Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2007 | 03:30
Fagra Keilisnes
Já þeir eru margir sem líst vel á að byggja álver á Keilisnesi janft innan Samfylkingar sem utan, bygging álvers þar enda gamall "kratadraumur".
En Jón verður ekki á þingi á næstu kjörtímabili til að leggja þessu máli lið, en svo er líka spurningin hvort að ekki sé rétt að hafa kosningu á meðal íbúa í Vogum.
Er ekki jafn sjálfsagt að þeir geti kosið álver í Voga, nú eða hafnað því, og að Hafnfirðingar gátu kosið um stækkun.
En spurningin er líka sú, eru allir þeir sem fögnuðu ákvörðun Hafnfirðinga séu reiðubúnir til að standa með íbúum Voga, ef þeir myndu greiða atkvæi með byggingu álvers, og styðja þá þá framkvæmd?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 02:10
... and that's what gets results.
Ég get ekki að því gert að mér þykir það dulítið skondið að fylgjast með Samfylkingarfólki þessa dagana. Mér var að vísu ungum kennt að það væri ekki til fyrirmyndar að gleðjast yfir óförum annara, en ég er ekki viss að að það gildi í pólitík.
En Samfylkingin á erfitt uppdráttar þessa dagana og Ingibjörg nýtur ekki vinsælda hjá landsmönnum, það er alveg sama hvað hún og Samfylkingarmenn "spinna vefinn", það er ekki hægt að líta fram hjá þessari staðreynd.
Og þó að Ingibjörg reyni að flissa og tala um að hún sé eðlilega óvinsæl hjá Sjálfstæðisfólki fyrir að hafa sigrað í Borginni 3svar sinnum, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að hún er óvinsæl hjá Framsóknarfólki, hátt í 40% af VG stuðningfólki treystir henni ekki, og hjá stuðningsfólki annara flokka er yfir 50% hlutfall sem ber ekki hlýjan hug til hennar. Þó starfaði hún með Framsókn og VG í borginni, en sigraði þá ekki. Hún er einfaldlega einn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Punktur.
En æ oftar þessa dagana, þegar ég heyri minnst á Ingibjörgu og Samfylkinguna, þá dettur mér í hug lagið "It Aint What You Do, It´s The Way That You Do It", sem Fun Boy Three ásamt Bananarama gáfu út á plötu fyrir u.þ.b. 25 árum. Stórskemmtilegt lag.
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
And that's what gets results
You can try hard, don't mean a thing
Take it easy, then your jive will swing
It ain't what you do, it's the place that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
And that's what gets results
Do-do-do-do-do-do do-do do do
Do-do-do-do-do-do do-do do do
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
I thought I was smart but I soon found out
I didn't know what life was all about
But then I learnt, I must confess
That life is like a game of chess
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
And that's what gets results
You can try hard, don't mean a thing
Take it easy, then your jive will swing
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 01:55
Þjóðfélag flatneskjunnar?
Auðvitað er enginn í sjálfu sér á móti því að útrýma fátækt, en það er þó hægara sagt en gert. Það verður reyndar að taka það með í reikninginn að fátækt er að vissu marki afstæð, tekjur segja ekki alla söguna um hvað fólk hefur á milli handanna.
Hitt er svo ljóst að ef fátækt er miðuð við hlutfall af meðaltekjum, eða miðgildistekjum eins og virðist helst tíðkast nú um stundir og stjórnmálamenn í VG og Samfylkingu hafa hampað, er aðeins ein leið til að útrýma fátækt.
Það að þjóðfélag flatneskjunnar, þar sem trén sem vaxa best og hraðast eru miskunarlaust höggvin niður, allt í nafni jöfnuðar.
Ég vona svo sannarlega að Íslendingar beri gæfu til að hafna slíku þjóðfélagi í kosningunum í vor.
VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 08:29
Að frelsa konur frá ríkisrekstri - Pólitík í NorðAustri.
Í gærkveldi eftir að ró fór að færast yfir Bjórá og ég var að bíða eftir að Formúlan hæfist, fór ég að horfa á Íslenskt sjónvarp. Horfði meðal annars aðeins á Silfrið frá því á síðasta laugardag, og svo kosningaþáttinn frá NorðAustrinu á Stöð 2.
Ég verð að segja að mér fannst Margrét Pála og það sem hún hafði fram að færa ákaflega áheyri- og merkilegt. Tölurnar sem hún nefndi yfir muninn á konum og körlum sem starfa hjá hinu opinbera var líka sláandi, fast að 60% kvenna en rétt ríflega 20% karla vinna hjá hinu opinber..
