Annir og þvælingur

Fjölskyldan að Bjórá hefur haft nóg fyrir stafni undanfarnar vikur.  Hér hafa verið gestir og eins og oft þegar svo ber við fer fjölskyldan með í "túristagírinn" og flengist um nágrennis Toronto og leiðsegir og sýnir.

Það að búið að fara að Niagara fossunum, búið að leiðsegja um miðbæinn og fara í dýragarðinn svo fátt eitt sé nefnt.

Krakkarnir eru afar hrifnir af þessum snúningum og vildu líklega helst að hér yrði "túrisminn" allsráðandi á heimilinu.

 Læt hér fylgja með nokkrar myndir, en líkt og venjulega má finna fleiri á www.flickr.com/tommigunnars

Þá er hægt að klikka á myndirnar og þá flyst viðkomandi yfir á Flickr vefinn, þar sem hægt er að skoða myndirnar stærri.

Toronto in the Sunset Fort George Bridal Veil Falls Polar Bear The Grass Is Always Greener

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Flottar myndir. Ég nappaði þeirri efstu og falast eftir góðfúslegu leyfi til að hafa hana sem wallpaper.

Kristján G. Arngrímsson, 27.8.2009 kl. 19:40

2 identicon

Alltaf gaman að lesa frá þér texta þótt ég sé ekki ávallt sammála þér - en yfirleitt sáttur við fyrrverandi sveitunga minn. Ertu annars ekkert á heimleið? Það vantar nú góða krafta hér. Nei; þú hefur það auðvitað betra vestan hafs með fjölskylduna.

Friðjón (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyrir Kristján, gamlir menn eins og ég nærast á hrósi.  Ekki get ég farið að krefjast euroa af þér Kristján minn, þannig að auðvitað gef ég þér leyfi til að nota myndina endurgjaldslaust, sem veggfóður.  Þú hefur vonandi sótt þér mynd í hárri upplausn á Flickr.

Friðjón (ég er ekki alveg viss um hver þú ert), það er ekki miklar líkur til þess að ég flytji heim til Íslands í bráð, en þó á aldrei að segja aldrei.  Hefði einhver fullyrt við mig fyrir 10. árum að ég ætti eftir að vera í Kanada árið 2009, hefði ég ekki talið miklar líkur á því.

Það er hollt að flytja annað slagið og það er aldrei að vita hvert straumurinn ber okkur.  En eins og er kunnum við vel við okkur á Bjórá.  Þar er skratti gott að vera. 

G. Tómas Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband