.
Það er ekki spyrja að þeim völdum sem Hafnfirðingum hafa verið færð.
Ég sem hélt í einfeldni minni (eins og bæjarstjórinn í Hafnarfirði) að kosningin snérist um deiliskipulag. Hvort að "Álverinu" yrði heimilt að nýta þá lóð sem Hafnarfjarðarbær hafði verið svo vinsamlegur að selja því.
Svona er hægt að misskilja hlutina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2007 | 08:49
Í góðsemi (pólitík) þar vega þeir hver annan
Það hefur verið nokkuð rætt um það að undanförnu að þessi eða hinn flokkurinn ráðist eingöngu á suma flokka og hlífi öðrum, nú eða að einstaka stjórnmálamenn verði fyrir "einelti" og eins og oft áður sýnist sitt hverjum.
Persónulega finnst mér þetta ekkert til að gera veður út af nema síður sé, mér finnst þetta allt svo rökrétt.
Það er til dæmis talað um að VG hamri á Framsóknarflokknum en skjóti ekki mikið á Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þykir mér í sjálfu sér eðlilegra. Þó að það hafi reyndar margoft komið fram að VG séu ósammála Sjálfstæðisflokknum í flestu, þá er það einfaldlega svo að möguleikarnir á því að snúa kjósendum Framsóknarflokksins til að kjósa VG eru margfaldir sé miðað við kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Það er einfaldlega staðreynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá.
Það er engin tilviljun að VG er stærsti flokkurinn (í nýjustu skoðanakönnunum) í Norð-Austurkjördæminu, þar sem Framsóknarflokkurinn var stærstur áður.
Það sama gildir auðvitað um Sjálfstæðisflokkinn, hann á ekki mikla möguleika á því að heilla til sín kjosendur VG.
Það er eins með það sem sumir ganga svo langt að kalla "einelti" á stjórnmálamönnum. Samfylkingin talar um slíkt gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu.
Það er einfaldlega svo að menn reyna að "höggva" þar sem þeir halda að það beri árangur. Ég held að flestir myndu álykta að það hefði gengið bærilega hvað Ingibjörgu varðar.
Nákvæmlega sömu söguna var að segja með Halldór Ásgrímsson, nema hann fékk að mínu mati heldur harkalegri útreið, en hún virkaði.
Davíð Oddsson fékk líka að kenna á þessum meðulum, ekki minna nema síður sé. Hann var vinsælasti stjórnmálamaður landsins, en líka einn sá óvinsælasti. Því vissu andstæðingarnir að jarðvegurinn var til staðar.
Þannig gerast kaupin á pólitísku eyrinni, menn sækja þangað og á þá sem þeir þykjast sjá færi í. Það er eðlilegasti hlutur og lyktar oft af "spuna" þegar verið er að reyna að fullyrða annað.
Bloggar | Breytt 2.4.2007 kl. 04:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 05:08
Þorrablót í Toronto
Öll fjölskyldan fór á "Þorrablót" í kvöld. Eins og ég hef reyndar minnst á áður hér á blogginu, þá er það siður hér í Toronto að "Þorrablót" er haldið í endann mars eða byrjun apríl. Því verður ekkert haggað. (Það minnir mig reyndar á það að nú er ég búinn að blogga í rúmlega ár, því með fyrstu færslum sem ég setti inn var færsla um Þorrablótið í fyrra).
Aðsóknin var með ágætum, eða fast að 200 manns og létu menn vel af sér.
Jóhanna Sigrún Sóley fór á kostum, Leifur Enno skemmti sér manna best, maturinn var ljómandi, rauðvínið ágætt, Reyka vodki á boðstólum og meira að segja hákarl fyrir þá sem hafa bragðlauka fyrir slíkt.
Að sjálfsögðu var ýmislegt sér til gamans gert, þó að hið fornkveðna, maður er manns gaman hafi spilað stærstu rulluna. En það voru afhentir skólastyrkir, þögult uppboð fór fram, föndur og söguhorn voru fyrir börnin og síðast en ekki síst þá spiluðu og sungu Sigrún Haraldsdóttir og Michael (ég náði bara ekki eftirnafninu) félagi hennar, nokkur lög, bæði Íslensk og erlend. Frábært atriði.
Ég tók mér það bessaleyfi að setja hér inn upptöku sem ég gerði af söng þeirra, en þar eru þau að flytja (ef ég man rétt) lag og texta eftir Magnús Þór Sigmundsson. Ég bið þó þó sem á horfa að hafa í huga að upptakan er gerð á litla Canon myndavél og sömuleiðis virðist "syncið" eitthvað hafa farið úr skorðum þegar ég flutti þetta yfir á YouTube. En þetta er svona tilraun að setja þetta hér inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 04:22
Eldfjallaþjóðgarður og Hoover stíflan
Þó að ég sé fyllilega þess fylgjandi að stofnaður sé Eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesi, hann gæti sem best innihaldið nokkrar háhitavirkjanir til þess að sýna hvernig hitinn er nýttur, þá finnst mér varhugavert að taka tölur um aðsókn og hagnað frá Hawaii og heimfæra þær nokkuð hráar yfir á Ísland.
Er það ekki sambærilegt við að Landsvirkjun myndi fullyrða að milljón manns muni koma og skoða Kárahnjúkastífluna, bara af því að sá fjöldi kemur að skoða Hoover stífluna?
Persónulega verð ég að segja að mér finnst þessi málflutningur ekki trúverðugur eða til fyrirmyndar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 04:24
Hvað má virkja, hvenær má virkja, fyrir hvern má virkja. Eða ætla Íslendingar að vera "grænir í gegn"?
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt hefur umræða um umhverfismál verið fyrirferðarmikil á Íslandi undanfarin misseri.
En það ýmsar gerðir af umhverfisverndarsinnum og málflutningur þeirra er mismunandi. Sumir virðast helst vera gegn stóriðju, aðrir gegn virkjunum, aðrir gegn hvoru tveggja. Þannig heyrast margar misvísandi röksemdir.
Þannig virtist t.d. Ómar Ragnarsson eiga mun auðveldar með að sætta sig við stóriðju heldur en Kárahnjúkavirkjun. Ég gat alla vegna ekki skilið málflutning hans með það að hafa Hálslón autt og leiða rafmagn frá Norð-Austurlandi til Reyðarfjarðar (með þá tilheyrandi háspennulínum), öðruvísi.
Hvernig er það annars veit einhver hvort að "Íslandshreyfingin" er með það á stefnuskránni að hleypa úr Hálslóni?
Tekur Steingrímur J. ennþá undir þann málflutning?
Aðrir virðast vera þeirrar skoðunar að það megi virkja (bara ekki strax) og að Íslendingar megi ekki flýta sér um of að nýta orku sína, hún komi til með að hækka í verði.
Þannig tala margir umhverfisverndarsinnar, og mér heyrðist t.d. Andri Snær tala þannig í Kastljósi, að Google eða svipaðar "netveitur" gætu vel hugsanlega viljað koma til Íslands og nota hreina orku fyrir hluta starfsemi sinnar.
Látum það liggja á milli hluta að hér er verið að spila á vonir sem eru ákaflega óljósar, ekki hef ég heyrt að nokkurt fyrirtæki hafi sett fram alvarlega fyrirspurn til Íslensks orkufyrirtækis í þessa veru. Látum það liggja á milli hluta hvaða breytingar yrðu að verða í öryggi netsambands við Íslands áður en stórfyrirtæki á þessu sviði fara að íhuga að setja hluta sinnar upp á Íslandi.
Segjum að Google eða Yahoo komi í haust og vilji athuga að setja upp útibú á Íslandi. Hvert verður þá svarið?
Verður svarið að hér sé virkjanastopp og þeir beðnir að koma aftur eftir 5 ár, þegar verður lokið öllum athugunum og vinnu við "rammaáætlanir"?
Eða verður svarið að Íslendingar séu hættir að virkja, nema rétt si svona til að eiga rafmagn fyrir ljósum? Síðan ætli Íslendingar að athuga málið frekar þegar hægt verði að keyra rafmagnsbíla?
Eða hvar mætti virkja fyrir þessa starfsemi?
Staðreyndin er sú að þó að vissulega væri æskilegt að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf og orkunotkun Íslendinga, þá er það stóriðja og fyrst og fremst álver, einu fyrirtækin sem hafa sóst eftir Íslenskri orku með ákveðnum hætti.
Það má sömuleiðis deila um hversu hratt á að fara í þessum efnum, en stopp er ekki rétta leiðin. Uppbyggingin þarf að halda áfram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.3.2007 | 03:46
Aldrei sá ég Krónikuna
Krónikan er víst komin og farin án þess að ég hafi séð eintak, líklega verður aldrei neitt af því, því ekki telst það líklegt að ég leggi leið mína á bókasöfnin til að grafa upp eintak þegar ég kem næst til Íslands.
En fjölmiðlarekstur á Íslandi (sem víðast hvar annars staðar) er erfiður bisness. Það er enda mikið talað um erfiða stöðu fjölmiðla á Íslandi, sérstaklega reyndar þegar Ruv-frumvörp eru til meðferðar á Alþingi.
En undanfarin ár hafa ekki verið góð fyrir fjölmiðla ef ég hef skilið rétt, sífellt tap og óáran. Þó hefur fjölmiðlum fjölgað á undanförnum árum.
Það leiðir enn og aftur hugann að því hvort að "hagnaðurinn" af Íslenskum fjölmiðlum sé mældur annars staðar en í bókhaldinu?
DV kaupir Krónikuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 03:35
Dágóður selbiti
Það er nokkuð árviss atburður hér í Kanada að selveiðar valda deilum. Mótmælendum, gjarna með einhver "celebrity" með sér, lendir saman við selveiðimenn.
Þetta er líklega eins og nokkuð ýktari útgáfa af hvalveiðum Íslendinga.
Samt man ég ekki eftir því að veruleg hreyfing hafi verið fyrir því að "boycotta" Kanadískar vörur eða að safnað hafi verið undirskriftum þeirra sem lofi að heimsækja Kanada.
Ég man heldur ekki eftir því að einstök Kanadísk fyrirtæki hafi tjáð sig um veiðarnar.
En þetta getur auðvitað allt hafa farið fram hjá mér.
En það gildir það sama um selina og hvalina, flestar tegundir þeirra eru langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Það er enda sjálfsagt að náttúran sé nýtt með skynsamlegum hætti.
Selakvótinn við Kanada 270.000 á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 14:56
Afstaða til Evrópusambandsins 1990 eða 1995?
Þeir kunningjar mínir sem hafa mikinn áhuga á því að Ísland gangi í ESB hafa sumir hverjir sent mér tölvupóst með þeim upplýsingum að nú sé mikið rætt um meinta umbreytingu viðhorfs Davíðs Oddsonar til Evrópusambandsins á árunum 1990 til 1995.
Bók Eiríks Bergmanns (sem ég hef auðvitað ekki lesið) á víst að leiða þetta í ljós.
Þar sem þeir vita að mín viðhorf hafa ekki verið hliðholl sambandinu og jafnframt að ég hef borið mikla virðingu fyrir stjórnmálamanninum Davíð og framlagi hans til Íslenskra stjórnmála, þykir þeim nú að hafi þeir komið mér í klípu, jafnvel ýtt mér aðeins upp að vegg.
Því er auðvitað til að svara að ég get ekki svarað fyrir Davíð Oddsson, það er hann enda fullfær um sjálfur ef hann kærir sig um.
Hitt er svo ef til vill ekki undarlegt að afstaða margra hafi breyst til "Sambandsins" á þessum árum, enda tók "Sambandið" sjálft gríðarlegum breytingum á þessum árum.
Í raun má segja að Evrópusambandið, í það minnsta eins og það var árið 1995 hafi ekki verið til árið 1990.
Evrópusambandið varð í raun ekki til fyrr en með "Maastricht sáttmálanum" árið 1991. Þar var mörkuð leiðin að því Evrópusambandi sem við þekkjum í dag, gegn t.d. vilja Breta. Þetta má lesa um t.d. á vef BBC hér og hér.
Tímalínu sambandsins má einnig sjá hér.
Í þessu tímabili gerðist það einnig að Íslendingar gerðust aðilar að EES samningnum. Þá lýsti ágætur stjórnmálaforingi því yfir að allt hefði fengist fyrir ekkert. Auðvitað má deila um sannleiksgildi þeirra orða, en var einhver ástæða til þess árið 1995 (eða nú) að "borga" meira fyrir "allt"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 05:57
Þeir kætast hér fyrir Vestan
Það má fullyrða það að þessar fréttir munu ábyggilega gleðja marga hér fyrir "Westan" Fáir staðir á Íslandi eru fólkinu hér ofar í huga en Vesturfarasetrið.
Margir hafa komið þangað og bera því vel söguna, en þeir eru líklega enn fleiri sem hafa áhuga á að fara þangað.
Ættfræðiáhuginn er býsna sterkur hér og margir hafa komið við á Hofsósi í "pílagrímsferðum" sínum bæði þeir sem ferðast á eigin vegum og svo auðvitað þeir sem hafa farið í "Snorra prógramið".
Það má því fullyrða að hér verði menn kátir með að fjárhagsleg framtíð Vesturfarasetursins sé trygg.
Hitt er svo auðvitað umdeilanlegra hvort að ættfræðirannsóknir eigi að vera reknar af ríkinu?
Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)