Það verður fróðlegt að sjá hvort að það verða umræður í þessa átt á næstunni, sérstaklega nú fyrir kosningar. Það verður sömuleiðis fróðlegt að sjá hvernig "kvenfrelsisflokkarnir" bregðast við við þessari umræðu. Það er líklega flestum í fersku minni hvernig R-listaflokkarnir reyndu að virtist að bregða fæti sem oftast fyrir einkarekstur, t.d. í skólakerfinu.
Enda virtist fulltrúum Samfylkingar og VG í Silfrinu ekki líka þessi málflutningur, enda ekki þekktir fyrir stuðning við einkarekstur, þó að þeir tali líklega þega "mikið liggur við".
En ég myndi segja að það væri þarft að ræða þetta frekar. Háskólasamfélagið á Íslandi hefur tekið gríðarmiklum breytingum með tilkomu einkareksturs og eftir því sem ég heyri hefur skólum og leikskólum Margrétar Pálu verið afar vel tekið.
Kosningaþátturinn frá NorðAustri var nokkuð sléttur og felldur, þó að það færi ekki fram hjá neinum að Steingrímur og Valgerður létu hvort annað fara í taugarnar á sér, snertiflöturinn hjá kjósendahópnum enda stór í kjördæminu.
En niðurstaðan úr þeirri skoðankönnun var ótrúleg og niðurlæging Valgerðar og Framsóknar algjör. Þó að ég hafi nú trú á því að Framsókn "skrapi" inn 2. mönnum í kjördæminu er staðan augljóslega ekki góð.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig umræðan um álver á Bakka á eftir að þróast, en mér þykir líklegt að hún verði fyrirferðarmikil fyrir kosningar. Ég yrði ekki hissa þó að það yrði stærsta málefnið í þessu kjördæmi. Athyglisverð sú hugmynd sem Kristján Þór skaut fram í þættinum, að kosið yrði á meðal Húsvíkinga um byggingu álvers, samhliða þingkosningum.
Allir þeir sem voru fylgjandi því að Hafnfirðingar fengju að segja sitt álit á stækkun Alcan þar, hljóta að óska þess að Húsvíkingar fái sömuleiðis að greiða atkvæði.
Mín spá fyrir þetta kjördæmi er Sjálfstæðisflokkur 3, Framsókn, Samfylking og VG 2 hver, erfiðara eins og gefur að skilja að spá fyrir um jöfnunarmanninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2007 | 08:15
Ekkert nýtt
Ég er nú eiginlega alveg hættur að láta það sem kirkjunarfólk segir fara í taugarnar á mér, enda nokkuð um liðið síðan aðild minni að þeim klúbbi lauk.
En ég get þó ekki stillt mig um að benda á að það er ekkert nýtt að kirkjunnar menn séu á móti framförum, vísindum og ýmsu því sem horfir til almanna heilla.
Áherslan á endalausar framfarir er tál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 06:00
"Vogum" vinnur?
Það er vissulega athyglivert að Alcan kanni möguleika á því að flytja á Keilisnesið. Það er þó meira en að segja það að flytja eitt stykki álver.
En það var mikil vinna lögð í það fyrir nokkrum árum að reyna að koma álveri á það nes. Jón Sigurðsson (ekki Framsóknarhöfðingi, heldur Krata) lagði mikið á sig til að af því gæti orðið, ef til vill rætist sá gamli "kratadraumur" nú?
En skyldi verða kosning? En þykir öllum jafn sjálfsagt að íbúar í Vogum geti kosið til sín álver og þeim fannst að Hafnfirðingar gætu neitað því um stækkun?
Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 07:27
Massa tímatökur
Það var óneitanlega nokkuð ljúft að horfa á Ferrari taka annan pólinn í röð, sitthvorn ökumanninn, nú rétt í þessu.
Það er heldur ekki ónýtt að sjá pólinn skipta 3. um hendur á síðustu sekúndunum. Þannig á þetta auðvitað að vera.
En keppnin á morgun verður líklega hörkuspennandi, ráspóllinn segir lítið, það verða líklega keppnisáætlanirnar sem ráða úrslitum eins og oft áður. Hver er með mest bensín og getur keyrt lengra inn í keppnina, heldur vélin hjá Kimi o.sv.frv.
En ég er bjartsýnn á Ferrari sigur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 03:32
Föstudagurinn góði
Hér í Kanada (og hinum Enskumælandi heimi) er ekki haldið upp á föstudaginn langa, heldur föstudaginn góða (Good Friday). Dagurinn hefur enda verið ákaflega góður og þægilegur, þó að ekki sé hægt að segja að fasta hafi tengst honum, alla vegna ekki hér að Bjórá.
Eins og alla aðra daga var farið snemma á fætur, síðan komu gestir í síðbúinn hádegismat, snæddar fylltar grísalundir, og heimagerður ís, Foringinn og dóttir gestanna, Eneli leituðu síðan að páskaeggjum í garðinum. Þar höfðu Kinderhænur verpt einum 6 eggjum þannig að þau voru nokkuð sátt við eftirtekjuna.
Þessi heiðni siður, að leita að eggjum, eða snæða súkkulaðiegg truflaði hina sannkristnu íbúa Torontoborgar ekki neitt, alla vegna komu engar kvartanir.
Reyndar eru Torontobúar flestir ákaflega umburðarlyndir, enda hér að finna einstaklinga af öllum hugsanlegum (og líklega óhugsanlegum) trúarbrögðum og trúleysingar eru hér víst fjölmennir líka. Þannig hyggur hver að sínu og allir eru þokkalega sáttir.
Sá fjöldi sem fer í kirkju unir hag sínum vel, en lætur sér í réttu rúmi liggja þó að aðir sitji á pöbbnum, eða skemmti sér í heimahúsum. Þannig á það að vera.
Nú sit ég svo fyrir framan tölvuna og bíð eftir því að tímatökurnar fari að hefjast, aðrir fjölskyldumeðlimir eru komnir í rúmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 03:27
Af álfum og Alcan
Það er ekki hægt að segja að atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði um síðustu helgi hafi vakið mikla athygli hér í Kanada, en nóg samt til þess að stuttar fréttir eru ritaðar um málið, enda Alcan Kanadískt fyrirtæki, með höfuðstöðvar sínar í Montreal.
Einhvern veginn virðast fjölmiðlar hér ekki taka þessa atkvæðagreiðslu mjög alvarlega og fá álfar hér um bil jafn mikið pláss í frétt The Globe and Mail og ál.
En í frétt Globe and Mail má lesa eftirfarandi:
"Perhaps the company didn't campaign hard enough among the Hidden Folk.
The votes of 88 Icelanders who live in a tiny, apparently elf-inhabited municipality near the windswept country's capital, appear to have blocked a $1.2-billion (U.S.) smelter project planned by aluminum giant Alcan Inc.
In a referendum held over the weekend, people in the seaside town of Hafnarfjordur voted 50.3 per cent against allowing the government to move a highway and rezone land as part of a planned expansion of the company's ISAL smelter."
"The company will now have to go back to the drawing board and perhaps resubmit a new project plan to Hafnarfjordur if it still wants to boost capacity at the facility, which is Iceland's oldest smelter and has been in operation since 1969.
"It is indicative of the world as a whole, where large industrial projects are not easily accepted by local communities," said Victor Lazarovici, an analyst with BMO Nesbitt Burns Inc. in New York.
However, Hafnarfjordur, whose name simply means "harbour fjord," is no stranger to commerce. It has seen business conducted at its port since the 1300s.
According to local folklore, the town also has one of Iceland's largest settlements of elves, dwarves and other mystical beings. It is said that whole clans of Hidden Folk live in the rocks near the town's centre.
According to a local tourist website, stories abound of instances where new roads or housing developments were under construction and strange happenings took place.
There is no evidence that the Hidden Folk were opposed to the smelter expansion. Indeed, the Icelandic government's practice of giving foreign aluminum companies access to cheap hydroelectric and geothermal power to run their smelters has erupted into a national debate."
Fréttina má finna í heild hér.
Og hér er svo frétt The Toronto Star, en hún er frekar snubbótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2007 | 02:48
Tilætlunarsemi ríkiskirkjunar
Það er dæmi um það ofríki sem ríkiskirkjumenn virðast gjarna vilja tileinka sér að fara fram á að þar sem þeir séu að halda dag hátíðlegan, sé það skylda allra annnara að gjöra slíkt hið sama.
Að sjálfsögðu halda kristnir menn upp á föstudaginn langa (ég kann nú reyndar mun betur við Enska heitið Föstudagurinn góði), en það er ekki þar með sagt að allir aðrir þurfi að gera það líka. Ég reikna ekki með því að mikið að strangkristnu fólki mæti á þennan atburð, en trúleysingar og þeir sem aðhyllast aðra siði geta án efa hugsað sé að hlæja hátt og skella sér á lær þennan dag sem aðra. Persónulega get ég ekki séð að það eigi að þurfa að skemma helgina að neinu leyti fyrir þeim sem kristnir eru.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé heillaríkara að huga að því sem maður sjálfur gerir, en hafa sífellt áhyggjur af háttalagi annara.
Þetta minnir á það að auðvitað er svo heillaríkast að aðskilja ríki og kirkju.
Fáránlegt að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)