Hagsmunir, hagsmunir, hagsmunir

Hér í Kanada er oft haft að orði að í fasteignsviðskiptum skipti þrennt meginmáli, "location, location, location".

Ef til vill má heimfæra þessa "möntru" að einhverju leyti upp á samskipti ríkja.  Þar er það sem skiptir máli, "hagsmunir, hagsmunir, hagsmunir".

Norðurlandasamstarfið víkur (hér mætti líklega bæta við eðlilega) fyrir hagsmunum ríkjanna.  Þau meta það svo að meiri hagsmunir séu af því að vera í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn heldur en bein aðstoð þeirra við Íslendinga.

Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þeim.

En hverjir eru hagsmunirnir?

Líklega eru mestu hagsmunir Norðurlandaþjóðanna - þá sérstaklega Svía - fólgnir í því því að þeir vilja gjarna aðstoð IMF í viðskiptum sínum (og norrænna banka - þá sérstaklegra Sænskra) við lönd og ríkisstjórnir í A-Evrópu.  Þar liggja miklu stærri hagsmunir heldur en aðstoð við Ísland, eða norrænt samstarf.

Hagsmunir Norðurlandanna liggja því í því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setji skuldurum ströng skilyrði og gæti hagsmuna lánveitenda. 

Auðvitað skaðar heldur ekki að veita stuðning áhrifamiklum þjóðum innan "Sambandsins" eins og Bretum og Hollendingum.

Norrænt samstarf skiptir litlu máli, en ráðherrar hafa vissulega gaman af því að verðlauna bækur og kvikmyndir.


mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta upphlaup hjá Bjarna var náttúrulega kjánahrollsvaki par exellance. Helst virðist sem hann hafi þarna gripið tækifæri til að komast í fjölmiðla.

Hugmyndin um sameiningu Norðurlandanna undir dönsku krúnuna er frábær. En líklega er langt í að þetta verði að veruleika. Hugmynd sem er langt, langt á undan sinni samtíð.

Kristján G. Arngrímsson, 28.10.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega finnst mér allt í lagi að vekja athygli á þessari staðreynd sem Bjarni gerði.  Hitt er svo að mér finnst það rangt (og hefur alltaf þótt) að halda að Norðurlöndin sé eitthvert sérstakt "entity".

Auðvitað taka Sænskir, Norskir o.s.frv. stjórnmálamenn hagsmuni þjóðar sinnar fram yfir hagsmuni Íslendinga.  Þeir eru enda kjörnir til að gæta hagsmuna sinna þjóða en ekki Íslendinga.

Margir myndu líklega segja að hugmyndin um sameiningu Norðurlandanna væri hugmynd fortíðarinnar (sbr. Kalmarsambandið), enda eiga þessi ríki mun minna sameiginlegt heldur en margir vilja vera láta.  Rétt eins og kemur fram í þessu máli.  Hagsmunirnir eru mismunandi.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Mismunandi hagsmunir Norðurlandanna stafa náttúrulega bara af því, að þau eru hvert í sínu horni. Sameining þeirra myndi þýða sameiningu hagsmuna þeirra.

Það eru nú ærið misjafnir hagsmunir fylkjanna í Kanada, en þau tolla nú samt ágætlega saman, þrátt fyrir allt. 

Norðurlöndin yrðu kannski ekki svo ósvipuð - og þá yrði Ísland náttúrulega hið norræna Nýfundnaland!

Kristján G. Arngrímsson, 28.10.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega eru Kanada sambandsríki, þó að vissulega séu fylkin misjafnlega ánægð með samstarfið.  Ég sé það reyndar ekki breytast.

En Kanada er líka því sem næst einn "landmassi".  Það er það sem Norðurlöndunum vantar, þó að vissulega séu vegalengdirnar séu minni.

Sömuleiðis er tungumálin (sem eru þó bara 2. í Kanada) eitthvað sem skilur að Norðurlöndin.

Það mætti til dæmis með rökum segja að það væri ekki fráleitara fyrir Danmörk að verða fylki í Þýskalandi, heldur en að sameinast hinum Norðurlöndunum.

En vissulega er allt hægt, ef vilji er fyrir hendi, og vissulega er það ekki fráleitara að Kaupmannahöfn yrði "höfuðborg" Íslands (eins og hún vissulega var) eins og að hún sé höfuðborg Færeyinga og Grænlendinga.

En ég held ekki að það þjóni hagsmunum Íslendinga best.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband