Væri ekki ráð að þingið réði?

Mér þykir stundum skrýtið hvernig mál þróast á Íslandi.

Það er alltaf talað eins og ráðherra ráði öllu í sínum málaflokki og gangi fram eins og honum þóknist.

Það getur þó varla verið, þannig að ákvarðanir sem teknar eru, rétt eins og þessi sem hér er rædd, að sækjast ekki eftir frekari undanþágum hvort varðar útblástur, hlýtur að vera ríkisstjórnarinnar.  Þessi niðurstaða hlýtur að vera á ábyrgð Samfylkingar og Vinstri grænna og þess þingmeirihluta sem stendur að baki stjórnarinnar.  Eða er það ekki örugglega?

En vissulega væri hægt og ef til vill klókt að taka af öll tvímæli.  Láta einfaldlega koma til kasta þingsins.  Alþingi myndi einfaldlega móta stefnu og markmið í þessu máli (og öðrum svipuðum) og ráðherra og embættismenn færu síðan á ráðstefnuna og væri ætlað að vinna eftir stefnumörkun Alþingis í þessu efni.

Ef til vill væri hægt að byrja á því að leggja fram þingsálytkunartillögu um hugsanleg markmið Íslendinga?


mbl.is Hagsmunir Íslands í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Við erum svo óheppin hér á Íslandi að búa við það sem ég kalla ofstoparæði ráðherra. Þeir fara sínu fram. Látið er í veðri vaka að hér sé þingræði við lýði, en þá væri farið að eins og þú lýsir. Þá gæfi Alþingi stefnuna og ráðherra ynni eftir þeirri stefnumörkun. En nei ...

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.10.2009 kl. 16:02

2 identicon

Þetta er samansafn af erki-bjálfum sem eru við stjórnvöllinn á alþingi í dag. Það á að eyðileggja allt fyrir okkur.

Geir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband