Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Putin, Franska Þjóðfylkingin og samkynhneigðir

Það er sagt að í stjórnmálum megi gjarna finna "skrýtna rúmfélaga".  Það er oft svo sannarlega orð að sönnu.

Það vakti all nokkra athygli fyrir skemmstu þegar Franska Þjóðfylkingin (FN), flokkur Marine Le Pen, sló lán upp á milljónir euroa hjá Rússeskum banka.

Margir töldu þetta skýra vísbendingu um að Putin (eða Rússland) væri að fjármagna flokka yst til hægri í Evrópu.  Le Pen sagði hins vegar skýringuna vera þá að engin Evrópskur banki vildi lána flokknum.

Því verður þó ekki á móti mælt að Þjóðfylkingunni hefur legið frekar hlýr hugur til Putins.  Hvort sem það er tengt fjármagni eður ei.

En nú hefur flokkur Le Pen enn á ný komið á óvart.  það hefur ekki vakið nándar nærri eins mikla athygli á alþjóðavettvangi og tengslin við Rússa.  Að mörgu leyti er þetta þó ekki síður "sprengja" og kemur án efa mörgum verulega á óvart.

Nýjasti liðsmaður flokksins og væntanlegur frambjóðandi í kosningum er Sébastian Chenu, sem er þekktur í Frakklandi sem einn af stofnendum GayLib og baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra.

Þetta vekur athygli bæði vegna mikilla deilna sem urðu í Frakklandi um hjónabönd samkynheigðra og ekki síður vegna þess að FN hefur oft ekki þótt tala hlýlega í þeirra garð.

En margir vilja telja að samkynhneigt fólk (í Frakklandi) hafi í auknum mæli færst yfir á hægri væng stjórnmálanna, og vilja meina að það sé ekki síst vegna hörku margra múslima í garð samkynhneigðra.

En Frönsk tímarit hafa einnig birt fréttir um að í "innsta hring" hjá Marine Le Pen megi finna hóp samkynhneigðra.

Það má því segja að Marine, virðist vera nokkuð einörð í því að marka sína eigin stefnu og sveigja af stefnu föður síns, sem hún tók við formennsku af.

Það vakti athygli þegar hún sagði fyrir fáum árum:  Qu'on soit homme ou femme, chrétien, juif, musulman ou non croyant, hétérosexuel ou homosexuel, on est d'abord français.(“Whether man or woman, heterosexual or homosexual, Christian, Jewish or Muslim, we are foremost French.”)

En pólítíkin færir skrýtna hópa saman og svo virðist sem Franska Þjóðfylkingin sigli krókótta stefnu og fái stuðning bæði frá Putin og hópum samkynhneigðra í Frakklandi.

Sjá frétt France24.

 


Splundruð staða í pólítíkinni

Þessi skoðanakönnun finnst mér að mörgu leyti athyglisverð.  Auðvitað vekur athygli hvað Sjálfstæðisflokkurinn nær að styrkja stöðu sína, ber í þessari könnun höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka.

Staða Framsóknarflokksins er einnig allrar athygli verð, þó með öðrum formerkjum sé.  Flokkurinn er búinn að tapa meira en helmingi af því fylgi sem hann hlaut í síðustu kosningum.

Þetta hlýtur að valda Framóknarmönnum nokkrum áhyggjum, því nú þegar stærsta kosningaloforðið hefur verið efnt, er vandséð á hverju þeir hyggjast sækja meira fylgi.

Staða ríkistjórnarflokkanna verður því að teljast misjöfn, og staða ríkisstjórnarflokkanna miðlungi góð, nú þegar styttist í tveggja ára afmælið.

En teljist staða ríkisstjórnarflokkanna aðeins miðlungi góð, verður staða fyrrverandi ríkistjórnarflokka, VG og Samfylkingar að teljast hræðileg.

Þó að ríkisstjórnin hafi vissulega látið undan síga, er það í raun aðeins Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sína, þá hafa þessir fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar í raun ekkert náð að bæta stöðu sína.

Samanlagt ná þeir ekki einu sinni Sjálfstæðisflokknum í fylgi.

Þó að VG hafi sem formann einn af vinsælustu og velmetnustu stjórnmálamönnum Íslands sem formann, dugir það ekki til.  Flokkurinn á sér ekki viðreisnar von hjá kjósendum og flýtur á bilinu 10 til 12%

Samfylkingin er sögulega séð jafnvel í verri málum og nýi "maðurinn í brúnni", svo notað sé gömul kratalíking, er hreint alls ekki að fiska.  Staða flokksins sem var stofnaður til að verða "burðarflokkur" í Íslenskum stjórnmálum er hræðileg og ekkert bendir til þess að hún sé að batna.

Slík er staðan hjá flokkunum sem mynduðu "fyrstu hreinu vinstristjórnina" á Íslandi.  Kjósendur virðast hafa lært sitthvað af þeirri lexíu.

Þrátt fyrir að hafa rekið frekar harða stjórnarandstöðu með eilífum upphlaupum og útifundum, þrátt fyrir að ekki sé hægt að segja að ríkisstjórnin sé að spila stjörnuleik, eru þessir fyrrum ríkisstjórnarflokkar langt í frá að vinna á.

Þeir flokkar sem mega hins vegar vel við una eru Björt framtíð og Píratar.  Þeir styrkja sig í sessi.  Ég treysti mér ekki til þess að dæma um hvers vegna svo sé, en ef til vill kunna kjósendur betur að meta hógstilltari stjórnarandstöðu á þeirra vegum, eða þá hitt að "andlitin" sem VG og Samfylking eru að bjóða upp á eru orðin svo yfirmáta þreytt.

En það er ekki síður vert að gefa því gaum hvað splundruð staðan er í Íslenskri pólítík nú um stundir.

Ef þetta væri niðurstaðan úr kosningum, væri ekki hægt að mynda tveggja flokka stjórn.  og það sem meira er, það væri ekki hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins (nema þá mjög nauma ef skiptingin væri afar hagstæð þeim flokkum).

Það væri því ekki ólíklegt við þessar aðstæður að Íslendingar fengju annað hvort 3ja flokka stjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokks, eða það sem væri jafnvel líklegra 4ja flokka stjórn undir forsæti Samfylkingar eða Bjartrar framtíðar.  Svipað módel og nú er í Reykjavík.

En það er í sjálfu sér ekki ástæða til að hafa of miklar áhyggjur af því nú, líklega er enn langt til kosninga og fylgistölur geta sveiflast mikið til.

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin hefur verið að ógna Rússum - Alltaf sér maður eitthvað sem maður átti einu sinni

Það er ef til vill ekki rétt að enginn geti ógnað Rússum, en það hefur enginn verið að gera það.  Rússum hefur ekki stafað ógn af neinum - nema þá ef til vill helst sjálfum sér.

Rússum hefur ekki staðið ógn af fjársveltum herjum Evrópusambandslandanna.

Rússum hefur ekki staðið nein ógn af NATO, enda stóð NATO í hægu "dauðastríði", þangað til innrás Rússa í Ukraínu blés í það lífsandanum og gerði aðildarríkjum þess ljóst hversu nauðsynlegt það er og hvað svikull friðurinn getur verið.

Rússum hefur ekki staðið ógn af nágrannalöndum sínum, sem flest standa illa efnahagslega og hafa ekki haft uppi neinar hótanir í garð Rússa.

Það má hins vegar segja að býsna mörgum nágrannaríkum þeirra hafi staðið ógn af Rússum.

Bæði fyrr og nú.

En auðvitað er Putin að segja það hann veit að margir af þegnum hans vilja heyra.  Þeir vilja ekki heyra að þó að Rússland ráði yfir mesta landflæmi af öllum ríkjum heims og líklega meiri náttúruauðlindum en nokkurt annað, séu þeir efnahagslega lítið meira en meðalríki (þar tala ég ekki um meðaltal af öllum ríkjum).

En "meðalríki" með kjarnorkuvopn og það hefur ekki lítið að segja.

En líklega eru fá ríki hættulegri, en ríki með "sært stolt".

Svona eins og þeir sem segja "but I used to be somebody".  Eða eins og einn góður maður sagði á Íslenskunni, sem gæti auðvitað átt vel við Pútin:  "Alltaf sér maður eitthvað sem maður átti einu sinni".

 


mbl.is Pútín: Enginn getur ógnað okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar eru tortryggnir gagnvart "Sambandinu"

Þessar niðurstöður koma ekki á óvart.  En það er rétt að hafa í huga að eingöngu er um skoðanakönnun að ræða.

En það er líka vert að velta því fyrir sér að meirihluti Breta vill vera í "Sambandinu" en meirihluti þeirra vill ekki vera í "Sambandinu" eins og það er og þangað sem það stefnir.

Líklega má túlka það sem vilja þeirra til að eiga í samstarfi við þjóðir Evrópu á grunni Evrópusambandsins, en sömuleiðis hafni þeir sívaxandi samruna og stefnunni á sambandsríki.  Sem er í stefna "Sambandsins" í dag, þó að vissulega ríki ekki um hana einhugur.

Það má því segja að Cameron hafi mótað stefnu sem sé meirihluta Breta þóknanleg.  Það er að segja að Bretar eigi því aðeins að vera í "Sambandinu", ef grundvallarbreytingar fást á eðli samstarfsins.

Það að 20% af Bretum vilji svo segja skilið við "Sambandið" án frekari "málalenginga", sýnir hugsanlegt fylgi UKIP, en er alls ekki í hendi.

En það er líka rétt að hafa í huga að skoðanakönnun er alls ekki niðurstaða og kosningabarátta getur breytt hugum margra.

En ég hygg að þegar í kjörklefann er komið, sé sömuleiðis ákveðin tilhneyging til að kjósa með ríkjandi ástandi og forðast hið óþekkta. Ég held að það hafi mátt sjá þessa tilhneygingu í kosningunni um sjálfstætt Skotland.

En það má heldur ekki gleyma því að upp á síðkastið hefur "Sambandið" og "Ráðherraráðið", sem og Evrópusambandsþingið, ekki slegið slöku við hvað varðar að ergja Breta og fá þá upp á móti sér.

Tortryggni Breta gagnvart "Sambandinu" hefur því alls ekki dvínað, þvert á móti.

 

 

 


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta undan hótunum

Það er vissulega rétt að það er ekki gott að láta undan hótunum og ofbeldi eins og þessu.  Ég er alvega sammála Clooney um að nauðsynlegt sé að myndin komist í dreifingu.

En það er líka hægt að skilja hik kvikmyndahúsakeðja og Sony Pictures.

Það er vart hægt að lá þeim að hugsa um eigið öryggi og viðskiptavina sinna.

Líklega er betra að vinna aðeins á þeim vígstöðvum áður en myndind verður tekin til almennra sýninga.

En auðvitað er það slæm tilhugsun að "hakkarara" og einræðisherrar ætli að fara að stjórna því hvaða kvikmyndir fara í dreifingu.

Það er auðvelt að sjá slíkt fara úr böndunum og enda illa, það er að segja ef það endaði á annað borð.

Allir fjölmiðlar þurfa að búa sig undir slíkt.

Í grunninn er þetta mál ekki ósvipað málinu sem spannst í kringum skopmyndirnar af Múhameð.  En sem betur fer náðu ofbeldismennirnir ekki sigri þar.

P.S.  Þó að ég viti ekkert um efni "The Interview", datt mér strax í hug klassíska gamanmyndin "Spies Like Us", þegar ég heyrði af henni. 

 

 

 


mbl.is Mótmælir ákvörðun Sony
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barist á netinu

Það er barist þar sem mögulegt er að berjast.

Eftir því sem netið verður stærri þáttur í daglegu lífi, er líklegt að baráttan þar aukist og harðni.

Það er hægt að ímynda sér margt skelfilegt í þeim efnum og hægt að teikna upp hræðilegar "sviðsmyndir", svo ég sletti nú tískuorði.

Það eru margar sögusagnir á kreiki í kringum þessa árás. Flestir virðast hafa talið a "hakkarar" í N-Kóreu væru þess ekki megnugir að gera árás sem þessa. 

Talað er um að þeir hafi notið aðstoðar frá "hökkurum" í Rússlandi, Kína og jafnvel Íran.

Líklega má færa rök fyrir því að þessar þjóðir hafi óttast til hvaða landa yrði farið ef um framhaldsmyndir yrði að ræða :-)

En þetta er þörf áminning fyrir þjóðir heims að skylda til þeirra til að vernda borgara sína nær einnig til netsins og tölvukerfa.

Fullkomið öryggi er ekki til, en það er hlýtur samt að vera hægt að gera betur.

Innbrotið hjá Sony Pictures sýnir að enginn er öruggur.

Mörg fyrirtæki og ríkisstjórnir hljóta að vera hugsandi þessa dagana og velta því fyrir sér hvað skuli til bragðs taka.

"Netöryggir", eða svipuð orð gætu hæglega orðið eitt af "tískuorðunum" árið 2015.

 

 

 

 


mbl.is FBI sakar N-Kóreu um tölvuárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð flugleið

Það verður gaman að sjá hvaða áfangastað, eða staði í Kanada Greenland Express hyggst bjóða upp á.

Án efa gæti þetta gengið vel, þó að vandi sé um slíkt að spá, eins og oft er sagt á þessum árstíma.

En það hefur oft verið sagt að það vanti tengingu á milli Kanada og Grænlands, ekki síst á milli hinna austlægari byggða Kanada.

En það verður fróðlegt að sjá hvaða mynd þetta tekur á sig og hvernig gengur.


mbl.is Hyggjast fljúga á milli Grænlands og Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúba suðursins á réttri leið?

Ég hugsa að flestir fagni auknum og bættum samskiptum Bandaríkjanna og Kúbu, en þó líklega ekki allir, og andstæðinga þess má líklega finna í báðum löndum og svo utan þeirra.

Það er í sjálfu sér ekki með öllu óskiljanlegt að misjafnar skoðanir séu á þessari stefnubreytingu hjá Bandaríkjunum.  Það eru oft uppi misjafnar skoðanir á því hvað mikil samskipti eigi að eiga við einræðis og ofbeldisstjórnir.  En til hins má líka líta að Kúbustjórn getur varla talist versta stjórnin sem Bandaríkin hafa átt samskipti við, þó að hún sé vissulega ógeðfelld.

En það mun líklega gefast betur að auka samskiptin, stækka glugga íbúa Kúbu til umheimsins og vonast eftir því að frelsi og lýðræði nái hægt og rólega að skjóta rótum á eyjunni.  Vonandi án stórra skakkafalla eða blóðsúthellinga.

En það er líka þarft að velta því fyrir sér hvers vegna Kúba er í þeirri stöðu sem þar ríkir?

Hvers vegna er eymdin og fátæktin svo mikil?

Fyrr á árum mátti gjarna heyra fullyrðingar í þá veru að ríki þriðja heimsins væru arðrænd og blóðsogin af hinum "illa vestræna heimi" og þar fóru Bandaríkin í fararbroddi, ef ég skyldi rétt.  Best væri fyrir fátæk ríki að eiga sem minnst samskipti við slíka kóna.

Nú er það aftur skortur á viðskiptum við Bandaríkin sem eru talin standa í vegi fyrir framþróun og velmegun á Kúbu. Og talað um grimmd og heimsku Bandaríkjamanna að hafa ekki átt í viðskiptum (svo neinum nemi) við ráðstjórnarríki þeirra Castrobræðra.

"Damned if you do, damned if you don´t" er stundum sagt á Enskunni.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Kúbanska þjóðin fagnar öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Íslendinga, en eins og oft eru fleiri en ein ein hlið á málinu

Það er engin spurning að lækkkun olíuverðs eru góðar fréttir fyrir Íslendinga.  Bensínverð lækkar, flutningskostnaður mun lækka, flugfargjöld munu lækka o.s.frv.

Sparnðurinn mun ekki verða hlutfallslega eins mikill hjá Íslendingum og mörgum öðrum þjóðum, þar sem olía og gas eru ekki eins mikilvægir orkugjafar á Íslandi og víða annars staðar.

En aukaáhrif olíulækkunar á Íslandi er lækkun verðbólgu og áhrif á verðtryggð lán landsmanna sem verða mörgum án efa gleðiefni.

Slæmu fréttirnar fyrir Íslendinga í þessari frétt eru vandræði Rússa og fall rúblunar sem setur sívaxandi markað fyrir Íslenskar sjávarafurðir í uppnám og svo aftur fall Norsku krónunnar sem eykur samkeppnishæfi Norsks sjávarútvegs verulega.

Hver heildaráhrifin verða er því erfiðara að segja til um, hvað þá að spá um inn í framtíðina.

 

 


mbl.is Sparar á annan tug milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar fréttir fyrir íbúa Kópaskers?

Ef marka má ýmislegt sem hefur verið í umræðunni á Íslandi, eru þetta slæm tíðinidi fyrir Kópaskersbúa.

Aðgengi þeirra að áfengi stóreykst, líklega er það í göngufæri fyrir flesta þeirra.  Áfengið er selt "svo gott sem" í matvörubúðinni, næstum eins og "búð í búð".

Varla getur leikið vafi á því að áfengisneysla stóreykst á Kópaskeri, með tilheyrandi alkóhólisma, heilsutapi og óáran.

En einu geta íbúar Kópaskers glaðst yfir, allt bendir til þess að ekki verði samþykkt að matvöruverslunin þeirra geti farið að selja áfengi.


mbl.is Ný vínbúð á Kópaskeri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband