Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Er Samfylkingin í ástandi til að vera í ríkisstjórn?

Ég held að flestir séu þeirrar skoðunar að það styttist í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi.  Þó er ekki hægt að neita því að ákveðin rök séu fyrir því að hún haldi áfram og starfi fram að kosningum, hvenær svo sem þær yrðu ákveðnar.

Hins hef ég líka ákveðnar efasemdir um að Samfylkingin sé hæf til þess að vera í ríkisstjórn um þessar mundir.  Þar virðist hver höndin vera á móti annarri, stór hluti flokksins vill slíta stjórnarsamstarfi nú þegar og efna til kosninga í vor.

Ákveðið tómarúm virðist hafa myndast í stjórn flokksins við veikindi Ingibjargar Sólrúnar og virðist svo sem að ákveðin barátta sé hafin í flokknum og menn að reyna að taka sér stöður.  Harðast ganga þeir fram sem hafa orðið undir í valdakaplinum í flokknum, og telja sér líklega trú um að nú sé lag.

Það hlýtur því að vera ljóst að ríkisstjórnin getur varla setið mikið lengur, nema fram komi afdráttarlaus yfirlýsing frá þingflokki Samfylkingarinnar um hvort hann styðji ríkisstjórnina.

Hvað þá tekur við er vissulega nokkuð óljóst, þrátt fyrir ábyrgðarlaust tilboð Framsóknarflokksins um að styðja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar og viðræður Össurar og Ögmundar.

Það liggur engan vegin ljóst fyrir hvert slík ríkisstjórn myndi stefna, og ljóst að yfirlýsingar Steingríms J. í Kastljósinu, t.d. um IMF lánið féllu í frekar grýttan jarðveg hjá mörgum Samfylkingar og Framsóknarmanninum.

Það væri sömuleiðist fróðlegt ef fjölmiðlamenn fengju svör hjá þingmönnum Samfylkingar um hvaða verkefni þeir telja ríkisstjórn VG og Samfylkingar geta ráðist í, sem ekki væru framkvæmanleg í núverandi ríkisstjórn.

Skoðanakönnunin sem birtist í gær hefur líklega helt olíu á eldinn, Samfylkingin orðin 4. stærsti flokkurinn og því hefur líklega farið um margan þingmannin.

Þessum pistli er best að ljúka með góðum óskum til Ingibjargar Sólrúnar, von um að hún nái fullum bata sem allra fyrst og taki fram rauða járnhanskann, og komi á skikki í Fylkingunni.


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er margt okið

Það er merkilegur fögnður að losna undan oki þeirra sem aldrei hafa haft nein afskipti af viðkomandi.

Það var alla vegna það sem Sigmundur Ernir lét hafa eftir sér þegar Einar Már ásakaði hann um að hafa rekið sig sem pistlahöfund í Mannamáli, að kröfu "auðjöfra".  Engin hafði nokkurn tíma sett á hann pressu, eða skipt sér af störfum hans.  En nú er Sigmundur feginn að vera laus undan okinu.

En það eru ákveðin kaflaskil sem verða hjá Stöð 2, þegar Sigmundur hverfur af skjánum, ég er nokkuð viss um að margir eiga eftir að sakna hans.  Hann hefur verið akkeri stöðvarinnar á meðan aðrir hafa komið og farið.

En mér sýnist að Stöð 2 sé að breyta um stefnu, líklega verður hún keyrð æ meira á léttmeti og afþreyingu og minni áhersla lögð á það efni sem skilar ekki áskrifendum, s.s. það sem er í opinni dagskrá. 

Í þessu árferði er líklega hætt við að auglýsingar dragist verulega saman og erfiðara að reka þætti á slíkum tekjum.


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin söguskoðun Steinunnar Valdísar

Það verður ekki á móti því mælt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið meginstoðin við stjórnun Ísland á undanförnum árum, þau eru orðin 17. árin sem hann hefur setið samfellt í stjórn.  Ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu hefur stjórnað landinu.

En það er skrýtin söguskoðun hjá Steinunni Valdísi að það sé eingöngu Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð á því hvernig komið er.

Fyrir 19. mánuðum settist Samfylkingin í ríkisstjórn.  Eitt af þeim ráðuneytum sem kom í hennar hlut var Viðskiptaráðuneytið, sem meðal annars fer með bankamál og Fjármálaráðuneytið heyrir undir.  Við verðum að ganga út frá því að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi skipað í það embætti þann úr þingflokknum sem mesta þekkingu hafði til að takast á við það embætti og þau störf sem því fylgja (ekki getum við reiknað með að sé farið eftir nokkru öðru en verðleikum þegar Samfylkingin velur í slík störf).

Sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins skipaði Samfylkingin sömuleiðis einn af sínum bestu mönnum, en eftir því sem mér hefur skilist vann hann stóran hluta af efnahagsstefnu flokksins fyrir síðustu kosningar.

Þegar "hrunið" varð á Íslandi voru u.þ.b. 16. mánuðir sem þessir menn höfðu gegnt embættum sínum.  16. mikilvægir mánuðir. 

Hvað hafði gerst á þessum mánuðum?

Hafði verið reynt að stemma stigu við útþennslu bankanna?  Var sókn IceSave t.d. til Hollands flautuð af?  Voru gerðar einhverjar veigamiklar breytingar á lagaumhverfi Íslensks viðskiptalífs?

Staðreyndin er sú að viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar var síðast í september að mæra útrás Íslensku bankanna á heimasíðu sinni, síðu sem hann nú telur ráðlegast að hafa í felum.

Líklegast er sá flokkur sem helst þarf á fríi að halda Samfylkingin, enda er þar hver höndin upp á móti annarri.  Líklega þurfa þó fáir meira á fríinu að halda en Steinunn Valdís, sem segist ekki styðja ríkisstjórnina, hún hafi samþykkt ályktun um stjórnarslit.  En hún segist fara eftir því sem þingflokkurinn samþykki.  Heitir það að fara eftir sannfæringu sinni eða samvisku?

Man einhver eftir því hvernig Samfylkingarmenn högðuðu sér á síðasta kjörtímabili gagnvart þingmanni Framsóknarflokksins sem vogaði sér að segja að hún "spilaði með liðinu"?


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þingið að ræða um?

Ég er alveg sammála því að einkasala ríkisins á bjór og léttvíni er ekki mest aðkallandi umræðuefni á Alþingi þessa dagana, en það gildir reyndar um margt annað sem er á dagskrá Alþingis þessa dagana. Reyndar myndi ég setja umræðu um áfengisölu innanlands framar en margt annað sem er á dagskrá Alþingis í dag.

Á vef Alþingis má finna eftirfarandi dagskrá:

1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
2. Vátryggingastarfsemi (heildarlög, EES-reglur) 225. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 1. umræða.
3. Greiðslur til líffæragjafa (heildarlög) 259. mál, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra. 1. umræða.
4. Sala áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs) 37. mál, lagafrumvarp SKK. 1. umræða.
5. Olíugjald og kílómetragjald (endurgreiðsla gjalds) 40. mál, lagafrumvarp HöskÞ. 1. umræða.
6. Andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu 49. mál, þingsályktunartillaga SJS. Fyrri umræða.
7. Tóbaksvarnir (reykherbergi á veitingastöðum) 57. mál, lagafrumvarp JM. 1. umræða.
8. Stjórnarskipunarlög (bráðabirgðalög, þingseta ráðherra) 58. mál, lagafrumvarp KHG. 1. umræða.
9. Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða 59. mál, þingsályktunartillaga ÁJ. Fyrri umræða.
10. Skipafriðunarsjóður 60. mál, þingsályktunartillaga MS. Fyrri umræða.
11. Áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu 66. mál, þingsályktunartillaga ÖJ. Fyrri umræða.
12. Umferðarlög (forgangsakreinar) 93. mál, lagafrumvarp SVÓ. 1. umræða.
13. Fjármálafyrirtæki (kynjahlutföll í stjórnum) 111. mál, lagafrumvarp SVÓ. 1. umræða.

Er áríðandi að ræða um andstöðu við eldflaugakerfi í A-Evrópu?  Brenna málefni Skipafriðunarsjóðs á þjóðinni?  Er kynjahlutfall í stjórnum fjármálafyrirtækja það sem er mest aðkallandi hvað varðar fjármálageirann nú um stundir (burtséð frá því hvort menn eru fylgjandi þeirri vitleysu eður ei)? Skiptir prófessorsstaða á sviði byggðasafna og byggðafræða öllu máli í dag?

Er það furða þó að virðingin fyrir Alþingi og alþingismönnum fari þverrandi?

Fyrir þorra þjóðarinnar skiptir engu máli hvort að Alþingi kemur saman í dag eður ei, þingmenn sitja og bíða eftir tillögum ríkisstjórnarinnar og karpa um næsta lítilsverð málefni.

 


mbl.is Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferskur formaður

Þeir mega eiga það Framsóknarmennirnir að þeir komu mér á óvart, skemmtilega á óvart.  Það er sterkur leikur hjá stjórnmálaflokkum að koma á óvart með jákvæðum formerkjum.

Ég held að kjör Sigmundar hafi komið mörgum á óvart, en líklega vakti "flenging" Páls Magnússonar að mörgu leyti meiri athygli.  Þegar kjör Sigmundar og útreið Páls eru skoðuð saman er ekki hægt að velkjast í vafa að krafan um breytingar sé skýr og að "flokkseigendafélagið" sleppi hendinni af flokknum.

Líklega er um nokkurs konar heimsmet að ræða hjá Framsóknarflokknum, ég man aldrei eftir að hafa heyrt um að rótgróinn flokkur velji til forystu einstakling sem hefur aðeins verið í flokknum nokkrar vikur.  Það hlýtur að mega líta á það sem sterkan vilja til að klippa á fortíðina, en til þess þurfa flokksmenn líka að sýna kjark.

Þeir sem áður töluðu um "fjandsamlega yfirtöku", telja hana líklega hafa náð fram að ganga, nú á flokknum í heild.

Persónulega finnst mér nýr formaður byrja vel, ég er sammála því að mörg úrlausnarefni eru brýnari heldur en að ákveða hvort að Ísland eigi að berja á dyr "Sambandsins" eður ei.  Það er mun brýnna að taka til heima hjá sér.  Það held ég að flestir hljóti að geta sammælst um hvort sem þeir eru fylgjandi eða mótfallnir (eins og ég) aðild.


mbl.is Fréttaskýring: Framsókn kveður fortíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram fram fylking

Það er ekki hægt að segja að þessi samþykt Framsóknarflokksins komi á óvart, hún hefur legið í loftinu um nokkurn tíma.  Það kom þó ef til vill nokkuð á óvart hve yfirgnæfandi stuðning tillagan fékk. 

En ef til vill er þó ástæðulaust að vera hissa, varnaglarnir sem slegnnir eru hafa líklega skapað sátt um tillöguna.

Flestir virðast líta svo á að þessi úrslit bendi til þess að Páll verði kosinn formaður með nokkrum yfirburðum, en önnur umferðin gæti sett strik í reikininginn.  Þó er auðvitað lang líklegast að flokkseigendafélagið hafi sigur, það jafnvel þó að "fjandsamleg yfirtaka" hafi átt sér stað í Reykjavík.

En verði langt í kosningar yrði staða Páls sem formanns erfið, hann yrði að hafa mikið fyrir því að koma sér í umræðuna og fjölmiðla.

En eins og einn kunningi minn orðaði það, þeir kunna þetta Framsóknarmennirnir, þeir velja líklegast annað hvort guðfræðing eða prestsson til þess að fylgja flokknum síðasta spölinn.

 


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndarlegar

Ég hef verið ótrúlega latur við að taka myndir upp á síðkastið, varla gert það að neinu gagni og verið enn latari við að koma þeim á vefinn.

Reyndar minnkar ljíósmyndaáhuginn yfirleitt við snjóinn og sömuleiðis við hverja viðbótar frostgráðuna, sérstaklega þegar þær mælast í tveggja stafa tölu.  Myndavélin verður köld og fer illa í hendinni.

En þó er margt fagurt myndefnið í kuldanum og snjónum.

En loksins dreif ég nokkrar myndir inn á Flickr síðuna mína, en hér er smá forsmekkur, hægt er að klikka á myndirnar til að sjá þær stærri.

 

Red Hat and Mittens

Johanna in the Fall Leifur in the Fall Garbage Day Winter Electricity


Heilbrigð(is) umræða

Vísasta leiðin til að efna til ófriðar á Íslandi er að ætla að spara í heilbrigðiskerfinu.

Þó að margir geri sér grein fyrir því að þarft verk sé að spara í kerfinu, vilja fæstir sjá nokkrar breytingar, alla vegna ekki nálægt sér.

Í fljótu bragði man ég heldur ekki eftir neinum breytingum á heilbrigðiskerfinu sem starfsfólk og stjórnendur þess hafa tekið opnum örmum.

Það er eðlilegt að fólk beri hlýjan hug til heilbrigðiskerfisins, en það ætti að vera jafn eðlilegt að vilja að þar sé sparað og sem mest "bang for the buck" fáist.

Það er ekki samasem merki á milli þess að eyða fé í heilbrigðiskerfi og bættrar heilbrigðisþjónustu og ég er ekki í nokkrum vafa um að víða má spara fé í Íslenska kerfinu, oft var þörf en nú er nauðsynin knýjandi.

Það er ljóst að verulegur samdráttur verður að vera í útgjöldum hins opinbera á næstu árum, þar verður ekki hægt að undanskilja neinn þátt.

Læt fylgja með pdf skjal þar sem gæði heilbrigðisþjónustu í "Sambandinu" eru borin saman og sömuleiðis gæði miðað við "verð"


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Það er með svalara móti hér í Toronto þennan morguninn, mælirinn að Bjórá sýnir - 21°C.  Veðurspekingar segja að með vindkælingunni sé kuldinn sambærilegur við - 30°C.  Sem betur fer gætir vindsins ekki mikið hér að Bjórá, alla vegna ekki enn, þannig að þetta er ekki svo slæmt.

Spáin segir að það fari að "hlýna", verði ekki nema - 14 og snjókoma seinnipartinn, það er ekki svo slæmt.

Reyndar er þetta ekki neitt miðað við kuldann á sléttunum, þannig fór "hitastigið" vel niður fyrir
40°C í Manitoba fyrir stuttu og með vindkælingu var frostið jafngilda - 50°C.

En nú eru það lopasokkarnir og "föðurlandið" sem duga.


Punktar úr bankakerfinu

Fyrir nokkru logaði Íslenskt þjóðfélag yfir því að Seðlabankinn hefði ekki lánað bönkunum nægt fé.  Þeir hefðu ekki þurft að fara á höfuðið ef þeir hefðu fengið meira fé frá bankanum.  Hagfræðingar komu í fjölmiðla og hneyksluðust á þessu og viðskiptajöfrar og þeirra aðdáendur töluðu um "bankarán".

Nú eru jafn margir yfir sig hneykslaðir yfir því að Seðlabankinn hafi lánað bönkunum alltof mikið fé.  Hagfræðingar koma í fjölmiðla og lýsa hneykslun sinni á þessari vitleysu Seðlabankans sem ber vott um óráðsíu og hefði átt að stoppa.  Sem betur fer eru þó flestir hættir að tala um bankarán.

Í upphafi bankakreppunnar svokölluðu var mikið talað um að nú væru konur settar í ábyrgðarverkin, þær þyrftu að taka til eftir karlana, lofta út vindlareyknum og þar fram eftir götunum.

Er ekki rétt að auglýsa eftir einhverjum sem getur kennt Elínu og Birnu að sópa vel út í hornin og hætta að sópa ruslinu undir teppið?

Eini vísir að hreingerningu í Íslenska bankakerfinu hefur átt sér stað í Kaupþingi.  Eina bankanum af þremur þar sem karl var ráðinn í í stöðu bankastjóra. 

Styður það ekki þá kenningu að það séu einstaklingar, en ekki kynferði sem skipta mestu máli?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband