Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

"Sambandið" sjálft skiptir Íslendinga ákaflega litlu máli

Hvort að Evrópusambandinu gengur vel eða illa, skiptir Íslendinga í raun littlu máli. Það er enda langt í frá að "Sambandið" sé ein heild, enn að minnsta kosti.

Enda gengur sumum aðildarlöndum þess vel, en öðrum illa. Æ fleiri eru á þeirri skoðun að það sé ekki síst vegna sameiginlegrar myntar margra landa "Sambandsins" sem ýmsum þeirra vegnar svo miður.

En heilt yfir er það Íslendingum í hag að flestum þjóðum gangi vel.

Það væri gott fyrir Íslendinga að Portúgölum og Spánverjum vegnaði betur og keyptu meira af íslenskum vörum.

Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að Bretum gangi allt í haginn, enda fáar ef nokkur þjóð mikilvægari Íslendingum viðskiptalega séð. Þess vegna ættu allir Ísleningar að óska þess að útganga þeirra úr "Sambandinu" takist vel, og samningaviðræðurnar stjórnist af sanngirni og sameiginlegum hagsmunum en ekki hefnigirni.

Það væri óskandi fyrir Íslendinga að Nígería rétti úr kútnum, svo hægt sé að selja þangað meira af sjávarafurðum.

Þannig má lengi telja. Og ekki bara fyrir Íslendinga, heldur heimsbyggðina alla.

Velgengni annara smitar út frá sér og viðskipti almennt séð auka velmegun og velmegun eykur viðskipti.

Til lengri tíma litið er líklegt að "Sambandslöndin" verði æ minna mikilvæg fyrir Ísland og er það líklega vel. Ekki sísta eftir að Bretland mun segja skilið við "Sambandið".

Aðrir heimshlutar vaxa hraðar og hlutfall þeirra af heimsviðskiptum aukast.

En að sjálfsögðu viljum við að öllum gangi vel.

 

 


mbl.is Mikilvægt að ESB gangi vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í raun ótrúlegt að ráða fyrrverandi stjórnmálamann til þess að leikstýra Skaupinu

Persónulega hef ég mikið álít á Jóni Gnarr, það er að segja sem grín og húmorista, en síður sem stjórnmálamanni. Ég hef skemmt mér vel yfir ótal mörgu sem hann hefur komið að á grínsviðinu, það að liggur nærri að ég horfi á Vaktaseríurnar einu sinni á ári (sérstaklega ef ég verð veikur og held til í rúminu einn dag eða fleiri).

Það verður þó ekki frá honum tekið að hann náði frábærum árangri í kosningabaráttu, þó eðli málsins samkvæmt séu líklega skiptar skoðanir um hve vel honum tókst upp sem stjórnmálamanni.

En ég get ekki að því gert að mér finnst það virka nokkuð tvímælis af ríkisstofnun sem lögum samkvæmt þarf að feta eftir bestu getu þröngan stíg "hlutleysisins" að ráða fyrrverandi stjórnmálamann til að leikstýra Áramótaskaupinu.

Það felur einhvern veginn ekki í sér hlutleysi að mínu mati.

En hver veit, ef til vill leitar RUV til Davíðs Oddssonar næst. Hann á einnig glæstan feril í gríninu að baki, þó að vissulega sé lengra síðana að Matthildar þættirnir þóttu hin mesta snilld.

Ekki er að efa að um slíka ráðningu myndi ríkja almenn sátt í þjóðfélaginu.

 


mbl.is Jón Gnarr leikstýrir Skaupinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið varla nefnt á nafn, frekar en snara í hengds manns húsi Viðreisnar

Það er í ákaflega eftirtektarvert hvernig flestir þeir lesa hefur mátt um í fréttum að hafi gengið til liðs við Viðreisn, eða hyggi á framboð á vegum flokksins, forðast að nefna Evrópusambandið á nafn.

Þess í stað kjósa þeir að tala um "vestræna samvinnu", eða "alþjóðlega samvinnu".

En Evrópusambandið er í raun hvorugt. Þó að flest ríki þess geti í raun talist vestræn (um það má þó líklega deila), standa mörg vestræn ríki utan þess.

Og Evrópusambandið er ekki alþjóðleg samvinna, heldur samband u.þ.b. helmings ríkja Evrópu.

Ísland er hins vegar aðili að flestum þeim vestrænu og alþjóðlegu samböndum og "samstörfum" sem völ er á.

Sameinuðu þjóðirnar, NATO, Evrópuráðið, ÖSE, Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, og fleiri og fleiri.

Hvað skyldi það vera sem Viðreisn er að stefna að í "vestrænni" eða "alþjóðlegri" samvinnu sem þeim hefur ekki boðist í öðrum flokkum?

Svari hver fyrir sig hvort þetta sé hin hreinskilnu, opnu og frjálslyndu stjórnmál sem þeir vilja sjá á Alþingi.

 

 


mbl.is Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum eða fáfræði?

Því miður er það allt of algengt í pólítískri umræðu að upphrópunum eins og hér má lesa sé slengt fram:  Hvar eru þessar lækkanir?

Ef aðeins veruleikinn væri svona einfaldur.

Vissulega hefur núverandi ríkisstjórn unnið frábært starf í því að lækka ýmsa toll og gjöld, þó betur megi vissulega gera og sömuleiðis hefur íslenskur efnahagur risið hratt með tilheyrandi styrkingu krónunnar.

En eru þetta einu þættirnir í verðmyndun á innfluttum vörum?

Ég held að flestir geti svarað því að svo sé ekki.

Hvað skyldi til dæmis launakostnaður íslenskra fyrirtækja hafa aukist á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst og gjöld hafa verið lækkuð?

Bæði í gegnum kjarasamninga og svo eins vegna launaskriðs sem eðlilega verður þegar efnahagslífið er þróttmikið og atvinnuleysi næsta lítið.

Skyldi húsnæðiskostnaður íslenskra fyrirtækja hafa aukist á sama tíma?

Er það ekki líklega vegna styrkingar gengisins og niðurfellingar tolla og gjalda sem að verðbólgan sem svo margir áttu von á hefur ekki enn látið á sér kræla?

Það er hins vegar rétt að aukin samkeppni er besta leiðin til að skila betra vöruverði til neytenda. Það má færa ýmis rök fyrir því að hún mætti vera meiri á Íslandi.

En hafa íslenskir stjórnmálamenn staðið vaktina í því að auðvelda og auka samkeppni í landinu? Gera inngöngu á markaðinn auðveldari, dregið úr bákninu og gjöldum til hins opinbera?

Það er heldur ekki ástæða til þess að líta fram hjá því að þegar uppgangur er í þjóðfélaginu og kaupmáttur og eftirspurn eykst, minnkar hvati til verðlækkana. Þannig virkar lögmál framboðs og eftirspurnar.

En það má heldur ekki líta fram hjá því að annar kostnaður getur sífellt verið að aukast, þó að gengi styrkist og gjöld lækki.

Það verður hins vegar ekki hjá því litið að líklega hefur niðurfelling tolla og gjalda ekki getað komið á betri tíma, en þegar annar kostnaður svo sem laun hafa hækkað verulega.

Þannig hefur almenningur fengið umtalsverða kjarabót, í formi aukins kaupmáttar, og ekki síður í því að verbólgan hefur verið með lægsta móti sem skilar sér einnig til almennings í auknum stöðugleika lánaafborgana.

Slíkar fullyrðingar eins og Karl Garðarson slengir hér fram, lykta af lýðskrumi í aðdraganda kosninga, því ég hef enga trú á því að Karl geri sér ekki grein fyrir því að verðmyndun er mun flóknari en hann gefur í skyn með því að auglýsa eftir verðlækkunum.

 

 


mbl.is „Hvar eru þessar lækkanir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar skulda skýringar

Það er eðlilegt að taka undir áhyggjur Árna Páls Árnasonar hvað varðar framkvæmd á prófkjörum hjá Pírötum.

Ekki síst ef rétt er eftir einum af trúnaðarmönnum þeirra haft hjá RÚV:

…hann gekkst við því meðal annars að hafa fengið, eins og hann orðaði það, nokkra félaga, 20-30 manns, til að skrá sig í flokkinn til þess að kjósa sig og samkvæmt þeim tölfræðigögnum sem voru birt um kosninguna, þá kusu 18 af þessum eingöngu hann og engan annan í prófkjörinu en fólki var frjálst að raða öllum sem að voru í framboði á kjörseðil hjá sér.

Það verður seint talin mikil "smalamennska" að hafa fengið ríflega 20 einstaklinga til að ganga í flokk til þess að kjósa sig.

En það getur ekki talist alvarlegi hluturinn.

Ef hins vegar einhver innan Pírata telur sig geta fullyrt um hvernig þeir einstaklingar sem taldir eru á meðal þeirra "smöluðu" hafa kosið, eru prófkjör og kosningar innan þess flokks komnar á hættulegt stig.

Við teljum okkur vita að innan Pírata starfi margir einstaklingar sem kunna fótum sínum vel forráð á hinum "stafrænu slóðum", en að þeir noti þá þekkingu sína til að kortleggja hvernig einstaklingar nota atkvæðisrétt sinn er hrollvekjandi tilhugsun og setur flokkinn allan í vægast sagt slæma stöðu, ef rétt er.

Píratar skulda almenningi og ekki síður þeim sem tekið hafa þátt í prófkjörum þeirra útskýringu á þessum málum.

Ég er hins vegar sammála því að enn sem komið er að minnsta kosti, ef svo verður nokkurn tíma, er ekki tímabært að kosningar fari fram á netinu.

Til þess eru hætturnar of margar og öll rök um að slíkt auki þátttöku, hafa að mínu mati reynst hjómið eitt.

Í raun virðast prófkjör Pírata og þátttaka í þeim styðja slíkar skoðanir.

Persónulega tel ég að aðeins áhugaverð stjórnmál og stjórnmálamenn megni að auka þátttöku.

Að mörgu leyti má líklega segja að prófkjör á Íslandi undanfarnar vikur styðji þá skoðun mína.

 

 


mbl.is Rétta fólkið kosið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin og illa skrifuð frétt

Því miður er allt of mikið um fréttir álika þessari, sem þessi færsla er hengd við, í íslenskum fjölmiðlum.

Ég get ekki séð annað en að megintexti hennar sé beinlínis rangur, og í þokkabót skína fordómar þess sem hana skrifar í gegnum textann.

Það er ekki að undra að enginn skuli vera skrifaður fyrir fréttinni.

 

Bak­slag fyr­ir Merkel

Þýski þjóðern­is­flokk­ur­inn Ann­ar kost­ur fyr­ir Þýska­land eða Alternativ für Deutsch­land (AfD) náði öðru sæti í fylk­is­kosn­ing­um í Mecklen­burg-Vorpomm­ern í norðaust­ur­hluta Þýska­lands og fór þar með upp fyr­ir Kristi­lega demó­krata, flokk Ang­elu Merkel kansl­ara.

Flokk­ur­inn legg­ur áherslu á andúð á flótta­mönn­um og hef­ur gagn­rýnt frjáls­lynda stefnu Merkel í mál­efn­um flótta­fólks.

Í kosn­ing­un­um hlaut AfD 21% kosn­ingu en þetta er í fyrsta skiptið sem flokk­ur­inn býður fram til fylk­isþings í Mecklen­burg-Vorpomm­ern. Kristi­leg­ir demó­krat­ar fengu 19%, en sósí­al­demó­krata­flokk­ur­inn SDP fékk sem áður flest at­kvæði og var með 30% fylgi.

Hvergi annars staðar en á mbl.is, hef ég séð fullyrt um úrslit kosninganna í Meclenburg-Vorpommern, heldur hefur alls staðar annars staðar verið talað um útgönguspár.

Þannig hljóðar frétt BBC um sömu kosningar, en hún birtist á vef þess fyrir rúmlega 20 mínútum (þegar þessi færsla er skrifuð):

Angela Merkel's ruling CDU party has been beaten into third place by an anti-immigrant and anti-Islam party in elections in a north-eastern German state, TV exit polls suggest.

The Alternative fuer Deutschland (AfD) party took 21% of the vote behind the centre-left SPD's 30.5%.

The German chancellor's CDU was supported by only 19% of those who voted, according to the exit polls.

The vote was seen as a key test before German parliamentary elections in 2017.

Before the vote in Mecklenburg-West Pomerania, all of Germany's other parties ruled out forming a governing coalition with the AfD.

However, the party's strong showing could weaken Mrs Merkel ahead of the national elections next year.

Mecklenburg-West Pomerania, in the former East Germany, is where the chancellor's own constituency is located.

Under her leadership, Germany has been taking in large numbers of refugees and migrants - 1.1 million last year - and anti-immigrant feeling has increased.

The AfD, initially an anti-euro party, has become the party of choice for voters dismayed by Mrs Merkel's policy.

The CDU has been the junior coalition partner in Mecklenburg-West Pomerania since 2006. Its 19% in the election is its worst ever result in the state, German broadcasters said.

Ég hygg að flestir geti séð að himinn og haf er á milli fréttaskrifanna.

Og andstaða gegn óheftum straumi innflytjenda og barátta gegn Islam er í mínum skilningi ekki það sama og "andúð á innflytjendum".  Þar lætur fréttaskrifari sín persónulegu sjónarmið sína í gegn (eða þá að verið er að þýða úr hlutdrægum fréttamiðlum), eða það þykir mér alla vegna líklegra en að hann hafi átt í erfiðleikum með þýðingarvinnuna.

Slík vinnubrögð eru því miður allt of algeng í íslenskum fjölmiðlum (og víðar) en geta ekki talist til fyrirmyndar eða eftirbreytni.

Það breytir engu um hvað okkur kann að finnast um AfD, eða stefnu þess (sem hefur að mínu persónulega mati leitað út í hróann, gagnstætt því sem var við stofnun flokksins), þá á flokkurinn rétt á því sem allir aðrir að fréttir um hann litist ekki af skoðunum þess sem ritar, eins og mögulegt er.

Það á ekki að vera erfitt að gera betur en þetta.

P.S. Það breytir því ekki að ef þetta verða niðurstöðurnar, sem mér þykir ekki ólíklegt að verði í svipuðum dúr, þá er það mikið áfall fyrir Merkel og flokk hennar, ekki síst með tilliti til stefnu hennar í málefnum flóttamanna.

P.S.S. Ég hygg að flestir geti myndað sér skoðun á því hvort að líklegt sé að úrslit kosninganna liggi fyrir, þegar skoðuð er tímasetning fréttar mbl.is.

Hér er svo að lokum texti frá AFP, sem mbl.is fréttin er líklega unnin upp úr, en þar er einnig talað um útgönguspá:

Germany's anti-migrant populists made a strong showing at Sunday's state polls, scoring ahead of Chancellor Angela Merkel's party as voters punish the German leader over her liberal refugee policy.

The xenophobic Alternative for Germany (AfD) obtained around 21 percent in its first bid for seats in the regional parliament of Mecklenburg-Western Vorpommern, according to exit polls shortly after voting ended.

Merkel's Christian Democratic Union, meanwhile, garnered just 19 percent in its worst ever showing in the north-eastern state, while the Social Democrats maintained top place with around 30 percent.

Calling it a "proud result," Leif-Erik Holm, AfD's lead candidate said: "And the cream of the cake is that we have left Merkel's CDU behind us... maybe that is the beginning of the end of Merkel's time as chancellor."


Although the former Communist state is Germany's poorest and least populous, it carries a symbolic meaning as it is home to Merkel's constituency Stralsund.

The polls are also held exactly a year after the German leader made the momentous decision to let in tens of thousands of Syrian and other migrants marooned in eastern European countries.

Although she won praise at first, the optimism has given way to fears over how Europe's biggest economy will manage to integrate the million people who arrived last year alone.

Her decision has left her increasingly isolated in Europe, and exposed her to heavy criticism at home, including from her own conservative allies.

- 'No money for us' -

In the sprawling farming and coastal state of Mecklenburg-Western Pomerania, where economic regeneration and jobs used to top residents' concerns, the issue of refugees and integration has become the deciding factor for one in two voters.

 

"I am voting AfD. The main reason is the question over asylum-seekers," said a pensioner and former teacher who declined to be named.

"A million refugees have come here. There is money for them, but no money to bring pensions in the east to the same levels as those of the west," he said, referring to the lower retirement payments that residents of former Communist states receive compared to those in the west.

Compared to other parts of Germany, the northeastern state hosts just a small proportion of migrants under a quota system based on states' income and population -- having taken in 25,000 asylum seekers last year.

Most of them have already decided to abandon the state, preferring to head "where there are jobs, people and shops," said Frieder Weinhold, CDU candidate.

But he acknowledged that the "migration policy has sparked a feeling of insecurity among the people."

After a series of attacks by asylum-seekers in July -- including two claimed by the Islamic State organisation -- the mood has also darkened.

If the results were confirmed, the AfD, which was founded in 2013, would enter yet another regional parliament.

The party is now represented on the opposition benches of half of Germany's 16 regional parliaments.

- 'No solutions' -

Leading members of the party have sparked outrage over insulting remarks, including one disparaging footballer Jerome Boateng, of mixed German and Ghanian descent, as the neighbour no German wants.

Days ahead of Sunday's vote, Merkel urged the population to reject AfD.

"The more the people who go to vote, the less the percentage won by some parties that, in my view, have no solution for problems and which are built mainly around a protest -- often with hate," she said.

The chancellor, who is attending the G20 summit in the Chinese city of Hangzhou, did not vote in the polls as her main residence is in Berlin.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bakslag fyrir Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband