Hver borgaði hvað - í Toronto

Nú hefur menntamálaráðherrann Íslenski, ratað í vandræði á síðum fjölmiðla.

Nú ætla ég mér ekki að setja út á að menntamálaráðherra hafi komið hingað til Toronto, það þykir mér ekki óeðlilegt.  Hér var verið að sýna tvær Íslenskar myndir á kvikmyndahátíðinni (sem þykir jú með þeim virtari), Sólskinsdrenginn og A Good Heart.  Báðar hlutu þær nokkuð góðar mótttökur, eftir því sem ég heyri. 

Ennfremur var hún að kynna nýja samstarfsáætlun Norðurlandaþjóðanna hvað varðar menningarmál.  Það er hægt að hafa ýmsar skoðanir á þeirri áætlun, en hún er staðreynd og því ekki óeðlilegt að hún sé kynnt.

Sjálfur sá ég Katrínu ekki nema tilsýndar á The Bovine Sex Club (sem er ekki þess konar staður sem nafnið gefur til kynna), þar sem hún stóð stutt frá inngangnum og heilsaði gestum.  Þar var móttaka vegna þeirra Íslensku mynda sem voru sýndar.  Ég hef hins vegar heyrt í þó nokkru af fólki sem hitti hana og virtist kunna vel að meta.

Hitt er auðvitað sorglegt ef hún hefur fallið í þann pytt að ætla að leyna kostnaðinum sem af ferðinni hlaust.  Það getur varla gengið á hinum gegnsæu og "allt upp á borðið" tímum sem ríkja á Nýja Íslandi.

Ef að tólf hundruð þúsund hafa verið greidd af Íslenska ríkinu, þá á ráðherra auðvitað að viðurkenna það refjalaust og réttlæta ákvörðun sína, sem ég held að hafi ekki verið mjög erfitt.

Nú er hins vegar "glæpurinn" ekki ferðin, heldur ósannsögli og er það heldur verra. 

Auðvitað þarf ráðherra að koma fram og útskýra hvernig á þessu stendur.

P.S.  Í sundurliðun yfir kostnað við ferðina, hlýtur upphæðin 435.000 í dagpeninga fyrir 2. manneskjur í 5. daga að stinga í stúf.  Það þýðir 43.500 á dag á persónu, sem hlýtur að teljast æri ríflegt, sé tekið tillit til þess að gisting er annar kostnaðarliður.  En þar er auðvitað ekki við Katrínu að sakast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband