Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Mál og vog

Börnin hér að Bjórá fóru í sína árlegu lækniskoðun nú fyrir helgina.  Allt var eins og það á að vera, börnin hraust og heilbrigð og ekkert sem þurfti frekari athugunar við.

Leifur Enno mældist 123 cm á hæð og 25.3 kílo.  Jóhanna Sigrún var 98 cm á hæð og 15.6 kíló.  Ef til vill var stærsta breytingin sú að læknirinn upplýsti að Jóhanna sem hefur verið heldur undir meðallagi, er nú komin heldur yfir meðallagið.  Ekkert nema gott um það að segja.

En læknirinn bætti svo við góðláltlega, "Það lifir enginn læknir af fólki eins og ykkur", og brosti.

Í vikunni sem leið var líka sótt um skólavist fyrir Jóhönnu, eins og vera ber í Rosethorn, skólanum sem Leifur hefur verið í undanfarin 2. ár.  Stúlkan verður 4ja ára í ágúst, þannig að tímabært er að hún feti sig áfram á menntaveginum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband