Að falla af himnum í gullinni fallhlíf

Ég vona að æ fleiri verði þeirrar skoðunar að löngu tímabært og æskilegt sé að aðskilja ríki og kirkju á Íslandi.  Leggja niður ríkiskirkjuna og trúarbrögð starfi óháð og ótengd hinu opinbera.

Spilling og gullin fallhlíf (ef til vill orðatiltæki sem á vel við, þegar einstaklingar "falla af himnum"), er það sem helst er í umræðunni hvað varðar þjóðkirkjuna.  Tímabært að skattgreiðendur séu losaðir undan þeirri áþján og þeirri skömm að standa straum af þessu batteríi.

Það versta er auðvitað að líklega er það það svo að stjórnmálamenn og embættismenn sjá ekkert athugavert við þetta allt saman.

Líklega finna þeir til samkenndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér Tómas.  Mér hefur einmitt fundist það undarlegt hvað þessi umræða hefur verið lítil núna síðustu mánuði, bæði í öllum þeim niðurskurði sem þarf að ráðast í hjá ríkinu en eins vegna þessa eilífu deilna innan kirkjunnar.

Miðað við starfslokasamninginn sem séra Gunnari var boðinn eru prestar að fá 5 milljónir í árslaun plúss það að þeir rukka fyrir allar skírnir, fermingar, giftingar og jarðarfarir aukalega.  Svo ef presturinn er heppinn með brauð situr hann á ríkisjörð, borgar "skid og ingenting" fyrir en hirðir allar tekjur af henni aukalega, laxveiðihlunnindi, leigu fyrir sumarhúsajarðir ofl.

Þetta ríki í ríkinu er alger tímaskekkja og á auðvitað að sjá fyrir sér sjálft, öll þessi vitleysa sem er alltaf að koma upp innan kirkjunnar kæmi þá kannski e-ð við hana.  

Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband