Jóladagur

Þó að ég hafi vaknað alltof snemma í morgun, hefur dagurinn verið ágætur.

Það er alltaf þægilegt að vakna á jóladagsmorgun, teygja sig eftir bók og liggja áfram í rúminu.

Gjafir voru okkur hér að Bjórá gefnar, þær þegnar með þökkum og lífið hefur á sér notalegan blæ.

Eins og ég minntist á í síðustu færslu, eru Eistneskar jólahefðir öðruvísi en Íslenskar.  Fyrst ber að nefna grimmd þeirra gagnvart börnunum.  Þeir hafa þá hefð að jólasveinninn útdeilir gjöfunum, nú eða heimilisfaðirinn ef jólasveinninn kemst ekki, en fyrir hvern pakka sem börnin fá verða þau að syngja lag, eða fara með ljóð.

Þetta reyndi þónokkuð á Foringjann í gærkveldi og enn meira á mig, sem þurfti að inna þessa skyldu af hendi þegar sonurinn brást, allt til að hann fengi sína pakka.

Annað sem kemur Íslendingnum skringilega fyrir sjónir er að frosinn vodkaflaska er aldrei langt undan þegar Eistlendingar fagna, það gildir um jólin sem aðra atburði.  Ég skoraðist ekki undan þeirri hefð, frekar en öðrum.

En við fórum í heimsókn til Eistnesks vinafólk okkar, allir komu með kalda rétti og jólaborðið samanstóð af Eistneskum, Íslenskum og Kanadískum kræsingum. 

Nú er ég svo að sjóða sveppasúpu og gera klárt uppstúfinn en von er á fólki í mat.  Börnin svo upptekin af nýjum leikföngum að ekki heyrist í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband