Breytingar á fjármálalöggjöf og afsal fullveldis

Fann þessa frétt í Irish Times, í gegnum blogg Páls Vilhjálmssonar.

Fréttin er í ýmsa staði athygliverð.  Í það fyrsta kemur þar fram eins og hefur reyndað sést áður að umræðan um nauðsyn þess að endurskoða gallað regluverk "Sambandsins" hvað varðar fjármálastofnanir eru komið á nokkurn skrið.

Það er enda ekki að undra þegar litið er til þess hvernig það regluverk reyndist í þeirri fjármálakreppu sem gengið hefur yfir heiminn á undanförnum mánuðum.

Hitt er ekki síður athyglivert, að rætt er um að aðildarríkis "Sambandsins" verði að gefa eftir hluta af fullveldi sínu (sovereignty) til þess að hægt verði að setja nýjar og betri reglur, sem gefi "Sambandinu" vald til þess að stýra málum svo gagn og sómi sé að.

Hvernig skyldi það nú ríma við málflutning þeirra sem segja að ekkert fullveldisframsal sé fólgið í því að ganga í "Sambandið"?

Eins og ég hef áður sagt hér á þessum vettvangi, hljóta allir að sjá að aðild að "Sambandinu" (sem og reyndar EEA/EES) fylgir gríðarmikið og víðtækt framsal á fullveldi.

Hitt er svo auðvitað umdeilanlegt og full ástæða til þess að rökræða um, hvort að menn séu þeirrar skoðunar að fullveldisframsalinu fylgi þau gæði, eða menn vilji hafs slík skipti.

Þar segi ég nei, en vissulega eru margir þeirrar skoðunar að fullveldið sé ekki mikils virði, það er önnur saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband