Það er bara einn

Það er bara einn Michael Schumacher (líklega myndu margir bæta við, sem betur fer), og sú ákvörðun hans að snúa um stundarsakir aftur í Formúluna er auðvitað söguleg.

Auðvitað munu aðdáendur flykkjast að brautunum og að sjónvarpstækjunum og þetta þýðir aukna athygli fyrir íþróttina og um leið auknar tekjur.

Persónulega verð ég að segja að mér finnst það fremur óíþróttamannsleg framkoma hjá þeim liðum sem hafa sett sig á móti því að hliðra aðeins æfingareglum fyrir "gamla manninn" í ljósi aðstæðna.  Öll liðin munu hagnast á þeirri athygli sem hann beinir að keppninni.

En það verður fróðlegt að fylgjast með honum í næstu keppni.


mbl.is Miðasala tekur kipp vegna endurkomu Schuhmacher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er fábjánalegt að hliðra til fyrir fyrrum F1 ökumönnum en svo ef það eru ungir ökumenn þá er það ekki til umræðu að fá einn aukadag til æfinga.

Reglur eru reyndar bara reglur fyrir aðra en Ferrari, því miður! 

Einar (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað eru reglur reglur, og þeim á ekki að hliðra nema samþykki allra hlutaðeigandi liggi fyrir.

En persónulega finnst mér það skipta máli hvernig aðstæður eru, hvers vegna það er sóst eftir því að reglum sé hliðrað.

En það er eðlilegt að menn hafi mismunandi sýn á þetta eins og margt annað.

G. Tómas Gunnarsson, 4.8.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband