Stofnfrumur í naflastreng

Persónulega er ég ákaflega fylgjandi stofnfrumurannsóknum, þó að vissulega sé rétt að setja þeim siðferðisreglur.  En stofnfrumur er eins og kemur fram í fréttinni að finna víðar en var haldið í fyrstu. 

Ég er fullviss um að stofnfrumurannsóknir eru gríðarlega mikilvægar fyrir framþróun í læknavísindum og eiga eftir að verða lykill að lausn fyrir marga sjúklinga.

Bæði börnin mín eiga blóð úr naflastreng í "bankanum" ef svo má að orði komast.  Þó að við höfum verið heppin og þau séu bæði heilbrigð og hraust, lít ég á þetta sem nokkurs konar tryggingu og við hugsuðum okkur ekki lengi um þegar okkur var kynntur þessi valkostur.  Auðvitað leysir "inneignin" ekki öll vandamál sem kunna að koma upp, en eykur hins vegar valkostina sem verða til staðar ef málin snúast á verri veg.

Það á alls ekki að láta fordóma hindra framgang læknavísindanna á þessu sviði.

Hér má svo lesa frétt Globe and Mail um sama efni.


mbl.is Stofnfrumur fengnar úr legvatni veita von um frekari rannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir linkinn á Globe og Mail. Ég hef mikinn áhuga á þessu og tek undir orð þín varðandi siðferðisreglurna. Ég tel að stofnfumurannsóknir opna mikla möguleika til lækninga.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 9.1.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Ég tek undir með ykkur, er ansi opin fyrir stofnfrumurannsóknum en ekki hafði ég hugmynd um þennan banka.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 9.1.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætlaði einmitt að skrifa um þetta mál eftir að hafa heyrt frétt um það (stofnfrumur úr fósturvatninu, legvatninu, amniotic fluid) í BBC WS í fyrrinótt. Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að stofnfrumur úr fósturvísum eru í raun ekki nauðsynlegar, þar sem bæði hefur verið unnt að taka stofnfrumur úr líkama fullorðins (eða fædds) manns og úr fylgjunni (legkökunni). Og nú bætist þetta við, að unnt er að ná slíkum frumum úr legvatninu. Þegar dráp og nýting fósturvísa til slíkra stofnfrumurannsókna er augljóslega mjög vafasamt, problematískt af siðferðislegum ástæðum, hvers vegna þá að reyna að keyra á slíkt, eins og gert er í því frumvarpi sem nú er verið að undirbúa að leggja fyrir Alþingi til samþykktar? Þar er um algert skeytingarleysi að ræða gegn slíkum siðferðislegum mótbárum gegn slíkri meðferð á fósturvísum, bæði af hálfu kristinna kirkna, lífsverndarsamtaka og annarra víða um heim.

Sjá einnig umræðu um stofnfrumumál á þessari vefsíðu "FreedomFries" (með tveimur innleggjum mínum, og bendi ég einkum á hið síðara) og á vefslóðum sem ég vitna þar í.

Jón Valur Jensson, 9.1.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vefslóðin var vitlaus, þetta er sú rétta.

Jón Valur Jensson, 9.1.2007 kl. 11:39

5 Smámynd: Fararstjórinn

Mergjað að þetta sé hægt! Ég er algerlega fylgjandi slíkum rannsóknum.

Fararstjórinn, 9.1.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerum það ekki á kostnað mennsks lífs, það er málið; og úr því að það er hvort sem er hægt að fá stofnfrumur án þess að níðast á fósturvísum, þá hlýtur heilbrigð og sómasöm afstaða að hafna þeim stofnfrumurannsóknum og stofnfrumu-úrvinnslu, sem byggjast á því að deyða fósturvísa. -- Vel að merkja var ágæt frétt um þetta í Rúv-útvarpi í kvöld kl. 18 og önnur frétt í Fréttablaðinu í dag.

Jón Valur Jensson, 10.1.2007 kl. 00:01

7 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Það er óhætt að segja að geymsla naflastrengsstofnfrumna hefur verið "hæpuð" nokkuð af pressunni. Vissulega eru margir möguleikar til notkunar stofnfrumna en ég er hræddur um að geymsla slíkra frumna sé minni trygging er fram í sækir en margur vill halda. Mig grunar og að aðrar hvatir en sú hvöt að koma til hjálpar liggi að baki ákafanum sem kemur fram í auglýsingum sumra einkafyrirtækja þeirra er geyma slíkar frumur.

Áhugasömum er bent á nýlega yfirlýsingu Amerísku Barnalæknasamtakanna sem er stuttlega reifuð á heimasíðu félagsins en má finna í fullri lengd í megintímariti þeirra, Pediatrics

Það er margt sem getur komið í veg fyrir að þessar frumur séu nýtanlegar s.s. sú staðreynd að oft geyma þær þá sömu genagalla er liggja til grundvallar þeim sjúkdómi barnsins sem nota á frumurnar gegn. Þess utan er oft um ónógan fjölda frumna að ræða til að hægt sé að nýta þær í transplant á stálpuðum börnum eða fullorðnum. Best að enda á úrklippu frá barnalæknasamtökunum: ” the chances of a child needing his or her own cord blood stem cells in the future are estimated to range from one in 1,000 to one in 200,000. Private cord blood banks target parents at an emotionally vulnerable time when the reality is most conditions that might be helped by cord blood stem cells already exist in the infant’s cord blood."

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 10.1.2007 kl. 02:04

8 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Það er óhætt að segja að geymsla naflastrengsstofnfrumna hefur verið "hæpuð" nokkuð af pressunni. Vissulega eru margir möguleikar til notkunar stofnfrumna en ég er hræddur um að geymsla slíkra frumna sé minni trygging er fram í sækir en margur vill halda. Mig grunar og að aðrar hvatir en sú hvöt að koma til hjálpar liggi að baki ákafanum sem kemur fram í auglýsingum sumra einkafyrirtækja þeirra er geyma slíkar frumur.

Áhugasömum er bent á nýlega yfirlýsingu Amerísku Barnalæknasamtakanna sem er stuttlega reifuð á heimasíðu félagsins en má finna í fullri lengd í megintímariti þeirra, Pediatrics

Það er margt sem getur komið í veg fyrir að þessar frumur séu nýtanlegar s.s. sú staðreynd að oft geyma þær þá sömu genagalla er liggja til grundvallar þeim sjúkdómi barnsins sem nota á frumurnar gegn. Þess utan er oft um ónógan fjölda frumna að ræða til að hægt sé að nýta þær í transplant á stálpuðum börnum eða fullorðnum. Best að enda á úrklippu frá barnalæknasamtökunum: ” the chances of a child needing his or her own cord blood stem cells in the future are estimated to range from one in 1,000 to one in 200,000. Private cord blood banks target parents at an emotionally vulnerable time when the reality is most conditions that might be helped by cord blood stem cells already exist in the infant’s cord blood."

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 10.1.2007 kl. 02:04

9 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Biðst velvirðingar á því að hafa tvítekið mig...

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 10.1.2007 kl. 02:17

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá er lausnin sú að þrítaka sig!

Þorvarður kaus að þrítaka sig á þessu bloggi,

gagnast þar vel hann gamli Moggi.

Jón Valur Jensson, 10.1.2007 kl. 03:01

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég hef aldrei skilið þessa hysteríu vegna stofnfrumurannsókna, sem líklega má rekja til öfgamanna fremur en skynsamra. 

Júlíus Valsson, 10.1.2007 kl. 11:04

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Órökstutt var þetta og því sennilega talað að lítt athuguðu máli. Það er ofboðslega auðvelt að afgreiða mál án verðugrar umræðu með því að klína öfgastimpli á suma þátttakendur hennar -- og einkar klisjukennt í þessu tilfelli.

Jón Valur Jensson, 10.1.2007 kl. 11:37

13 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég var alls ekki að gagnrýna þínar skoðanir á þessu máli, Jón Valur. 
Ég er einmitt sammála þér hvað varðar það, að "stofnfrumur úr fósturvísum eru í raun ekki nauðsynlegar".  Þess vegna skil ég í raun ekki viðbrögð ýmissa aðila, sérstaklega vestanhafs við þessum rannsóknum.  Það var það sem ég átti við. 

Júlíus Valsson, 10.1.2007 kl. 15:43

14 Smámynd: Bergsveinn Þórsson

Veit einhver hver staðan er á Íslandi í tengslum við blóð úr naflastreng nýfæddra barna og þessara "banka"?

Bergsveinn Þórsson, 10.1.2007 kl. 22:04

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvað varðar "hæpið" þá fengum við ákaflega góðar upplýsingar þegar við nýttum okkur þetta í fyrra sinnið, en þá var þetta rekið af Mt. Sinai sjúkrahúsinu, en síðar fluttist "frystingin" yfir til einkafyrirtækis.  Þetta er vitanlega ekki svar við öllu því sem á getur dunið, langt í frá, en eins og ég sagði í upphafsinnlegginu getur þetta gefið aukna möguleika ef hlutir snúast til verri vegar, því meiri eftir því sem tækninni fleygir fram með auknum rannsóknum.  Vissulega er hætta á því að stofnfrumur í blóðinu beri sama gallann, því getur það komð sér vel að hafa blóð úr báðum börnunum, því nokkrir möguleikar eru á því að þau geti nýtt frumur hvors annars, enda erfðaefnið svipað í þeim.

Ég er þeirrar skoðunar að hvetja beri til rannsókna á þessum sviðum sem öðrum og mikilvægt að reyna að styðja þetta starf eftir getu.  Við hjónin vorum til dæmis spurðu nú í sumar þegar dóttir okkar fæddist hvort við gætum hugsað okkur að gefa fylgjuna til rannsókna, sem við og gerðum.

Ég hef ekki heyrt um neina aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu á Íslandi, en er ef til vill ekki líklegasti maðurinn til að hafa heyrt af því.

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2007 kl. 06:55

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrirgefðu, Júlíus, að ég misskildi merkinguna í því sem þú sagðir. Ég var að taka eftir þessum pósti þínum nú í kvöld. Það er alltjent gott að þú hefur leiðrétt misskilning minn. Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 11.1.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband