Papa Got a Brand New Bag

Ekki kemst ég í Appollo leikhúsið til að votta James Brown virðingu mína, en mér er bæði ljúft og skylt að gera það hér í þessum orðum, því fáir ef engir tónlistarmenn hafa veitt mér meiri ánægju í gegnum tíðina.

Þó að ég hafi ekki verið fæddur þegar Brown hljóðritaði meistarastykki eins og hljómleika sína í Apollo, þá leituðu tónsmíðar hans mig uppi og ég þær.  Þetta eru einfaldlega meistararstykki, rétt eins og James Brown var meistari á sínu sviðum, og kom fram á þeim mörgum.

Fáir tónlistarmenn hafa átt fleiri "smelli" en Brown, og líklega hefur enginn tónlistarmaður verið "samplaður" meira.  Þannig hefur t.d. meistarastykki hans "Funky Drummer" líklega getið af sér fleiri lög en tölu er hægt að festa á.

En þau eru mörg meistarastykkin, allir þekkja líklega "I Feel Good" og "(Get Up) I Feel Like a Sex Machine", en lög eins og "Try Me", "It's A Man´s Man´s Mans World", "Papa Got a Brand New Bag", "Funky Drummer" sem koma upp í hugann ásamt fjölda annara.

En nú er James Brown endanlega "Out of Sight", en tónlistin hans mun lifa, líklega í einhverri mynd að eilífu.


mbl.is James Brown í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband