Það þarf ekki að koma neinum á óvart að erfitt sé að komast til Kanada - Skrifræðið hefur sinn gang

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að fáir eða engir Íslendingar hafi fengið vinnu vegna samkomulags Íslands og Manitoba.  Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í Kanada og atvinnuleyfi alls ekki hratt.

Í sambandsríki eins og Kanada hafa fylkin heldur ekki sjálfsvald um það hvernig hlutum eins og innflytjendamálum er háttað, þó að þau hafi vissulega eitthvað um það að segja. (Ef til vill má draga einhvern lærdóm af þessu fyrir Íslendinga sem virðast helst af öllu tilheyra einhverskonar sambandsríki og færa stjórnsýslu eins langt frá Íslandi og kostur er).

"Eðlilegur" tími sem afgreiðsla atvinnuleyfis tekur í Kanada er 9 til 12 mánuðir.  Strangt ferli, sem m.a. felur í sér lækniskoðanir, röntgenmyndatökur, skil á ljósmyndum með negatívum og ítarlegri umsókn.

Styttri leið er til að mér skilst, ef eingöngu er um mjög takmarkaðan tíma að ræða og hægt að færa rök fyrir því að erfitt sé að finna innlenda aðila til verksins, eða um sérhæfð störf er að ræða.

Ætlast er til þess að umsóknir séu afgreiddar á jafnréttisgrundvelli og alls ekki á að taka einhverja kynþætti eða þjóðir fram yfir aðra, sem hefur líklega gert þetta samstarf að einhverju leyti erfiðara. (Einhverjum stjórnmála eða embættismönnum gæti t.d. hafa litist illa á að taka hóp af hvítum norður Evrópubúum í einhverja "hraðferð", það gæti litið illa út "pólítískt".)

En Kanadískt stjórnkerfi hefur ekki orð á sér fyrir að vera lipurt og þó að núverandi ríkisstjórn hafi gert átak í þeim efnum (á sumum sviðum hefur þeim orðið verulega ágengt og biðtími hefur styst svo um munar á ýmsum stöðum), þá er mikið verk óunnið þar og óvíst um endanlegan árangur.

En það er engin ástæða til þess að efast um að bæði Íslensk stjórnvöld og þau í Manitoba hafa gert þetta samkomulag af fyllstu heilindum.  En þriðji aðilinn (sem er jú ekki aðili að samkomulaginu), Alríkisstjórnin í Ottawa vill auðvitað (og eðlilega) að farið sé eftir lögum og regluverkinu.

 


mbl.is Flókið ferli veldur því að Íslendingar halda ekki til Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er alveg rétt hjá þér og það hefir verið reynslan að pólítíkusar vita yfirleitt ekki hverju þeir lofa samanber Ríkisstjóri Manitoba. Það eru ýmsir ferlar sem eru opnari en að fá innflitjendaleifi en það er að sækja um tímabundið atvinnuleifi og svo er Yukon hérað með sér lög. Það er í raun miklu einfaldara að sækja um innflytjendaleifi inn til bandaríkjanna og svo er alltaf möguleiki á að taka þátt í Innflytjenda-Lottóinu. Menn ættu ekkert að setja þessi tíma mál fyrir sig því allt tekur tíma....  

Valdimar Samúelsson, 31.10.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband