Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Óháður fjölmiðill sem lýtur ritstjórn Vinstri grænna

Þetta er merkileg frétt.  Það vill oft bregða við í umræðu að einstaklingar hafa mismunandi skilning á orð og hugtökum.

Mér finnst til dæmis þessi setning sem finna má í fréttinni vera þversögn, í mínum huga stenst hún ekki: 

Það sem stendur upp úr er að við ákváðum að láta gamlan draum rætast og hleypa af stokkunum vefriti, Smugunni. Nú sem aldrei fyrr er þörf á öflugum vefmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu okkar, þó að sjálfsögðu sé um óháðan miðil að ræða.

Hér talar framkvæmdastýra Vinstri grænna. Henni finnst hinsvegar, ólíkt mér, ekkert athugavert við að kalla fjölmiðil sem lýtur ritstjórnarstefnu Vinstri grænna óháðan.

Auðvitað er ekkert að því að VG eigi stóran part í fjölmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu flokksins, en ég held að fáir fallist á að slíkur fjölmiðill sé óháður.

Bráðum heyrum við sjálfsagt af ríkisfyrirtækjum sem keppa á markaði alveg óháð og án afskipta hins opinbera. 

En það er ekkert nýtt að ýmsir vinstrimenn hafi frjálslega túlkun á hugtakinu óháður.  Þannig hafa ýmsir þeirra verið í framboði á listum vinstriflokka sem "óháðir frambjóðendur".  Þeir sem fyrst koma upp í hugann eru þeir Ögmundur Jónasson og Dagur B.

P.S. Mig minnir að þegar Smugunni var komið á fót, hafi verið talað um VG sem "bara" einn af hluthöfunum.


mbl.is Gamall draumur rættist með Smugunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju bara Össur?

Mér finnst það reyndar nokkuð merkilegt að þetta skuli hafa ratað í fyrirspurn á Alþingi.  Hverju átti fyrirspyrjandi von á?  Að Össur kæmi upp og segðist vissulega hafa beitt áhrifum sínum í þá veru að Jón Ólafsson fengi lánafyrirgreiðslu?

En það er líka nokkuð merkilegt að eingöngu Össur skyldi vera spurður og ef til vill ekki síður merkilegt hvað Íslenskir fjölmiðlar hafa gefið þessu máli lítinn gaum.

Ég heyrði fyrst af þessu fyrir u.þ.b. mánuði og bloggaði um það þá undir fyrirsögninnin "Hvað þarf marga ráðherra til að tryggja sér lánafyrirgreiðslu?"

En upphafið má víst rekja til fréttar DV, en mér var sendur tölvupóstur með hlekk á þessa frétt Eyjunnar.

Samkvæmt frétt Eyjunnar var haft samband við eftirtalda ráðherra:  Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Össur Skarphéðinsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Árna M. Mathiesen og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.  Ég hef einnig heyrt það fullyrt að haft hafi verið samband við Björgvin G. Sigurðsson, og er það fullyrt í frétt Herðubreiðar.

Það er hins vegar merkilegt hve Íslenskir fjölmiðlar hafa gefið þessu máli lítinn gaum.  Ég ætla mér ekki að fullyrða að einn eða neinn ráðherrana hafi beitt sér í málinu.  En er það ekki tímanna tákn á Íslandi í dag, ef menn ráða sér "almannatengil", til að hafa samband við ráðamenn hvað varðar lántöku?

Það ber að hafa í huga að hér er ekki vegið úr launsátri, heldur kemur Ólafur M. Magnússon fram undir fullu nafni og skýrir frá þessu. 


mbl.is Össur hafði ekki áhrif á lánveitingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin og arfaslök hugmynd

Það þarf í sjálfu sér ekki að búast við miklu þegar tveir af helstu lýðskrumurum Íslenskra stjórnmála, Kristinn H. og Björgvin G. eru sammála.  En ég held þó að þessi tillögugerð sé svo vitlaus og arfaslök að það hljóti jafnvel að vekja undrun, þó að hún sé frá Kristni komin.

Ekki væri það mér á móti skapi að VG, Samfylking, Framsókn og Frjálslyndir rynnu saman í einn flokk.  Mér finnst það ekki líklegt, en er það ekki á móti skapi.  Það mælir heldur ekkert á móti því að flokkar tilkynni fyrir kosningar að þeir muni starfa saman, eða ekki starfa með öðrum, nú eða ekki með einum ákveðnum flokki.  Slíkt er öllum frjálst.  Að skylda framboð til að gera slíkt með lögum er ólýðræðislegt og svo stjórnlyndislegt að mér verður um og ó.

Hitt að eins margir listar og hverjum dettur í hug, geti tengt sig saman og þannig notið atkvæða hvers annars er arfaslök og.  Sá möguleiki er þó til að framboð geti spyrt sig saman (er það ekki örugglega í gildi ennþá) og gæti því Samfylkingin til dæmis boðið fram SS lista á Suðurlandi.  Pylsukeimur af því, en ekkert sem kæmi í veg fyrir það.

Rökin fyrir því að Samfylkingin ætti að fá mann á þing, vegna þess að t.d. "sjálfstæður listi" ætti dálítið af "ónýttum" atkvæðum er hins vegar eitthvað sem ég hef ekki séð, eða skil hvers vegna ætti að vera.

Hver skyldi annars vera skilgreiningin á "sjálfstæðum lista"?

Hér virðist mér vera á ferðinni enn ein tilraun Íslenskra vinstrimanna til að breyta kosningalögum stuttu fyrir kosningar, líklega sjálfum sér í hag.

Þetta er einkennileg tillögugerð, lyktar af lýðskrumi en undir yfirborðinu glittir í eiginhagsmunapot.

Íslenskir vinstrimenn ættu að sameinast, en ekki að reyna að sveigja Íslenskar kosningareglur að sundruðum veruleika sínum.

 

 


mbl.is Björgvin G.: Styður frumvarp um kosningabandalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlent eftirlit með Íslenskum kosningum

Það er þarft að vekja athygli á þessari frétt.

Öryggis og samvinnustofnun Evrópu mælir með að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með kosningum á Íslandi.

Ekki rekur mig minni til þess að slíkt hafi þótt þörf áður, en skal ekki fullyrða um hvort svo hafi verið.

En það er ástæða til að vekja athygli á því hvers vegna þörf er talin á eftirlitinu.  Samkvæmt fréttinni er það:

.... kosningalöggjöfin og hugsanlegar breytingar á henni, utankjörfundaratkvæðagreiðsla, fjölmiðlamál og aðgangur eftirlitsmanna.

Sést hér enn á ný hversu mikil vitleysa það er af vinstristjórninni og fylgifiskum hennar að ætla að keyra í gegn með offorsi breytingar á kosningalöggjöfinni "korteri" fyrir kosningar.

Það sama á auðvitað við um stjórnarskrá.

Slíkt á ekki að gerast í lýðræðisríkjum.


mbl.is ÖSE fylgist með kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær á að breyta stjórnarskránni

Vildi hér vekja athygli á góðum þætti af Fréttaaukanum á síðastliðið sunnudagskvöld.  Þar er fjallað um stjórnarskrárbreytingarnar sem nú liggja fyrir Alþingi.

Ég sannfærðist endanlega um hve áherslur núverandi ríkisstjórnar og meðreiðarsveina hennar úr Framsóknar og Frjálslyndaflokknum, í þingstörfunum eru rangar, kolrangar og illskiljanlegar.

Kraftur og tími er settur í breytingar á stjórnarskrá sem eru vafasamar, gerðar í flýti og reynt að keyra fram af offorsi.

Kraftur og tími sem ætti frekar að beina að efnahagsmálum og fjármálum.  Hvar eru annars þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin boðaði og eingöngu biðu þess að búið væri að skipta um bankastjóra Seðlabankans?

Hvet alla til að horfa á Fréttaukann, gott og vandað sjónvarpsefni.

Síðan er auðvitað öllum hollt að velta því fyrir sér hvers vegna er þörf á því að breyta stjórnarskránni nú, ef meiningin er að eyða 2. milljörðum í stjórnlagaþing?  Er þá ekki rétt að það sjái um breytingarnar.

Tek það fram að ég er fylgjandi stjórnlagaþingi, þó að ég setji fyrirvara um að skella því á strax.  Er ekki rétt að velta því fyrir sér hvort að 2. milljarðar komi að betri notum annars staðar, akkúrat núna.


Ágætis úrslit

Þessi úrslit eru nokkuð svipuð þeim sem búast mætti við.  Spurningin var hver næði 2. sætinu. 

Það verður að teljast góður árangur hjá Tryggva að hafa betur í samkeppni við þingflokksformanninn.

Kristján er óumdeildur leiðtogi flokksins í kjördæminu, en er ekki tímabært fyrir hann að segja sig frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar?

Persónulega er ég mikið á móti því þegar litið er á starf alþingismanns eins og hlutastarf.


mbl.is Mikilsverð stuðningsyfirlýsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægður

Get ekki sagt að ég sé fullkomnlega ánægður með úrslitin í SV, en við því var varla að búast.

Hefði viljað sjá Óla Björn ofar og sömuleiðis Rósu Guðbjarts, en það verður ekki á allt kosið.

Er afar sáttufr við meðferð kjósenda SV kjördæmis á Ármanni Ólafssyni, enda hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að þingmenn ættu ekki að sitja í sveitarstjórnum.  Það er því ástæða til þess að fagna þeirri niðurstöðu.

 En ég fagna þeirri endurnýjun sem varð á lista Sjálfstæðisflokkksins í SV kjördæmi.

 

 

 

 


mbl.is Bjarni sigraði í Suðvesturkjördæmi - Rósa náði 6. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar sáttur

 

Auðvitað er listinn ekki eins og ég hefði kosið í prófkjörinu, en það en samt sem áður engin ástæða til þess að vera ósáttur, fæstir hugs eins og ég, en það er önnur saga.

Það er engin spurning að ég hefði viljað sjá Pétur Blöndal í fyrsta sæti listans, en ég get sætt mig við niðurstöðuna.

Það hefði vissulega verið þörf á frekari endurýjun á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaví, en þetta er allt og sumt sem prófkjör flokksins bauð upp á.

Því miður spái ég flokknuj ekki of góðu gengi með þessa lista í borginni, því er ólíklegt að frambjóðendur s.s. Sigríður Andersen í 10. sæti nái sæti á þingi.  Það  er miður.

 

 


mbl.is Illugi sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur B breytist í Plan B

Fékk tölvupóst fyrir fáum mínútum.

Þar er fullyrt að hinir landsþekktu Íslensku gárungar, hafi gefið Degi B. 100 daga borgarstjóra Samfylkingarinnar nýtt nafn.

Hér eftir heiti hann Plan B.


Ófúsi foringinn

Því meira sem fjallað er um forystukreppu Samfylkingarinnar fæ ég það á tilfinninguna að ég sé að horfa á "hannaða atburðarás", leikrit.  Fæ á sama tíma það sem kallað er nú til dags "aulahrollur".

Það blasir við að það finnst ekkert foringjaefni í Samfylkingunni nema Heilög Jóhanna.  Ekki það að í flokkinn vanti þá sem gjarna vildu vera foringjar, heldur hitt að það vantar þá sem aðrir flokksmenn sjá foringja í. 

Þess vegna er Jóhanna eini raunhæfi kosturinn.

En eftirsókn eftir völdum hefur ekki sama sjarma og þegar einstaklingar "lenda í því" að verða foringjar, sérstaklega þegar það er eiginlega gegn vilja þeirra.  Það er eitthvað sjarmerandi við það þegar einstaklingar fallast á að fórna sér fyrir heildina og leiða hana til velsældar - aðeins og eingöngu vegna fjölda áskoranna og traustsins sem þeir finna fyrir að borið er til þeirra.

Í öllum þessum áskorunum og traustsyfirlýsingum er auðvitað ekkert öflugra (né umhverfisvænna) en blysför, sérstaklega ef blysin eru seld á vægu verði. 

Endirinn?

Eftir að búið er að tryggja ríflega daglega fjölmiðlaumfjöllun og Samfylkingarfólk hefur haft tækifæri til að skrifa allar lofræðurnar og traustsyfirlýsingarnar á bloggsíður sínar og þylja þær í fjölmiðlum, er þá ekki lang líklegast að Heilög Jóhanna taki hrærð yfir traustinu, við keflinu, verði formaður og þakki samherjum sínum fyrir öll skeytin, hvatninguna og blysförina?

Svo verður hún formaður eitthvað fram á næsta kjörtímabil, þegar hún ákveður að standa upp og Dagur B. verður formaður - án þess að þurfa að ganga í gegnum kosningu.


mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband