Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Neytendur eiga rétt á ...

Ég get ekki gert að því að mér finnst umræðan um hvort að neytendur eigi rétt á því að geta "verslað á Íslensku á Íslandi" nokkuð skondin og um leið á all nokkrum villigötum.

Þó að vissulega megi halda því fram að á Íslandi sé eðlilegast að töluð sé Íslenska í viðskiptum, þá finnst mér þetta með "réttindin" vera illskiljanlegt.

Frá mínum sjónarhóli eiga neytendur aðeins ein réttindi.  Þeir hafa réttinn til þess að velja hvar þeir versla og sá réttur verður vonandi aldrei aftur tekin af Íslendingum.

Ef neytandi er óánægður með þjónustuna, hvort sem það er á Íslensku eða einhverju öðru tungumáli þá er eðlilegast að hann leiti annað, nema að það sé partur af upplifuninni við verslunarferðina að vera ónægður og geta kvartað.

Hér í Toronto er ekki óalgengt að innflytjendur starfi í eða reki verslanir eða aðrar þjónustustofnanir og vissulega er enskan þeirra misjöfn eins og þeir eru margir, sumir stóla enda á útlendinga sem viðskiptavini.

En ég hef aldrei fundið ástæðu til að láta þetta fara í taugarnar á mér.  Ef varan sem þeir bjóða er jafngóð eða betri og á jafngóðu eða betra verði, þá hef ég aldrei orðið var við að smá tungumálaörðugleikar stæðu í vegi fyrir viðskiptum.

Hinu er þó ekki hægt að neita að ef verslanir vilja standa undir því að veita 100% þjónustu, þá bjóða þær upp á starfsfólk sem talar tungumál viðkomandi þjóðar þar sem verslunin er staðsett og gjarna auðvitað fleiri. 

En þetta er auðvitað eitthvað sem verslunareigandinn verður að vega á meta á móti staðreyndum s.s. framboði starfsfólk og öðru því um líku.

Neytendur verlja sér svo verslun þar sem þeim finnst þjónustan góð, allt eftir smekk hvers og eins.


mbl.is Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu hlutirnir

Undanfarna daga (og raunar mánuði) hef ég verið að mála eitt og annað hér að Bjórá, svona í rólegheitunum.  Á meðan ég var með rúlluna í hendinni fór ég að velta fyrir mér tækninni við málningarvinnuna.  Hvað þetta væri einfalt og þægilegt og hvað við ættum mikið að þakka þeim snillingi sem lét sér detta í hug að rúlla væri rétta lausnin fyrir málningarvinnuna.

Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um hver það hafði verið sem hafði komið þetta snjallræði í hug.  Svo að ég ákvað með sjálfum mér að googla þetta við gott tækifæri, sem ég og gerði í kvöld. 

Merkilegt nokk, þá var málningarrúllan ekki fundin upp fyrr en 1940, og það sem meira var, það gerðist hér í Toronto að Norman Breakey fannst nóg komið af penslanotkuninni og datt niður á þessa snjöllu lausn.

Það er alla vegna ekki skemmtileg tilhugsun að mála heilu herbergin með pensli.

En þau eru fleiri "litlu" atriðin sem gera málningarvinnuna bærilegri.  Til dæmis hefur það verið rakinn snillingur sem datt það fyrst í hug að óþarfi væri að hreinsa áhöldin eftir hverja notkun, heldur væri nóg að stynga þeim í plastpoka.

Sá einstaklingur ætti auðvitað skilið að fá umhverfisverndarverðlaun, því þökk sé honum þá hafa ótaldir lítrar af málningu, ekki endað í umhverfinu.

Annars er það svo hér um slóðir að flest tengt málningarvinnunni er að verða "einnota".  Yfirvöld hvetja enda til þess að rúllur og og annað slíkt sé ekki hreinsað heldur hreinlega látið harðna í og síðan farið með á þar til gerða úrgangsefnastaði eða skilað af sér á umhverfisdögum.  Rúllur orðnar þunnur hólkur sem smeygt er upp á þar til gert kefli.  Málningarbakkar eru nokkuð hefðbundnir, en huldir með þunnum plastpakka sem síðan er tekin af og hent.

Þetta hentar mér ágætlega, enda aldrei skemmt mér verulega við að hreinsa málningaráhöld.  Penslarnir eru þó ennþá hreinsaðir, alla vegna ef keyptir hafa verið dýrir og vandaðir penslar.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband